Innlent

Strandveiðibátar streyma á miðin

Strandveiðibátar hafa streymt á miðin alveg frá miðnætti og um klukkan sex í morogun voru yfir 600 skip og bátar á sjó við landið og fjölgaði enn.



Þrálátar norðanáttir hafa komið í veg fyrir að smábátar gætu róið, en verulega fór að draga úr vindi í gærkvöldi.



Stóru fjölveiðiskipin eru ýmist að veiða síld austur af landinu, eða makríl út af Suðurströndinni.  Frystitogarar eru um það bil að klára karfakvóta sína á Reykjaneshrygg, ísfisktogarar hafa verið að gera það gott á Vestfjarðamiðum og smærri skip eru á línu- eða togaveiðum víða við landið.



Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.