Fordæmalaus notkun á orðinu fordæmalaus í faraldrinum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. apríl 2020 11:54 Fordæmalaust. Mynd/Greynir.is Ýmis orð sem alla jafna hafa ekki fengið mikið pláss í daglegu tali landsmanna hafa öðlast nýjan sess í kórónuveirufaraldrinum sem nú gengur yfir heimsbyggðina. Þetta sýnir nýtt tól sem tekur saman tíðni þeirra orða sem notuð hafa verið í fjölmiðlum yfir ákveðið tímabil. Þannig má til dæmis sjá að notkun á orðinu fordæmalaus er því sem næst fordæmalaus ef miðað er við ár aftur í tímann. Hið umrædda tól má finna á Greyni, sem er málgreinir fyrir íslensku, sem Vilhjálmur Þorsteinsson stendur fyrir. Greynir les nýjustu fréttir og greinar jafnóðum á helstu fréttamiðlum Íslands og úr þessu verður heljarinnar gagnagrunnur sem hægt er að leita í. Gjörgæsla og öndunarvél virðast haldast í hendur Með nýjustu viðbótinni við Greyni, sem nálgast má hér, er hægt að sjá hversu oft tiltekin orð eru notuð í vefmiðlum hér á landi yfir ákveðinn tíma. Leita má að hvaða orðum sem er og tólið sýnir hversu oft orðið hefur komið fyrir. Til gamans hefur Vísir tekið saman nokkur orð sem komist hafa á flug á meðan faraldurinn hefur gengið hér yfir, orð sem alla jafna hafa ekki verið mikið notuð í daglegu tali, fyrr en á síðustu vikum og mánuðum. Besta dæmið er ef til vill orðið fordæmalaus en mörgum hefur verið tíðrædd um að nú séu fordæmalausir tímar. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd hér að ofan hefur orðinu alltaf skotið upp við og við undanfarið ár, en ekkert í líkingu við 13. mars þegar orðinu brá fyrir 43 sinnum á íslenskum vefmiðlum. Þetta á við um fleiri orð á borð við smit. Orðið mátti finna á vefmiðlum einu sinni til tvisvar á dag, stundum oftar, þangað til í febrúar þegar orðanotkunin fór á flug og náði hún hámarki 23 mars þegar orðið smit var notað 198 sinnum í íslenskum vefmiðlum. Orðið smit reyndist smitandi.Mynd/Greynir.is Þá hefur orðið talsverð aukning á orðinu handþvottur, enda hefur verið lögð mikil áhersla á þess að landsmenn þvoi hendurnar vel, svo hefta megi útbreiðslu kórónuveirunnar. Handþvotturinn sækir á.Mynd/Greynir.is Landsmenn hafa auk þess ekki farið varhluta af orðunum gjörgæsla og öndunarvél. Þessi orð hafa verið hluti af daglegum upplýsingafundum almannavarna. Skiptunum fer þó fækkandi, líklega í réttu hlutfalli við það hversu vel hefur gengið að útskrifa sjúklinga af gjörgæsludeild. Þessi orð haldast í hendur.Mynd/Greynir.is En hvað með kórónuveiruna sjálfa? Líkt og smitum fer notkun orðsins niður á við.Mynd/Greynir.is Leika sér má með fleiri orð inni á Greynir.is Íslenska á tækniöld Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tækni Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Ýmis orð sem alla jafna hafa ekki fengið mikið pláss í daglegu tali landsmanna hafa öðlast nýjan sess í kórónuveirufaraldrinum sem nú gengur yfir heimsbyggðina. Þetta sýnir nýtt tól sem tekur saman tíðni þeirra orða sem notuð hafa verið í fjölmiðlum yfir ákveðið tímabil. Þannig má til dæmis sjá að notkun á orðinu fordæmalaus er því sem næst fordæmalaus ef miðað er við ár aftur í tímann. Hið umrædda tól má finna á Greyni, sem er málgreinir fyrir íslensku, sem Vilhjálmur Þorsteinsson stendur fyrir. Greynir les nýjustu fréttir og greinar jafnóðum á helstu fréttamiðlum Íslands og úr þessu verður heljarinnar gagnagrunnur sem hægt er að leita í. Gjörgæsla og öndunarvél virðast haldast í hendur Með nýjustu viðbótinni við Greyni, sem nálgast má hér, er hægt að sjá hversu oft tiltekin orð eru notuð í vefmiðlum hér á landi yfir ákveðinn tíma. Leita má að hvaða orðum sem er og tólið sýnir hversu oft orðið hefur komið fyrir. Til gamans hefur Vísir tekið saman nokkur orð sem komist hafa á flug á meðan faraldurinn hefur gengið hér yfir, orð sem alla jafna hafa ekki verið mikið notuð í daglegu tali, fyrr en á síðustu vikum og mánuðum. Besta dæmið er ef til vill orðið fordæmalaus en mörgum hefur verið tíðrædd um að nú séu fordæmalausir tímar. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd hér að ofan hefur orðinu alltaf skotið upp við og við undanfarið ár, en ekkert í líkingu við 13. mars þegar orðinu brá fyrir 43 sinnum á íslenskum vefmiðlum. Þetta á við um fleiri orð á borð við smit. Orðið mátti finna á vefmiðlum einu sinni til tvisvar á dag, stundum oftar, þangað til í febrúar þegar orðanotkunin fór á flug og náði hún hámarki 23 mars þegar orðið smit var notað 198 sinnum í íslenskum vefmiðlum. Orðið smit reyndist smitandi.Mynd/Greynir.is Þá hefur orðið talsverð aukning á orðinu handþvottur, enda hefur verið lögð mikil áhersla á þess að landsmenn þvoi hendurnar vel, svo hefta megi útbreiðslu kórónuveirunnar. Handþvotturinn sækir á.Mynd/Greynir.is Landsmenn hafa auk þess ekki farið varhluta af orðunum gjörgæsla og öndunarvél. Þessi orð hafa verið hluti af daglegum upplýsingafundum almannavarna. Skiptunum fer þó fækkandi, líklega í réttu hlutfalli við það hversu vel hefur gengið að útskrifa sjúklinga af gjörgæsludeild. Þessi orð haldast í hendur.Mynd/Greynir.is En hvað með kórónuveiruna sjálfa? Líkt og smitum fer notkun orðsins niður á við.Mynd/Greynir.is Leika sér má með fleiri orð inni á Greynir.is
Íslenska á tækniöld Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tækni Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira