Telur ólíklegt að málið upplýsist nokkurn tímann Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. febrúar 2017 16:48 „Þetta er eiginlega síðasti spölurinn á langri leið. Hún hefur verið löng. Þetta hefur verið mér til vandræða alla tíð síðan,“ segir Guðjón Skarphéðinsson, sem dæmdur var í 10 ára fangelsi fyrir aðild sína að Guðmundar- og Geirfinnsmálunum svonefndu. Endurupptökunefnd heimilaði í dag að mál fimm sakborninga af sex verði tekin upp að nýju. Nánast slétt 37 ár eru frá því að Hæstiréttur kvað upp þunga dóma yfir þeim, en það var föstudaginn 22. febrúar 1980. Sakborningarnir hafa ætíð haldið fram sakleysi sínu. Guðjón segist telja ólíklegt að Guðmundur Einarsson og Geirfinnur Einarsson finnist nokkurn tímann. Þeir hurfu sporlaust árið 1974. Mennirnir tveir þekktust ekki í lifanda lífi en mál þeirra voru spyrt saman eftir að þeir hurfu. Um er að ræða eitt umdeildasta sakamál Íslandssögunnar. „Ég er eiginlega orðinn algjörlega vondaufur um að það komi nokkurn tímann fram. Því að því meira sem rótað er í þessu og leitað að þeim þeim mun minna kemur fram og þeim mun óskiljanlegra verður þetta allt saman. Og gjörsamlega óútskýrt. Sérstaklega Guðmundarmálið, það virðist einhvern veginn gjörsamlega gufa upp í höndunum á manni. En sem betur fer höfum við lært töluvert af þessari reynslu sem var dýrkeypt á sínum tíma. Og höfðum sett ýmislegt í gang til að koma í veg fyrir að svona geti gerst aftur á þessu landi,“ segir Guðjón og vísar þar í þá meðferð sem hann fékk bæði við meðferð málsins og í fangelsinu. Rætt verður ítarlega við Guðjón í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30. Tengdar fréttir Sonur Sævars Ciesielski: „Pabbi, loksins er komið að því!“ Hafþór Sævarsson, sonur Sævar Ciesielski, skrifar um mál föður síns á Facebook í kjölfar úrskurðar endurupptökunefndar 24. febrúar 2017 14:24 Segir ný gögn og ítarlegri rannsókn á þeim eldri hafa skipt sköpum Lögmaður tveggja sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum fagnar niðurstöðu nefndarinnar. 24. febrúar 2017 15:20 Niðurstaðan í máli Erlu ekki í takt við það sem Ragnar átti von á "Málið er allt svo samofið að það er algjörlega vonlaust að draga einn slíkan þátt út úr.“ 24. febrúar 2017 14:40 Guðmundar- og Geirfinnsmálin: Fimm mál tekin upp að nýju Endurupptökunefnd hefur komist að niðurstöðu. 24. febrúar 2017 14:03 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Sjá meira
„Þetta er eiginlega síðasti spölurinn á langri leið. Hún hefur verið löng. Þetta hefur verið mér til vandræða alla tíð síðan,“ segir Guðjón Skarphéðinsson, sem dæmdur var í 10 ára fangelsi fyrir aðild sína að Guðmundar- og Geirfinnsmálunum svonefndu. Endurupptökunefnd heimilaði í dag að mál fimm sakborninga af sex verði tekin upp að nýju. Nánast slétt 37 ár eru frá því að Hæstiréttur kvað upp þunga dóma yfir þeim, en það var föstudaginn 22. febrúar 1980. Sakborningarnir hafa ætíð haldið fram sakleysi sínu. Guðjón segist telja ólíklegt að Guðmundur Einarsson og Geirfinnur Einarsson finnist nokkurn tímann. Þeir hurfu sporlaust árið 1974. Mennirnir tveir þekktust ekki í lifanda lífi en mál þeirra voru spyrt saman eftir að þeir hurfu. Um er að ræða eitt umdeildasta sakamál Íslandssögunnar. „Ég er eiginlega orðinn algjörlega vondaufur um að það komi nokkurn tímann fram. Því að því meira sem rótað er í þessu og leitað að þeim þeim mun minna kemur fram og þeim mun óskiljanlegra verður þetta allt saman. Og gjörsamlega óútskýrt. Sérstaklega Guðmundarmálið, það virðist einhvern veginn gjörsamlega gufa upp í höndunum á manni. En sem betur fer höfum við lært töluvert af þessari reynslu sem var dýrkeypt á sínum tíma. Og höfðum sett ýmislegt í gang til að koma í veg fyrir að svona geti gerst aftur á þessu landi,“ segir Guðjón og vísar þar í þá meðferð sem hann fékk bæði við meðferð málsins og í fangelsinu. Rætt verður ítarlega við Guðjón í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30.
Tengdar fréttir Sonur Sævars Ciesielski: „Pabbi, loksins er komið að því!“ Hafþór Sævarsson, sonur Sævar Ciesielski, skrifar um mál föður síns á Facebook í kjölfar úrskurðar endurupptökunefndar 24. febrúar 2017 14:24 Segir ný gögn og ítarlegri rannsókn á þeim eldri hafa skipt sköpum Lögmaður tveggja sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum fagnar niðurstöðu nefndarinnar. 24. febrúar 2017 15:20 Niðurstaðan í máli Erlu ekki í takt við það sem Ragnar átti von á "Málið er allt svo samofið að það er algjörlega vonlaust að draga einn slíkan þátt út úr.“ 24. febrúar 2017 14:40 Guðmundar- og Geirfinnsmálin: Fimm mál tekin upp að nýju Endurupptökunefnd hefur komist að niðurstöðu. 24. febrúar 2017 14:03 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Sjá meira
Sonur Sævars Ciesielski: „Pabbi, loksins er komið að því!“ Hafþór Sævarsson, sonur Sævar Ciesielski, skrifar um mál föður síns á Facebook í kjölfar úrskurðar endurupptökunefndar 24. febrúar 2017 14:24
Segir ný gögn og ítarlegri rannsókn á þeim eldri hafa skipt sköpum Lögmaður tveggja sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum fagnar niðurstöðu nefndarinnar. 24. febrúar 2017 15:20
Niðurstaðan í máli Erlu ekki í takt við það sem Ragnar átti von á "Málið er allt svo samofið að það er algjörlega vonlaust að draga einn slíkan þátt út úr.“ 24. febrúar 2017 14:40
Guðmundar- og Geirfinnsmálin: Fimm mál tekin upp að nýju Endurupptökunefnd hefur komist að niðurstöðu. 24. febrúar 2017 14:03