Lyf innkölluð vegna krabbameinshættu Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. september 2019 20:19 Lyfjastofnun hefur innkallað lyf við brjóstsviða- og magasárum af ótta við að þau innihaldi krabbameinsvaldandi efni. Talið er að um þúsund Íslendingar hafi neytt hinna innkölluðu lyfja að sögn forstjóra Lyfjastofnunar, sem segir þá þó ekki þurfa að hafa miklar áhyggjur. Um er að ræða þrjú sérheiti sem fengist hafa á Íslandi og eiga það sameiginlegt að innihalda efnið Raniditin. Um er að ræða brjóstsviðalyfið Zantac og tvær gerðir af Asýran, sem notað er til draga úr framleiðslu magasýru. Nýverið kom í ljós að leifar af krabbameinsvaldandi efni var að finna í sambærilegum lyfjum, og er nú verið að endurmeta slík lyf á vettvangi lyfjastofnana í Evrópu og vestanhafs - til að mynda hér á Íslandi þar sem nú þegar er búið að innkalla lyfin. Ætlað er að rétt rúmlega þúsund Íslendingar hafi neytt þessara lyfja fyrir innköllunina sem forstjóri Lyfjastofnunar segir að þurfi ekki að hafa miklar áhyggjur. „Nei raunverulega ekki, þetta eru fyrirbyggjandi aðgerðir, þetta er í mjög litlu magni. Fólk þarf ekki að hafa áhyggjur. Við erum ekki að innkalla frá sjúklingum, þeir þurfa því ekki að breyta neinu. Þeir geta haldið áfram að taka lyfin ef þeir eiga þau til. Það er bara ekki hægt að leysa þau út í apótekum eða dreifa þeim frá heildsölum, segir Rúna Hauksdóttir Hvannberg forstjóri Lyfjastofnunar. Önnur meðferðarúrræði séu í boði fyrir þennan hóp. „Það eru aðrir möguleikar, Omeprazol og Esomeprazol sem eru magalyf í sambærilegum flokki og eru miklu algengari hér á landi,“ segir Rúna. Lyfin geti vissulega verið krabbameinsvaldandi séu þau notuð í miklu magni, sem sé þó alla jafna ekki raunin með hin innkölluðu lyf. „Þessi magalyf, oft eru þau notuð í mjög skamman tíma. Þetta er í svo litlu magni að fólk þarf ekki að hafa áhyggjur en þetta eru fyrirbyggjandi aðgerðir. Það veldur náttúrulega áhyggjum hjá þeim eftirlitsstofnunum að þetta efni skuli finnast í lyfjum,“ sagði Rúna Hauksdótir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar. Heilbrigðismál Heilsa Lyf Tengdar fréttir Hætta sölu á vinsælu brjóstsviðalyfi vegna krabbameinsvaldandi efnis Efni sem fannst í töflunum getur mögulega valdið krabbameini í mönnum. 29. september 2019 11:55 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Fleiri fréttir „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga Sjá meira
Lyfjastofnun hefur innkallað lyf við brjóstsviða- og magasárum af ótta við að þau innihaldi krabbameinsvaldandi efni. Talið er að um þúsund Íslendingar hafi neytt hinna innkölluðu lyfja að sögn forstjóra Lyfjastofnunar, sem segir þá þó ekki þurfa að hafa miklar áhyggjur. Um er að ræða þrjú sérheiti sem fengist hafa á Íslandi og eiga það sameiginlegt að innihalda efnið Raniditin. Um er að ræða brjóstsviðalyfið Zantac og tvær gerðir af Asýran, sem notað er til draga úr framleiðslu magasýru. Nýverið kom í ljós að leifar af krabbameinsvaldandi efni var að finna í sambærilegum lyfjum, og er nú verið að endurmeta slík lyf á vettvangi lyfjastofnana í Evrópu og vestanhafs - til að mynda hér á Íslandi þar sem nú þegar er búið að innkalla lyfin. Ætlað er að rétt rúmlega þúsund Íslendingar hafi neytt þessara lyfja fyrir innköllunina sem forstjóri Lyfjastofnunar segir að þurfi ekki að hafa miklar áhyggjur. „Nei raunverulega ekki, þetta eru fyrirbyggjandi aðgerðir, þetta er í mjög litlu magni. Fólk þarf ekki að hafa áhyggjur. Við erum ekki að innkalla frá sjúklingum, þeir þurfa því ekki að breyta neinu. Þeir geta haldið áfram að taka lyfin ef þeir eiga þau til. Það er bara ekki hægt að leysa þau út í apótekum eða dreifa þeim frá heildsölum, segir Rúna Hauksdóttir Hvannberg forstjóri Lyfjastofnunar. Önnur meðferðarúrræði séu í boði fyrir þennan hóp. „Það eru aðrir möguleikar, Omeprazol og Esomeprazol sem eru magalyf í sambærilegum flokki og eru miklu algengari hér á landi,“ segir Rúna. Lyfin geti vissulega verið krabbameinsvaldandi séu þau notuð í miklu magni, sem sé þó alla jafna ekki raunin með hin innkölluðu lyf. „Þessi magalyf, oft eru þau notuð í mjög skamman tíma. Þetta er í svo litlu magni að fólk þarf ekki að hafa áhyggjur en þetta eru fyrirbyggjandi aðgerðir. Það veldur náttúrulega áhyggjum hjá þeim eftirlitsstofnunum að þetta efni skuli finnast í lyfjum,“ sagði Rúna Hauksdótir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar.
Heilbrigðismál Heilsa Lyf Tengdar fréttir Hætta sölu á vinsælu brjóstsviðalyfi vegna krabbameinsvaldandi efnis Efni sem fannst í töflunum getur mögulega valdið krabbameini í mönnum. 29. september 2019 11:55 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Fleiri fréttir „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga Sjá meira
Hætta sölu á vinsælu brjóstsviðalyfi vegna krabbameinsvaldandi efnis Efni sem fannst í töflunum getur mögulega valdið krabbameini í mönnum. 29. september 2019 11:55