Flug lá niðri og skip slitnuðu úr festum í aftakaveðri 6. nóvember 2006 05:45 Meðal þess sem fauk um víðan völl í gær voru trampólín. Lögregla og björgunarsveitarmenn unnu sleitulaust við að aðstoða þá sem urðu fyrir barðinu á óveðrinu í gær. Aftakaveður olli miklu tjóni um allt land í gær. Millilanda- og innanlandsflug lá niðri fram eftir degi og má búast við seinkunum á millilandaflugi í dag. Þrjú skip slitu landfestar, tvö í Hafnarfirði og eitt á Skagaströnd. Rúður brotnuðu í bílum í grjótfoki á Möðrudals-öræfum. Ekki er vitað til þess að nein teljandi slys hafi orðið á fólki. Keflavíkurflugvelli var lokað vegna veðurs í gærmorgun og öllu flugi til landsins beint til Glasgow, en slíkt hefur ekki gerst í fjögur ár. Hundruð farþega biðu í Leifsstöð eftir að flug hæfist á ný, sem gerðist upp úr klukkan þrjú. Innanlandsflug lá niðri í gærdag og hófst ekki á ný fyrr en í gærkvöldi. Nokkuð var um að skip slitnuðu frá í óveðrinu. Um níuleytið í gærmorgun var tilkynnt um tvö skip, togara og stálbát, sem rak frá bryggju í Hafnarfirði og strönduðu á klöpp. Björgunarsveitarmenn og starfsmenn hafnarinnar unnu við að koma þeim aftur upp að bryggju og var því lokið seinnipartinn. Togarinn Margrét SK-20 slitnaði einnig frá bryggju á Skagaströnd en björgunarsveitarmenn náðu að binda skipið við bryggju á ný. Fljúgandi grjót braut rúður í fólksbílum sem voru á ferð á Möðrudalsöræfum snemma í gær. Björgunarsveitarbíll Landsbjargar varð einnig fyrir skemmdum vegna grjótfoks þegar hann kom á staðinn til aðstoðar. Veginum var lokað upp úr hádegi vegna veðurofsans og var ekki opnaður aftur fyrr en í gærkvöld. Lögregla og björgunarsveitarmenn um land allt áttu fullt í fangi með að aðstoða þá sem urðu fyrir barðinu á óveðrinu. Meðal annars losnuðu þakplötur af húsum, hjólhýsi fuku um koll og fiskikör ásamt öðrum lauslegum munum fuku. Að sögn Ólafar Snæhólm Baldursdóttur, upplýsingafulltrúa Slysavarnafélagsins Landsbjargar, höfðu björgunarsveitarmenn sinnt hátt í tvö hundruð útköllum um hádegisbil í gær. Talsmaður lögreglunnar í Reykjavík beinir þeim tilmælum til fólks að ganga betur frá lausum hlutum úti við enda hefði verið vitað af óveðrinu nokkru áður en það skall á. Innlent Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira
Aftakaveður olli miklu tjóni um allt land í gær. Millilanda- og innanlandsflug lá niðri fram eftir degi og má búast við seinkunum á millilandaflugi í dag. Þrjú skip slitu landfestar, tvö í Hafnarfirði og eitt á Skagaströnd. Rúður brotnuðu í bílum í grjótfoki á Möðrudals-öræfum. Ekki er vitað til þess að nein teljandi slys hafi orðið á fólki. Keflavíkurflugvelli var lokað vegna veðurs í gærmorgun og öllu flugi til landsins beint til Glasgow, en slíkt hefur ekki gerst í fjögur ár. Hundruð farþega biðu í Leifsstöð eftir að flug hæfist á ný, sem gerðist upp úr klukkan þrjú. Innanlandsflug lá niðri í gærdag og hófst ekki á ný fyrr en í gærkvöldi. Nokkuð var um að skip slitnuðu frá í óveðrinu. Um níuleytið í gærmorgun var tilkynnt um tvö skip, togara og stálbát, sem rak frá bryggju í Hafnarfirði og strönduðu á klöpp. Björgunarsveitarmenn og starfsmenn hafnarinnar unnu við að koma þeim aftur upp að bryggju og var því lokið seinnipartinn. Togarinn Margrét SK-20 slitnaði einnig frá bryggju á Skagaströnd en björgunarsveitarmenn náðu að binda skipið við bryggju á ný. Fljúgandi grjót braut rúður í fólksbílum sem voru á ferð á Möðrudalsöræfum snemma í gær. Björgunarsveitarbíll Landsbjargar varð einnig fyrir skemmdum vegna grjótfoks þegar hann kom á staðinn til aðstoðar. Veginum var lokað upp úr hádegi vegna veðurofsans og var ekki opnaður aftur fyrr en í gærkvöld. Lögregla og björgunarsveitarmenn um land allt áttu fullt í fangi með að aðstoða þá sem urðu fyrir barðinu á óveðrinu. Meðal annars losnuðu þakplötur af húsum, hjólhýsi fuku um koll og fiskikör ásamt öðrum lauslegum munum fuku. Að sögn Ólafar Snæhólm Baldursdóttur, upplýsingafulltrúa Slysavarnafélagsins Landsbjargar, höfðu björgunarsveitarmenn sinnt hátt í tvö hundruð útköllum um hádegisbil í gær. Talsmaður lögreglunnar í Reykjavík beinir þeim tilmælum til fólks að ganga betur frá lausum hlutum úti við enda hefði verið vitað af óveðrinu nokkru áður en það skall á.
Innlent Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira