Vantraust á kosningakerfi 6. nóvember 2006 13:29 Margir kjósendur eiga erfitt með að treysta tölvum fyrir atkvæði sínu Þótt Osama bin Laden næðist í dag myndi það ekki hafa nein áhrif á atkvæði milljóna manna í kosningunum í Bandaríkjunum á morgun. Allt að helmingur kjósenda í sumum fylkjum hefur nefnilega þegar póstlagt atkvæðaseðil sinn. Breytingar á kosningakerfum fylkjanna hafa valdið vantrausti og flokkarnir búa sig undir harða baráttu um hvert einasta atkvæði. Her lögmannaFjórir af hverjum fimm kjósendum munu annað hvort nota snertiskjá til að greiða atkvæði eða láta tölvuskanna atkvæðaseðil sinn. Þriðjungur kjósenda hefur aldrei kosið rafrænt áður. Samkvæmt Electionline.org gera einungis átján af þrjátíu ríkjum sem nota snertiskjái ráð fyrir að prenta atkvæðin út til vara. Demókratar ætla ekki að verða undir í öðrum atkvæðaslag og hafa ráðið sjö þúsund lögmenn til að vera á vaktinni á kjördag. Repúblikanar verða með sinn eigin lögmannaher á kjörstöðunum og þá verða þar einnig mörg þúsund lögmenn á vegum áhugasamtaka um lýðræði. Frekar pappír en tölvur Margir kjósendur eiga erfitt með að treysta tölvum fyrir atkvæði sínu og vilja heldur skila inn pappírseintaki. Vandræði í prófkjörunum í vor hjálpa ekki til að að auka traust manna á rafræna kosningakerfið. Fréttir hafa borist af týndum atkvæðum, tölvubilunum og hlutleysi framleiðenda hefur jafnvel verið dregið í efa. Deilur þegar hafnarPóstkosning er þó ekki vandræðalaus og eru lögfræðingar demókrata þegar farnir að deila við yfirmenn póstsins í Ohio um örlög þúsunda atkvæða sem voru póstlögð án frímerkja. Sumir kjósendur gleyma hreinlega að fara með atkvæðaseðilinn í póst og aðrir gera það of seint. Efasemdir eru um öryggi utankjörstaðaatkvæða hermanna sem geta kosið í gegnum tölvupóst eða með því að senda fax. Áhyggjur af lýðræði Sex hundruð nýjar sjónvarpsauglýsingar voru birtar um helgina í þeirri von að hafa áhrif á síðustu óákveðnu kjósendurna. Þær höfðu engin áhrif á stóran hluta kjósenda ekki frekar en kynlífshneyksli eins af helstu áhrifamönnum evangelísku kirkjunnar í Bandaríkjunum eða dauðadómurinn yfir Saddam Hussein og viðbrögðin við honum. Þeir sem búnir eru að greiða atkvæði létu það heldur ekki hafa áhrif á sig þegar Cheney varaforseti lýsti því yfir í gær að álit þeirra á stríðinu í Írak skipti engu þar sem ekki væri kosið um ráðamenn í Hvíta húsinu. Þetta fyrirkomulag veldur þeim ugg, sem telja lýðræðinu nauðsynlegt að sem flestir eigi kost á sömu upplýsingum þegar gengið er til kosninga. Dugar að sýna rafmagnsreikningAthyglisvert er að geta þess að einungis sjö fylki krefja kjósendur um skilríki með mynd á kjörstað. Sautján fylki krefjast þess að kjósendur sýni skilríki með eða án myndar og dugar í mörgum tilfellum að sýna rafmagnsreikning. Hin fylkin tuttugu og sex krefjast ekki skilríkja. Í Bandaríkjunum þurfa kjósendur hins vegar að skrá sig sérstaklega í fyrsta sinn sem þeir nýta atkvæðisréttinn og þá þarf að sýna skilríki. Þeir sem ekki sýna skilríki fá að kjósa en atkvæði þeirra eru sett til hliðar. Aukaatkvæðin eru eitt af því sem lögfræðingasveitirnar bítast um þegar mjótt er á mununum. Þýðir ekki að kvarta eftir áEf marka má skoðanakannanir skiptir einasta atkvæði víða máli. Í þetta sinn eru báðir flokkar með það á hreinu að ekki þýðir að kvarta eftir á. Ef úrslitin ráðast ekki á fyrsta sólarhringnum má búast við að flokkur klókustu lagarefanna sigri. Bandarísku þingkosningarnar Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Þótt Osama bin Laden næðist í dag myndi það ekki hafa nein áhrif á atkvæði milljóna manna í kosningunum í Bandaríkjunum á morgun. Allt að helmingur kjósenda í sumum fylkjum hefur nefnilega þegar póstlagt atkvæðaseðil sinn. Breytingar á kosningakerfum fylkjanna hafa valdið vantrausti og flokkarnir búa sig undir harða baráttu um hvert einasta atkvæði. Her lögmannaFjórir af hverjum fimm kjósendum munu annað hvort nota snertiskjá til að greiða atkvæði eða láta tölvuskanna atkvæðaseðil sinn. Þriðjungur kjósenda hefur aldrei kosið rafrænt áður. Samkvæmt Electionline.org gera einungis átján af þrjátíu ríkjum sem nota snertiskjái ráð fyrir að prenta atkvæðin út til vara. Demókratar ætla ekki að verða undir í öðrum atkvæðaslag og hafa ráðið sjö þúsund lögmenn til að vera á vaktinni á kjördag. Repúblikanar verða með sinn eigin lögmannaher á kjörstöðunum og þá verða þar einnig mörg þúsund lögmenn á vegum áhugasamtaka um lýðræði. Frekar pappír en tölvur Margir kjósendur eiga erfitt með að treysta tölvum fyrir atkvæði sínu og vilja heldur skila inn pappírseintaki. Vandræði í prófkjörunum í vor hjálpa ekki til að að auka traust manna á rafræna kosningakerfið. Fréttir hafa borist af týndum atkvæðum, tölvubilunum og hlutleysi framleiðenda hefur jafnvel verið dregið í efa. Deilur þegar hafnarPóstkosning er þó ekki vandræðalaus og eru lögfræðingar demókrata þegar farnir að deila við yfirmenn póstsins í Ohio um örlög þúsunda atkvæða sem voru póstlögð án frímerkja. Sumir kjósendur gleyma hreinlega að fara með atkvæðaseðilinn í póst og aðrir gera það of seint. Efasemdir eru um öryggi utankjörstaðaatkvæða hermanna sem geta kosið í gegnum tölvupóst eða með því að senda fax. Áhyggjur af lýðræði Sex hundruð nýjar sjónvarpsauglýsingar voru birtar um helgina í þeirri von að hafa áhrif á síðustu óákveðnu kjósendurna. Þær höfðu engin áhrif á stóran hluta kjósenda ekki frekar en kynlífshneyksli eins af helstu áhrifamönnum evangelísku kirkjunnar í Bandaríkjunum eða dauðadómurinn yfir Saddam Hussein og viðbrögðin við honum. Þeir sem búnir eru að greiða atkvæði létu það heldur ekki hafa áhrif á sig þegar Cheney varaforseti lýsti því yfir í gær að álit þeirra á stríðinu í Írak skipti engu þar sem ekki væri kosið um ráðamenn í Hvíta húsinu. Þetta fyrirkomulag veldur þeim ugg, sem telja lýðræðinu nauðsynlegt að sem flestir eigi kost á sömu upplýsingum þegar gengið er til kosninga. Dugar að sýna rafmagnsreikningAthyglisvert er að geta þess að einungis sjö fylki krefja kjósendur um skilríki með mynd á kjörstað. Sautján fylki krefjast þess að kjósendur sýni skilríki með eða án myndar og dugar í mörgum tilfellum að sýna rafmagnsreikning. Hin fylkin tuttugu og sex krefjast ekki skilríkja. Í Bandaríkjunum þurfa kjósendur hins vegar að skrá sig sérstaklega í fyrsta sinn sem þeir nýta atkvæðisréttinn og þá þarf að sýna skilríki. Þeir sem ekki sýna skilríki fá að kjósa en atkvæði þeirra eru sett til hliðar. Aukaatkvæðin eru eitt af því sem lögfræðingasveitirnar bítast um þegar mjótt er á mununum. Þýðir ekki að kvarta eftir áEf marka má skoðanakannanir skiptir einasta atkvæði víða máli. Í þetta sinn eru báðir flokkar með það á hreinu að ekki þýðir að kvarta eftir á. Ef úrslitin ráðast ekki á fyrsta sólarhringnum má búast við að flokkur klókustu lagarefanna sigri.
Bandarísku þingkosningarnar Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira