Selshamurinn valin í aðalkeppni Huesca kvikmyndahátíðarinnar Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 30. apríl 2020 12:00 Stilla úr stuttmyndinni Selshamurinn. Með aðalhlutverk fara Björn Thors og Bríet Sóley Valgeirsdóttir. Mynd/Markus Englmair Stuttmynd Uglu Hauksdóttur, Selshamurinn, hefur verið valin í aðalkeppni hinnar virtu alþjóðlegu kvikmyndahátíðar í Huesca á Spáni. Þetta er í 48. skipti sem þessi hátíð er haldin en vegna kórónuveirunnar mun hún fara fram á stafrænu formi dagana 12. - 20. júní næstkomandi. Selshamurinn verður heimsfrumsýnd á hátíðinni. Myndin er skrifuð og leikstýrð af Uglu Hauksdóttur og framleidd af Antoni Mána Svanssyni fyrir Join Motion Pictures. Meðframleiðandi er Gunnhildur Helga Katrínardóttir og yfirframleiðandi Guðmundur Arnar Guðmundsson. Með aðalhlutverk fara Björn Thors og Bríet Sóley Valgeirsdóttir. „Selshamurinn fjallar um hina fimm ára gömlu Sól sem býr með föður sínum í afskekktu húsi við hafið. Ímyndunarafl hennar tekst á flug í tómarúmi einmanalegra daga á meðan faðir hennar tekst á við tónsmíðar. Þegar Sól skynjar trega föður síns, sem er henni óskiljanlegur, finnur hún hugarró í gamalli íslenskri þjóðsögu,“ segir Ugla um myndina. Mynd/Daníel Imsland Valin úr hópi 2.000 mynda Selshamurinn er ein af 31 mynd í alþjóðlegri stuttmyndakeppni hátíðarinnar en hátt í 2.000 myndir voru sendar inn frá 93 löndum. Aðeins tvær myndir voru valdar inn frá Norðurlöndunum í ár. Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Huesca er á skrá Bandarísku kvikmyndaakademíunnar sem stendur fyrir Óskarsverðlaununum og vinningsmyndir hátíðarinnar koma þar með til greina í Óskarsval vegna stuttmynda. Ugla Hauksdóttir útskrifaðist sem leikstjóri og handritshöfundur úr Columbia University árið 2016 og hefur síðan þá starfað við sjónvarpsleikstjórn bæði á Íslandi og erlendis. Árið 2018 leikstýrði Ugla tveimur þáttum af Ófærð og fékk í kjölfarið boð um að leikstýra þremur þáttum af Amazon seríunni Hanna sem frumsýnd verður í sumar. Ugla Hauksdóttir leikstjóri við tökur á stuttmyndinni Selshamurinn.Julie Rowland Nýlega hlotnaðist Uglu sá mikli heiður að vera boðið inngöngu í Leikstjórasamband Bandaríkjanna eða Directors Guild of America, og mun hún á þessu ári leikstýra tveimur þáttum af Amazon seríunni The Power sem byggð er á metsölubók eftir Naomi Alderman. Bíó og sjónvarp Mest lesið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Lífið Riddarar kærleikans í hringferð um landið Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Sjá meira
Stuttmynd Uglu Hauksdóttur, Selshamurinn, hefur verið valin í aðalkeppni hinnar virtu alþjóðlegu kvikmyndahátíðar í Huesca á Spáni. Þetta er í 48. skipti sem þessi hátíð er haldin en vegna kórónuveirunnar mun hún fara fram á stafrænu formi dagana 12. - 20. júní næstkomandi. Selshamurinn verður heimsfrumsýnd á hátíðinni. Myndin er skrifuð og leikstýrð af Uglu Hauksdóttur og framleidd af Antoni Mána Svanssyni fyrir Join Motion Pictures. Meðframleiðandi er Gunnhildur Helga Katrínardóttir og yfirframleiðandi Guðmundur Arnar Guðmundsson. Með aðalhlutverk fara Björn Thors og Bríet Sóley Valgeirsdóttir. „Selshamurinn fjallar um hina fimm ára gömlu Sól sem býr með föður sínum í afskekktu húsi við hafið. Ímyndunarafl hennar tekst á flug í tómarúmi einmanalegra daga á meðan faðir hennar tekst á við tónsmíðar. Þegar Sól skynjar trega föður síns, sem er henni óskiljanlegur, finnur hún hugarró í gamalli íslenskri þjóðsögu,“ segir Ugla um myndina. Mynd/Daníel Imsland Valin úr hópi 2.000 mynda Selshamurinn er ein af 31 mynd í alþjóðlegri stuttmyndakeppni hátíðarinnar en hátt í 2.000 myndir voru sendar inn frá 93 löndum. Aðeins tvær myndir voru valdar inn frá Norðurlöndunum í ár. Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Huesca er á skrá Bandarísku kvikmyndaakademíunnar sem stendur fyrir Óskarsverðlaununum og vinningsmyndir hátíðarinnar koma þar með til greina í Óskarsval vegna stuttmynda. Ugla Hauksdóttir útskrifaðist sem leikstjóri og handritshöfundur úr Columbia University árið 2016 og hefur síðan þá starfað við sjónvarpsleikstjórn bæði á Íslandi og erlendis. Árið 2018 leikstýrði Ugla tveimur þáttum af Ófærð og fékk í kjölfarið boð um að leikstýra þremur þáttum af Amazon seríunni Hanna sem frumsýnd verður í sumar. Ugla Hauksdóttir leikstjóri við tökur á stuttmyndinni Selshamurinn.Julie Rowland Nýlega hlotnaðist Uglu sá mikli heiður að vera boðið inngöngu í Leikstjórasamband Bandaríkjanna eða Directors Guild of America, og mun hún á þessu ári leikstýra tveimur þáttum af Amazon seríunni The Power sem byggð er á metsölubók eftir Naomi Alderman.
Bíó og sjónvarp Mest lesið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Lífið Riddarar kærleikans í hringferð um landið Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Sjá meira