Sanders: Ég tapa vegna þess að fátækir kjósa ekki Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. apríl 2016 14:07 Bernie Sanders, forsetaframbjóðandi Demókrata í Bandaríkjunum segir að hann hafi tapað í sextán forkosningum í ríkjum þar sem mikill ójöfnuður ríkir vegna þess að „fátækir kjósa ekki.“ „Það er bara staðreynd,“ sagði Sanders í viðtali við fréttastofu NBC aðspurður um ósigra sína í þeim ríkjum þar sem mikill munur er á milli þeirra sem ríkastir eru og þeirra sem fátækastir eru. „Þetta er sorglegur raunveruleiki Bandaríkjanna í dag og þetta er eitthvað sem við þurfum að breyta,“ sagði Sanders. Sanders hefur byggt kosningaherferð sína á loforði um að draga úr ójöfnuði í Bandaríkjunum. Hefur hann hlotið mikinn stuðning frá grasrótarhópum þar í landi sem berjast fyrir sömu markmiðum. Fær hann mjög mikið af litlum framlögum í kosningasjóði sína frá slíkum hópum. Magnið er hinsvegar svo mikið að hann er farinn að safna hærri upphæðum í hverjum mánuði en Hillary Clinton, helsti andstæðingur Sanders. Þrátt fyrir það hefur Clinton unnið sigra í suðurríkjum Bandaríkjanna þar sem meðaltekjur eru hvað lægstar. Sanders útskýrir það með tilliti til þess að fátækt fólk sé síður líklegra til þess að kjósa í kosningum. „Í Bandaríkjunum er ein lægsta kjörsókn allra ríkja í heiminum,“ sagði Sanders. „Okkur hefur tekist vel að ná til ungs fólks en í síðustu kosningum, árið 2014, tóku 80 prósent af þeim teljast undir fátæktarmörkum ekki þátt í kosningunum.“ Sanders segir að ef það takist að fá fátæka til þess að taka þátt í kosningum myndi það gjörbreyta hinu pólitíska landslagi. „Ef okkur tekst að auka kjörsókn fátækra og ungs fólks, ef við náum 75 prósent kjörsókn í þessum hópum, munum við gjörbreyta Bandaríkjunum,“ sagði Sanders. Róðurinn er orðinn þungur fyrir Sanders eftir sigur Hillary Clinton í forkosningunum í New York ríki. Framundan eru forkosningar í fimm ríkjum þann 26. apríl, þar á meðal í Pennsylvaníu-ríki þar sem 189 kjörmenn eru í boði. Þarf Sanders nauðsynlega á sigri að halda ætli hann að sigra Clinton í kapphlaupinu um útnefningu Demókrata-flokksins. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Bernie Sanders, forsetaframbjóðandi Demókrata í Bandaríkjunum segir að hann hafi tapað í sextán forkosningum í ríkjum þar sem mikill ójöfnuður ríkir vegna þess að „fátækir kjósa ekki.“ „Það er bara staðreynd,“ sagði Sanders í viðtali við fréttastofu NBC aðspurður um ósigra sína í þeim ríkjum þar sem mikill munur er á milli þeirra sem ríkastir eru og þeirra sem fátækastir eru. „Þetta er sorglegur raunveruleiki Bandaríkjanna í dag og þetta er eitthvað sem við þurfum að breyta,“ sagði Sanders. Sanders hefur byggt kosningaherferð sína á loforði um að draga úr ójöfnuði í Bandaríkjunum. Hefur hann hlotið mikinn stuðning frá grasrótarhópum þar í landi sem berjast fyrir sömu markmiðum. Fær hann mjög mikið af litlum framlögum í kosningasjóði sína frá slíkum hópum. Magnið er hinsvegar svo mikið að hann er farinn að safna hærri upphæðum í hverjum mánuði en Hillary Clinton, helsti andstæðingur Sanders. Þrátt fyrir það hefur Clinton unnið sigra í suðurríkjum Bandaríkjanna þar sem meðaltekjur eru hvað lægstar. Sanders útskýrir það með tilliti til þess að fátækt fólk sé síður líklegra til þess að kjósa í kosningum. „Í Bandaríkjunum er ein lægsta kjörsókn allra ríkja í heiminum,“ sagði Sanders. „Okkur hefur tekist vel að ná til ungs fólks en í síðustu kosningum, árið 2014, tóku 80 prósent af þeim teljast undir fátæktarmörkum ekki þátt í kosningunum.“ Sanders segir að ef það takist að fá fátæka til þess að taka þátt í kosningum myndi það gjörbreyta hinu pólitíska landslagi. „Ef okkur tekst að auka kjörsókn fátækra og ungs fólks, ef við náum 75 prósent kjörsókn í þessum hópum, munum við gjörbreyta Bandaríkjunum,“ sagði Sanders. Róðurinn er orðinn þungur fyrir Sanders eftir sigur Hillary Clinton í forkosningunum í New York ríki. Framundan eru forkosningar í fimm ríkjum þann 26. apríl, þar á meðal í Pennsylvaníu-ríki þar sem 189 kjörmenn eru í boði. Þarf Sanders nauðsynlega á sigri að halda ætli hann að sigra Clinton í kapphlaupinu um útnefningu Demókrata-flokksins.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira