Innlent

Strandveiðibátar streyma á miðin

Strandveiðibátar hafa streymt á miðin alveg frá miðnætti og um klukkan sex í morogun voru yfir 600 skip og bátar á sjó við landið og fjölgaði enn.

Þrálátar norðanáttir hafa komið í veg fyrir að smábátar gætu róið, en verulega fór að draga úr vindi í gærkvöldi.

Stóru fjölveiðiskipin eru ýmist að veiða síld austur af landinu, eða makríl út af Suðurströndinni.  Frystitogarar eru um það bil að klára karfakvóta sína á Reykjaneshrygg, ísfisktogarar hafa verið að gera það gott á Vestfjarðamiðum og smærri skip eru á línu- eða togaveiðum víða við landið.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.