Mikill áhugi á Innihaldi 2. nóvember 2011 14:00 Þær Sæunn Ingibjörg Marinósdóttir og Sigrún Jóhannsdóttir boða aukinn fjölbreytileika í úrvali netmiðla með stofnun Innihald.is. Á myndina vantar þriðja meðlim ritstjórnar, Önnu Jónu Heimisdóttur. Fréttablaðið/Stefán Yfir fjórtán þúsund Íslendingar hafa heimsótt nýja vefmiðilinn Innihald.is en hann fór í loftið á laugardaginn. Þær Sigrún Jóhannsdóttir, Sæunn Ingibjörg Marinósdóttir og Anna Jóna Heimisdóttir sem skipa ritstjórn miðilsins eru í skýjunum yfir viðtökunum. Innihald.is er í senn afþreyingarvefur og vettvangur málefnalegrar umræðu. „Aðsóknin fór langt fram úr okkar björtustu vonum og við erum mjög sáttar með viðtökurnar," segir Sigrún Jóhannsdóttir lögfræðingur og einn þriggja aðstandenda nýs vefmiðils, Innihald.is. Vefurinn fór í loftið á laugardaginn og hafa þegar um fjórtán þúsund manns skoðað vefinn oftar en einu sinni á síðustu fjórum dögum. Sem dæmi má taka er vefur Alþingis með ellefu þúsund notendur á heilli viku. Eina af ástæðum góðrar aðsóknar á vefinn má rekja til athyglinnar sem pistill Maríu Lilju Þrastardóttur hefur vakið en hún skrifaði opið bréf til Davíðs Þórs Jónssonar. „Pistill Maríu og eftirmálar hans hafa vakið mikla athygli en við ætlum ekki að taka efnislega afstöðu í þessu máli. Okkar hlutverk er að sjá til þess að siðareglum sé fylgt en umfram það er orðið frjálst," segir Sigrún en hvetur þá sem telja að á sér hafi verið brotið að hafa samband við sérstaka siðanefnd miðilsins sem meti hvað gert verður í framhaldinu. Þær Sigrún, Anna Jóna Heimisdóttir, stjórnmála- og kynjafræðingur, og Sæunn Marinósdóttir viðskiptafræðingur kynntust í aðdraganda Druslugöngunnar í sumar. Með nafni miðilsins vilja þær stöllur benda á að það er innihaldið sem skiptir máli en ekki útlitið. „Við vorum allar orðnar þreyttar á tilfinningarúnki margra vefmiðla og hvernig fréttaflutningi var háttað til að næla sér í sem flestar flettingar." Innihald.is fer eftir ströngum siðareglum og hefur ritstjórnin sett saman sérstakt vefráð sem á að veita ritstjórninni aðhald og uppbyggilega gagnrýni mánaðarlega en í ráðinu er fjölbreyttur hópur einstaklinga. „Við viljum halda ákveðnum staðli á síðunni og sjá til þess að við förum ekki út fyrir okkar eigin markmið. Við erum til dæmis strangar á að pistlahöfundar geri grein fyrir heimildum sínum, eitthvað sem ætti að vera sjálfsagt mál í vefmiðlum en er því miður ekki," segir Sigrún og hún hvetur alla til að senda inn pistla á síðuna. Umfjöllunarefni Innihald.is er allt milli himins og jarðar eins og til dæmis þjóðfélagsmál, matargerð, listir, handavinna og kynlíf. „Við viljum að sem flestar raddir heyrist og höfða til fjölbreytileikans en um leið uppræta fordóma. Til dæmis viljum við ekki skrifa um kynlíf með því að leiðbeina konum hvernig á að fullnægja karlmanni heldur viljum við fjalla um kynlíf á eðlilegri hátt og sem hluta af góðri heilsu." alfrun@frettabladid.is Tengdar fréttir María Lilja ætlar að svara Davíð í hádeginu „Ég ætla að svara honum um hádegið,“ segir María Lilja Þrastardóttir, sem ritaði harðort bréf til Davíð Þórs Jónssonar, pistlahöfundar Fréttablaðsins, út af grein sem hann skrifaði í blaðið um helgina. 1. nóvember 2011 10:28 María Lilja svarar Davíð - og þar er enga afsökunarbeiðni að finna “Það var aldeilis að pennaskríplið mitt strauk þér öfugum, það var þó ekki nema og, á þig voru bornar þungar sakir, ég gerði þér það náttúrlega alveg upp að hafa á nokkurn hátt ”hlutgert” konur í gamla dónablaðinu, sem ég efast ekki um að þú hafir stýrt af mikilli natni og náungakærleik,“ skrifar María Lilja Þrastardóttir í svarpistli sínum á vefnum Innihald.is. 1. nóvember 2011 14:13 Tilgangur og meðal Fíkniefnasala og -neysla er mér og mörgum öðrum mikill þyrnir í augum auk þess að varða við landslög. Ekki er laust við að manni renni til rifja úrræðaleysi og vanmáttur yfirvalda við að ráða bót á þessum mikla og brýna vanda. En nú er ný baráttuaðferð komin fram. Hún er í því fólgin að einkaaðilar fari út á meðal fólks og bjóði því fíkniefni til sölu. Um leið og einhver lætur í ljós áhuga á viðskiptunum og fer að ræða verð og tegundir er viðkomandi umsvifalaust kærður til lögreglu því samtalið var tekið upp. 29. október 2011 06:00 Davíð Þór: Ég átti von á leiðindum - en ekki svona "Mér er sagt af sérfræðingum að ég sé með unnið mál í höndunum," segir Davíð Þór Jónsson guðfræðingur um ritdeilu sem hann hefur staðið í við Maríu Lilju Þrastardóttur. 1. nóvember 2011 18:00 Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Fleiri fréttir Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Sjá meira
Yfir fjórtán þúsund Íslendingar hafa heimsótt nýja vefmiðilinn Innihald.is en hann fór í loftið á laugardaginn. Þær Sigrún Jóhannsdóttir, Sæunn Ingibjörg Marinósdóttir og Anna Jóna Heimisdóttir sem skipa ritstjórn miðilsins eru í skýjunum yfir viðtökunum. Innihald.is er í senn afþreyingarvefur og vettvangur málefnalegrar umræðu. „Aðsóknin fór langt fram úr okkar björtustu vonum og við erum mjög sáttar með viðtökurnar," segir Sigrún Jóhannsdóttir lögfræðingur og einn þriggja aðstandenda nýs vefmiðils, Innihald.is. Vefurinn fór í loftið á laugardaginn og hafa þegar um fjórtán þúsund manns skoðað vefinn oftar en einu sinni á síðustu fjórum dögum. Sem dæmi má taka er vefur Alþingis með ellefu þúsund notendur á heilli viku. Eina af ástæðum góðrar aðsóknar á vefinn má rekja til athyglinnar sem pistill Maríu Lilju Þrastardóttur hefur vakið en hún skrifaði opið bréf til Davíðs Þórs Jónssonar. „Pistill Maríu og eftirmálar hans hafa vakið mikla athygli en við ætlum ekki að taka efnislega afstöðu í þessu máli. Okkar hlutverk er að sjá til þess að siðareglum sé fylgt en umfram það er orðið frjálst," segir Sigrún en hvetur þá sem telja að á sér hafi verið brotið að hafa samband við sérstaka siðanefnd miðilsins sem meti hvað gert verður í framhaldinu. Þær Sigrún, Anna Jóna Heimisdóttir, stjórnmála- og kynjafræðingur, og Sæunn Marinósdóttir viðskiptafræðingur kynntust í aðdraganda Druslugöngunnar í sumar. Með nafni miðilsins vilja þær stöllur benda á að það er innihaldið sem skiptir máli en ekki útlitið. „Við vorum allar orðnar þreyttar á tilfinningarúnki margra vefmiðla og hvernig fréttaflutningi var háttað til að næla sér í sem flestar flettingar." Innihald.is fer eftir ströngum siðareglum og hefur ritstjórnin sett saman sérstakt vefráð sem á að veita ritstjórninni aðhald og uppbyggilega gagnrýni mánaðarlega en í ráðinu er fjölbreyttur hópur einstaklinga. „Við viljum halda ákveðnum staðli á síðunni og sjá til þess að við förum ekki út fyrir okkar eigin markmið. Við erum til dæmis strangar á að pistlahöfundar geri grein fyrir heimildum sínum, eitthvað sem ætti að vera sjálfsagt mál í vefmiðlum en er því miður ekki," segir Sigrún og hún hvetur alla til að senda inn pistla á síðuna. Umfjöllunarefni Innihald.is er allt milli himins og jarðar eins og til dæmis þjóðfélagsmál, matargerð, listir, handavinna og kynlíf. „Við viljum að sem flestar raddir heyrist og höfða til fjölbreytileikans en um leið uppræta fordóma. Til dæmis viljum við ekki skrifa um kynlíf með því að leiðbeina konum hvernig á að fullnægja karlmanni heldur viljum við fjalla um kynlíf á eðlilegri hátt og sem hluta af góðri heilsu." alfrun@frettabladid.is
Tengdar fréttir María Lilja ætlar að svara Davíð í hádeginu „Ég ætla að svara honum um hádegið,“ segir María Lilja Þrastardóttir, sem ritaði harðort bréf til Davíð Þórs Jónssonar, pistlahöfundar Fréttablaðsins, út af grein sem hann skrifaði í blaðið um helgina. 1. nóvember 2011 10:28 María Lilja svarar Davíð - og þar er enga afsökunarbeiðni að finna “Það var aldeilis að pennaskríplið mitt strauk þér öfugum, það var þó ekki nema og, á þig voru bornar þungar sakir, ég gerði þér það náttúrlega alveg upp að hafa á nokkurn hátt ”hlutgert” konur í gamla dónablaðinu, sem ég efast ekki um að þú hafir stýrt af mikilli natni og náungakærleik,“ skrifar María Lilja Þrastardóttir í svarpistli sínum á vefnum Innihald.is. 1. nóvember 2011 14:13 Tilgangur og meðal Fíkniefnasala og -neysla er mér og mörgum öðrum mikill þyrnir í augum auk þess að varða við landslög. Ekki er laust við að manni renni til rifja úrræðaleysi og vanmáttur yfirvalda við að ráða bót á þessum mikla og brýna vanda. En nú er ný baráttuaðferð komin fram. Hún er í því fólgin að einkaaðilar fari út á meðal fólks og bjóði því fíkniefni til sölu. Um leið og einhver lætur í ljós áhuga á viðskiptunum og fer að ræða verð og tegundir er viðkomandi umsvifalaust kærður til lögreglu því samtalið var tekið upp. 29. október 2011 06:00 Davíð Þór: Ég átti von á leiðindum - en ekki svona "Mér er sagt af sérfræðingum að ég sé með unnið mál í höndunum," segir Davíð Þór Jónsson guðfræðingur um ritdeilu sem hann hefur staðið í við Maríu Lilju Þrastardóttur. 1. nóvember 2011 18:00 Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Fleiri fréttir Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Sjá meira
María Lilja ætlar að svara Davíð í hádeginu „Ég ætla að svara honum um hádegið,“ segir María Lilja Þrastardóttir, sem ritaði harðort bréf til Davíð Þórs Jónssonar, pistlahöfundar Fréttablaðsins, út af grein sem hann skrifaði í blaðið um helgina. 1. nóvember 2011 10:28
María Lilja svarar Davíð - og þar er enga afsökunarbeiðni að finna “Það var aldeilis að pennaskríplið mitt strauk þér öfugum, það var þó ekki nema og, á þig voru bornar þungar sakir, ég gerði þér það náttúrlega alveg upp að hafa á nokkurn hátt ”hlutgert” konur í gamla dónablaðinu, sem ég efast ekki um að þú hafir stýrt af mikilli natni og náungakærleik,“ skrifar María Lilja Þrastardóttir í svarpistli sínum á vefnum Innihald.is. 1. nóvember 2011 14:13
Tilgangur og meðal Fíkniefnasala og -neysla er mér og mörgum öðrum mikill þyrnir í augum auk þess að varða við landslög. Ekki er laust við að manni renni til rifja úrræðaleysi og vanmáttur yfirvalda við að ráða bót á þessum mikla og brýna vanda. En nú er ný baráttuaðferð komin fram. Hún er í því fólgin að einkaaðilar fari út á meðal fólks og bjóði því fíkniefni til sölu. Um leið og einhver lætur í ljós áhuga á viðskiptunum og fer að ræða verð og tegundir er viðkomandi umsvifalaust kærður til lögreglu því samtalið var tekið upp. 29. október 2011 06:00
Davíð Þór: Ég átti von á leiðindum - en ekki svona "Mér er sagt af sérfræðingum að ég sé með unnið mál í höndunum," segir Davíð Þór Jónsson guðfræðingur um ritdeilu sem hann hefur staðið í við Maríu Lilju Þrastardóttur. 1. nóvember 2011 18:00