Hitti naglann á höfuðið 9. september 2004 00:01 Framkvæmdastjóri stærsta fiskvinnslufyrirtækis Bretlands segir Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra hafa hitt naglann á höfuðið í beinskeyttri gagnrýni sinni á sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins. Hann segist vona að gagnrýni Halldórs eigi eftir að berast víða um Evrópusambandið. Ræða Halldórs Ásgrímssonar á sjávarútvegsráðstefnu Íslandsbanka á Akureyri í gær hefur vakið mikla athygli. Halldór skaut föstum skotum að fiskveiðistefnu Evrópusambandsins, sagði hana úrelta og í kreppu. Hann sagði afleiðingar stefnunnar vera ofveiði, offjárfestingar og aukið brottkast. Halldór sagði ennfremur að afstöðu sambandsins gagnvart fiskveiðiþjóðum Norður- Evrópu mætti líkja við nýlendustefnu. Winne Griffiths, forstjóri Young Bluecrest, sem er langstærsta félag í áframvinnslu sjávarafurða í Bretlandi og veltir um 60 milljörðum króna á ári, segist hafa hrifist mjög af hreinskilni Halldórs. „Hann kom sjónarmiðum sínum mjög kröftuglega á framfæri. Sem forstjóri stærsta sjávarafurðafyrirtækis Bretlands tek ég heils hugar undir það sem hann sagði,“ segir Griffiths. Hann segist jafnframt vona að orð Halldórs berist út innan ESB. Halldór sagði í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2 í gær að við núverandi kringumstæður geti Íslendingar ekki sótt um aðild að Evrópusambandinu. Griffiths tekur undir þau sjónarmið Halldórs. „Það væri mjög erfitt fyri Íslendinga að sækja um ef ESB ætlaði að stjórna jafn mikilvægum þáttum og íslenskum sjávarútvegi.“ Halldór sagði í gær að Evrópusambandið yrði að koma til móts við fiskveiðiþjóðir Norður- Evrópu svo þær sjái sér hag í að sækja um aðild að sambandinu. Andrés Pétursson, formaður Evrópusamtakanna, er efins um samningsstöðu Íslands gagnvart Evrópusambandinu. Hann segir að ef við viljum albönsku leiðina, að útiloka okkur í Norður-Atlantshafi, þá muni ESB bara segja: Verði ykkur að góðu. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Fleiri fréttir Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Sjá meira
Framkvæmdastjóri stærsta fiskvinnslufyrirtækis Bretlands segir Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra hafa hitt naglann á höfuðið í beinskeyttri gagnrýni sinni á sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins. Hann segist vona að gagnrýni Halldórs eigi eftir að berast víða um Evrópusambandið. Ræða Halldórs Ásgrímssonar á sjávarútvegsráðstefnu Íslandsbanka á Akureyri í gær hefur vakið mikla athygli. Halldór skaut föstum skotum að fiskveiðistefnu Evrópusambandsins, sagði hana úrelta og í kreppu. Hann sagði afleiðingar stefnunnar vera ofveiði, offjárfestingar og aukið brottkast. Halldór sagði ennfremur að afstöðu sambandsins gagnvart fiskveiðiþjóðum Norður- Evrópu mætti líkja við nýlendustefnu. Winne Griffiths, forstjóri Young Bluecrest, sem er langstærsta félag í áframvinnslu sjávarafurða í Bretlandi og veltir um 60 milljörðum króna á ári, segist hafa hrifist mjög af hreinskilni Halldórs. „Hann kom sjónarmiðum sínum mjög kröftuglega á framfæri. Sem forstjóri stærsta sjávarafurðafyrirtækis Bretlands tek ég heils hugar undir það sem hann sagði,“ segir Griffiths. Hann segist jafnframt vona að orð Halldórs berist út innan ESB. Halldór sagði í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2 í gær að við núverandi kringumstæður geti Íslendingar ekki sótt um aðild að Evrópusambandinu. Griffiths tekur undir þau sjónarmið Halldórs. „Það væri mjög erfitt fyri Íslendinga að sækja um ef ESB ætlaði að stjórna jafn mikilvægum þáttum og íslenskum sjávarútvegi.“ Halldór sagði í gær að Evrópusambandið yrði að koma til móts við fiskveiðiþjóðir Norður- Evrópu svo þær sjái sér hag í að sækja um aðild að sambandinu. Andrés Pétursson, formaður Evrópusamtakanna, er efins um samningsstöðu Íslands gagnvart Evrópusambandinu. Hann segir að ef við viljum albönsku leiðina, að útiloka okkur í Norður-Atlantshafi, þá muni ESB bara segja: Verði ykkur að góðu.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Fleiri fréttir Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Sjá meira