Hundrað milljónir á dag í útgjöld 9. september 2004 00:01 Útgjöld ríkisins vegna almannatrygginga eru nú hundrað milljónir á dag og hafa tvöfaldast á síðustu sjö árum. Innan almannatrygginga eru ellilífeyrir, örorkubætur og bætur vegna félagslegrar aðstoðar, þar sem heimilisbætur eru stærsti liðurinn. Öryrkjum hefur fjölgað um helming á tímabilinu og eru nú um 12 þúsund en í hverri viku bætast við tíu nýir öryrkjar. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra segir ástæðu til að hafa áhyggjur af þessari þróun. "Við höfum þegar sett í gang vinnu við að greina orsakirnar fyrir þessari miklu fjölgun öryrkja. Meðal annars hefur því verið haldið fram að atvinnulífið sé harðara en áður og þeir sem séu atvinnulausir fari nú frekar á örorkubætur en atvinnuleysisbætur. Ef það er satt er þróunin ískyggileg," segir Jón. Hann segir að einnig verði matskerfi örorku kannað og hvort ástæða sé til að endurskoða það. Þá segir hann að fjölgun öryrkja vegna geðfötlunar hafi einnig verið nefnd en það verði sömuleiðis athugað. Jón býst við því að fjölgunin haldi áfram. "Fjölgunin var rúm sjö prósent á síðasta ári, sem er mjög mikil. Við höfum þó ekki séð fyrir endann á þessari þróun," segir Jón. Hann viðurkennir að bregðast hefði þurft við vandanum fyrr. "Við höfum verið að vonast til að þetta væri einhver toppur sem leitaði jafnvægis aftur. Það er þó ekki útlit fyrir að svo gerist og þurfum við því að leggjast yfir þetta," segir hann. Baldur Guðlaugsson, ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins, segir að ástæðan fyrir tvöföldun á útgjöldum til almannatrygginga sé ekki aðeins fjölgun bótaþega, heldur einnig hækkun bótafjárhæða. Aðspurður segir hann gert ráð fyrir hóflegri hækkun á útgjöldum til þessa málaflokks í fjárlögum næsta árs. Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira
Útgjöld ríkisins vegna almannatrygginga eru nú hundrað milljónir á dag og hafa tvöfaldast á síðustu sjö árum. Innan almannatrygginga eru ellilífeyrir, örorkubætur og bætur vegna félagslegrar aðstoðar, þar sem heimilisbætur eru stærsti liðurinn. Öryrkjum hefur fjölgað um helming á tímabilinu og eru nú um 12 þúsund en í hverri viku bætast við tíu nýir öryrkjar. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra segir ástæðu til að hafa áhyggjur af þessari þróun. "Við höfum þegar sett í gang vinnu við að greina orsakirnar fyrir þessari miklu fjölgun öryrkja. Meðal annars hefur því verið haldið fram að atvinnulífið sé harðara en áður og þeir sem séu atvinnulausir fari nú frekar á örorkubætur en atvinnuleysisbætur. Ef það er satt er þróunin ískyggileg," segir Jón. Hann segir að einnig verði matskerfi örorku kannað og hvort ástæða sé til að endurskoða það. Þá segir hann að fjölgun öryrkja vegna geðfötlunar hafi einnig verið nefnd en það verði sömuleiðis athugað. Jón býst við því að fjölgunin haldi áfram. "Fjölgunin var rúm sjö prósent á síðasta ári, sem er mjög mikil. Við höfum þó ekki séð fyrir endann á þessari þróun," segir Jón. Hann viðurkennir að bregðast hefði þurft við vandanum fyrr. "Við höfum verið að vonast til að þetta væri einhver toppur sem leitaði jafnvægis aftur. Það er þó ekki útlit fyrir að svo gerist og þurfum við því að leggjast yfir þetta," segir hann. Baldur Guðlaugsson, ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins, segir að ástæðan fyrir tvöföldun á útgjöldum til almannatrygginga sé ekki aðeins fjölgun bótaþega, heldur einnig hækkun bótafjárhæða. Aðspurður segir hann gert ráð fyrir hóflegri hækkun á útgjöldum til þessa málaflokks í fjárlögum næsta árs.
Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira