Telur ólíklegt að málið upplýsist nokkurn tímann Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. febrúar 2017 16:48 „Þetta er eiginlega síðasti spölurinn á langri leið. Hún hefur verið löng. Þetta hefur verið mér til vandræða alla tíð síðan,“ segir Guðjón Skarphéðinsson, sem dæmdur var í 10 ára fangelsi fyrir aðild sína að Guðmundar- og Geirfinnsmálunum svonefndu. Endurupptökunefnd heimilaði í dag að mál fimm sakborninga af sex verði tekin upp að nýju. Nánast slétt 37 ár eru frá því að Hæstiréttur kvað upp þunga dóma yfir þeim, en það var föstudaginn 22. febrúar 1980. Sakborningarnir hafa ætíð haldið fram sakleysi sínu. Guðjón segist telja ólíklegt að Guðmundur Einarsson og Geirfinnur Einarsson finnist nokkurn tímann. Þeir hurfu sporlaust árið 1974. Mennirnir tveir þekktust ekki í lifanda lífi en mál þeirra voru spyrt saman eftir að þeir hurfu. Um er að ræða eitt umdeildasta sakamál Íslandssögunnar. „Ég er eiginlega orðinn algjörlega vondaufur um að það komi nokkurn tímann fram. Því að því meira sem rótað er í þessu og leitað að þeim þeim mun minna kemur fram og þeim mun óskiljanlegra verður þetta allt saman. Og gjörsamlega óútskýrt. Sérstaklega Guðmundarmálið, það virðist einhvern veginn gjörsamlega gufa upp í höndunum á manni. En sem betur fer höfum við lært töluvert af þessari reynslu sem var dýrkeypt á sínum tíma. Og höfðum sett ýmislegt í gang til að koma í veg fyrir að svona geti gerst aftur á þessu landi,“ segir Guðjón og vísar þar í þá meðferð sem hann fékk bæði við meðferð málsins og í fangelsinu. Rætt verður ítarlega við Guðjón í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30. Tengdar fréttir Sonur Sævars Ciesielski: „Pabbi, loksins er komið að því!“ Hafþór Sævarsson, sonur Sævar Ciesielski, skrifar um mál föður síns á Facebook í kjölfar úrskurðar endurupptökunefndar 24. febrúar 2017 14:24 Segir ný gögn og ítarlegri rannsókn á þeim eldri hafa skipt sköpum Lögmaður tveggja sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum fagnar niðurstöðu nefndarinnar. 24. febrúar 2017 15:20 Niðurstaðan í máli Erlu ekki í takt við það sem Ragnar átti von á "Málið er allt svo samofið að það er algjörlega vonlaust að draga einn slíkan þátt út úr.“ 24. febrúar 2017 14:40 Guðmundar- og Geirfinnsmálin: Fimm mál tekin upp að nýju Endurupptökunefnd hefur komist að niðurstöðu. 24. febrúar 2017 14:03 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Sjá meira
„Þetta er eiginlega síðasti spölurinn á langri leið. Hún hefur verið löng. Þetta hefur verið mér til vandræða alla tíð síðan,“ segir Guðjón Skarphéðinsson, sem dæmdur var í 10 ára fangelsi fyrir aðild sína að Guðmundar- og Geirfinnsmálunum svonefndu. Endurupptökunefnd heimilaði í dag að mál fimm sakborninga af sex verði tekin upp að nýju. Nánast slétt 37 ár eru frá því að Hæstiréttur kvað upp þunga dóma yfir þeim, en það var föstudaginn 22. febrúar 1980. Sakborningarnir hafa ætíð haldið fram sakleysi sínu. Guðjón segist telja ólíklegt að Guðmundur Einarsson og Geirfinnur Einarsson finnist nokkurn tímann. Þeir hurfu sporlaust árið 1974. Mennirnir tveir þekktust ekki í lifanda lífi en mál þeirra voru spyrt saman eftir að þeir hurfu. Um er að ræða eitt umdeildasta sakamál Íslandssögunnar. „Ég er eiginlega orðinn algjörlega vondaufur um að það komi nokkurn tímann fram. Því að því meira sem rótað er í þessu og leitað að þeim þeim mun minna kemur fram og þeim mun óskiljanlegra verður þetta allt saman. Og gjörsamlega óútskýrt. Sérstaklega Guðmundarmálið, það virðist einhvern veginn gjörsamlega gufa upp í höndunum á manni. En sem betur fer höfum við lært töluvert af þessari reynslu sem var dýrkeypt á sínum tíma. Og höfðum sett ýmislegt í gang til að koma í veg fyrir að svona geti gerst aftur á þessu landi,“ segir Guðjón og vísar þar í þá meðferð sem hann fékk bæði við meðferð málsins og í fangelsinu. Rætt verður ítarlega við Guðjón í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30.
Tengdar fréttir Sonur Sævars Ciesielski: „Pabbi, loksins er komið að því!“ Hafþór Sævarsson, sonur Sævar Ciesielski, skrifar um mál föður síns á Facebook í kjölfar úrskurðar endurupptökunefndar 24. febrúar 2017 14:24 Segir ný gögn og ítarlegri rannsókn á þeim eldri hafa skipt sköpum Lögmaður tveggja sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum fagnar niðurstöðu nefndarinnar. 24. febrúar 2017 15:20 Niðurstaðan í máli Erlu ekki í takt við það sem Ragnar átti von á "Málið er allt svo samofið að það er algjörlega vonlaust að draga einn slíkan þátt út úr.“ 24. febrúar 2017 14:40 Guðmundar- og Geirfinnsmálin: Fimm mál tekin upp að nýju Endurupptökunefnd hefur komist að niðurstöðu. 24. febrúar 2017 14:03 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Sjá meira
Sonur Sævars Ciesielski: „Pabbi, loksins er komið að því!“ Hafþór Sævarsson, sonur Sævar Ciesielski, skrifar um mál föður síns á Facebook í kjölfar úrskurðar endurupptökunefndar 24. febrúar 2017 14:24
Segir ný gögn og ítarlegri rannsókn á þeim eldri hafa skipt sköpum Lögmaður tveggja sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum fagnar niðurstöðu nefndarinnar. 24. febrúar 2017 15:20
Niðurstaðan í máli Erlu ekki í takt við það sem Ragnar átti von á "Málið er allt svo samofið að það er algjörlega vonlaust að draga einn slíkan þátt út úr.“ 24. febrúar 2017 14:40
Guðmundar- og Geirfinnsmálin: Fimm mál tekin upp að nýju Endurupptökunefnd hefur komist að niðurstöðu. 24. febrúar 2017 14:03