Biblían færð á nútímamál 9. september 2004 00:01 Ný útgáfa Biblíunnar kemur út í september árið 2006 en unnið hefur verið að þýðingu verksins í á annan áratug. Hið íslenska Biblíufélag hefur haft biblíuútgáfur með höndum frá stofnun þess fyrir næstum 200 árum en félagið hefur nú samið við JPV útgáfu um útgáfu og dreifingu bókar bókanna, eins og Biblían er oft nefnd. Jóhann Páll Valdimarsson, útgáfustjóri JPV, hafði lengi látið sig dreyma um að gefa út Biblíuna en aldrei hvarflaði að honum að sá draumur myndi rætast. "Þetta er mesta áskorun sem ég hef nokkurn tíma tekist á við á 30 ára útgáfuferli," sagði Jóhann Páll við undirritun samninga við Biblíufélagið í gær. Karl Sigurbjörnsson biskup telur fulla þörf á nýrri þýðingu Biblíunnar. "Tungan tekur breytingum, orðtök og orðfæri breytast með árunum og einnig eru framfarir í biblíuvísindum." Hann segir þýðinguna gríðarlega vandasamt verk, gæta þurfi að frumtexta og frummerkingu um leið og notast sé við skiljanlegt mál fyrir nútíma lesendur. Biskup býst ekki við að þekktar tilvitnanir úr Biblíunni hverfi með nýju þýðingunni en segir þó að vel geti verið að einhverjir muni sakna orðalags sem þeir eru vanir. Sjálfur óttast hann ekki slíkt. "Ef eitthvað hverfur og annað betra kemur í staðinn þá er það gott. Ég hef ekki rekið mig á neitt alvarlegt og það er ekkert sem varnar mér svefns." Ekki liggur fyrir hvað þýðingarvinnan kostar en verkið hefur staðið lengi yfir. "Ég get ekki sagt til um hvað þetta kostar en ef allt er reiknað til núvirðis eru það gríðarlegir fjármunir. En þetta er gert á löngum tíma og af mikilli hagkvæmni," segir Karl biskup. Menningarsögulegt stórslys Gunnar Þorsteinsson, forstöðumaður Krossins, er ekki jafn viss um ágæti nýju þýðingarinnar og biskupinn. Þvert á móti. "Þetta er menningarsögulegt stórslys," segir hann. "Sú þýðing Biblíunnar sem var gerð skömmu eftir aldamótin 1900 er samofin íslenskri tungu og margt úr þeirri bók er hluti af daglegu máli okkar." Köflum úr nýju þýðingunni hefur verið dreift til kynningar og hefur Gunnar litið á þá kafla. Honum mislíkar margt og nefnir dæmi. "Á einum stað í Biblíunni stendur: Guð segir við Elía, rís upp og et. Í nýju útgáfunni eru þessi orð hins vegar: Stattu upp og fáðu þér að borða. Þetta nær ekki nokkurri átt. Þurfum við þá ekki líka að skrifa Þórberg Þórðarson upp á nýtt og endurskoða Laxness?" spyr hann. Gunnar segist þó hafa fregnað að tekist hafi að forða einhverjum breytingum, t.d. í 23. Davíðssálmi þar sem segir: Drottinn er minn hirðir. Þar hafi staðið til að hafa: Drottinn heldur mér til haga. "Það tókst sem betur fer að bjarga þessu." Gunnar gefur lítið fyrir að mikilvægt sé að laga Biblíuna að nútímaorðfæri. "Ég held að málskilningur almennings sé það glöggur að menn skilji nánast fyllilega þá þýðingu sem við höfum í höndunum," segir hann en bætir við að eitt og annað megi færa til betri vegar og nauðsynlegt sé að skýra orð á borð við endurlausn og erfðasynd. Það megi hins vegar gera með skýringum. "Við getum ekki þynnt þessi orð út með nýrri þýðingu," segir Gunnar og spyr hvort kristninni sé einhver greiði gerður með þessum gjörningi. Kappsmál að selja sem mest Íslensk Biblía kom síðast út árið 1981 og var bráðabirgðaútgáfa enda þá þegar áformað að þýða hana á ný frá grunni. Stefnt var að útgáfu nýju Biblíunnar árið 2000, á þúsund ára afmæli kristnitökunnar, en af því varð ekki. Var þá horft til ársins 2006. Fjölmargir hafa komið að þýðingunni en Sigurður Örn Steingrímsson verið aðalþýðandi. Guðrún Kvaran veitir þýðingarnefnd forstöðu. Sem fyrr sagði verður útgáfa og dreifing nýju Biblíunnar í höndum JPV útgáfu. Jóhann Páll er vaskur til verka og ekki ólíklegt að Biblían veki mikla athygli og seljist vel undir hans merkjum. "Auðvitað verður Biblían markaðssett með einhverjum hætti," segir hann en hefur þó ekki ákveðið hvernig. "Ég mun hins vegar gæta mjög vel að sérstöðu Biblíunnar, þetta er viðkvæmt verk enda höfuðrit kristinna manna." Jóhann Páll viðurkennir fúslega að sér sé kappsmál að selja Biblíuna í sem flestum eintökum, "enda væri ég að bregðast sem útgefandi ef ég gerði ekki það sem í mínu valdi stendur til að útbreiða orðið." Fréttir Innlent Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni Sjá meira
Ný útgáfa Biblíunnar kemur út í september árið 2006 en unnið hefur verið að þýðingu verksins í á annan áratug. Hið íslenska Biblíufélag hefur haft biblíuútgáfur með höndum frá stofnun þess fyrir næstum 200 árum en félagið hefur nú samið við JPV útgáfu um útgáfu og dreifingu bókar bókanna, eins og Biblían er oft nefnd. Jóhann Páll Valdimarsson, útgáfustjóri JPV, hafði lengi látið sig dreyma um að gefa út Biblíuna en aldrei hvarflaði að honum að sá draumur myndi rætast. "Þetta er mesta áskorun sem ég hef nokkurn tíma tekist á við á 30 ára útgáfuferli," sagði Jóhann Páll við undirritun samninga við Biblíufélagið í gær. Karl Sigurbjörnsson biskup telur fulla þörf á nýrri þýðingu Biblíunnar. "Tungan tekur breytingum, orðtök og orðfæri breytast með árunum og einnig eru framfarir í biblíuvísindum." Hann segir þýðinguna gríðarlega vandasamt verk, gæta þurfi að frumtexta og frummerkingu um leið og notast sé við skiljanlegt mál fyrir nútíma lesendur. Biskup býst ekki við að þekktar tilvitnanir úr Biblíunni hverfi með nýju þýðingunni en segir þó að vel geti verið að einhverjir muni sakna orðalags sem þeir eru vanir. Sjálfur óttast hann ekki slíkt. "Ef eitthvað hverfur og annað betra kemur í staðinn þá er það gott. Ég hef ekki rekið mig á neitt alvarlegt og það er ekkert sem varnar mér svefns." Ekki liggur fyrir hvað þýðingarvinnan kostar en verkið hefur staðið lengi yfir. "Ég get ekki sagt til um hvað þetta kostar en ef allt er reiknað til núvirðis eru það gríðarlegir fjármunir. En þetta er gert á löngum tíma og af mikilli hagkvæmni," segir Karl biskup. Menningarsögulegt stórslys Gunnar Þorsteinsson, forstöðumaður Krossins, er ekki jafn viss um ágæti nýju þýðingarinnar og biskupinn. Þvert á móti. "Þetta er menningarsögulegt stórslys," segir hann. "Sú þýðing Biblíunnar sem var gerð skömmu eftir aldamótin 1900 er samofin íslenskri tungu og margt úr þeirri bók er hluti af daglegu máli okkar." Köflum úr nýju þýðingunni hefur verið dreift til kynningar og hefur Gunnar litið á þá kafla. Honum mislíkar margt og nefnir dæmi. "Á einum stað í Biblíunni stendur: Guð segir við Elía, rís upp og et. Í nýju útgáfunni eru þessi orð hins vegar: Stattu upp og fáðu þér að borða. Þetta nær ekki nokkurri átt. Þurfum við þá ekki líka að skrifa Þórberg Þórðarson upp á nýtt og endurskoða Laxness?" spyr hann. Gunnar segist þó hafa fregnað að tekist hafi að forða einhverjum breytingum, t.d. í 23. Davíðssálmi þar sem segir: Drottinn er minn hirðir. Þar hafi staðið til að hafa: Drottinn heldur mér til haga. "Það tókst sem betur fer að bjarga þessu." Gunnar gefur lítið fyrir að mikilvægt sé að laga Biblíuna að nútímaorðfæri. "Ég held að málskilningur almennings sé það glöggur að menn skilji nánast fyllilega þá þýðingu sem við höfum í höndunum," segir hann en bætir við að eitt og annað megi færa til betri vegar og nauðsynlegt sé að skýra orð á borð við endurlausn og erfðasynd. Það megi hins vegar gera með skýringum. "Við getum ekki þynnt þessi orð út með nýrri þýðingu," segir Gunnar og spyr hvort kristninni sé einhver greiði gerður með þessum gjörningi. Kappsmál að selja sem mest Íslensk Biblía kom síðast út árið 1981 og var bráðabirgðaútgáfa enda þá þegar áformað að þýða hana á ný frá grunni. Stefnt var að útgáfu nýju Biblíunnar árið 2000, á þúsund ára afmæli kristnitökunnar, en af því varð ekki. Var þá horft til ársins 2006. Fjölmargir hafa komið að þýðingunni en Sigurður Örn Steingrímsson verið aðalþýðandi. Guðrún Kvaran veitir þýðingarnefnd forstöðu. Sem fyrr sagði verður útgáfa og dreifing nýju Biblíunnar í höndum JPV útgáfu. Jóhann Páll er vaskur til verka og ekki ólíklegt að Biblían veki mikla athygli og seljist vel undir hans merkjum. "Auðvitað verður Biblían markaðssett með einhverjum hætti," segir hann en hefur þó ekki ákveðið hvernig. "Ég mun hins vegar gæta mjög vel að sérstöðu Biblíunnar, þetta er viðkvæmt verk enda höfuðrit kristinna manna." Jóhann Páll viðurkennir fúslega að sér sé kappsmál að selja Biblíuna í sem flestum eintökum, "enda væri ég að bregðast sem útgefandi ef ég gerði ekki það sem í mínu valdi stendur til að útbreiða orðið."
Fréttir Innlent Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni Sjá meira