Lífið

Þingmaður hjálpar til á Landakoti

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ólafur Þór Gunnarsson virðist kunna vel við sig í sloppnum þótt að pólitíkin hafi átt hug hans allan undanfarin ár.
Ólafur Þór Gunnarsson virðist kunna vel við sig í sloppnum þótt að pólitíkin hafi átt hug hans allan undanfarin ár.

Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna, er einn af rúmlega eitt þúsund sem hafa skráð sig í bakvarðarsveit heilbrigðiskerfisins vegna kórónuveirunnar.

Ólafur Þór, sem er lyf- og öldrunarlæknir, birti mynd af sér í gær á Facebook á öldunardeildinni á Landakoti þar sem hann var komin í sloppinn á nýjan leik.

„Sloppinn í sloppinn,“ sagði Ólafur Þór og vísaði í skáldið Þórarinn Eldjárn.

Ólafur Þór lauk sérfræðiprófi í lyflækningum árið 1996 og öldunarlækningum 1998 en hann nam í Connecticut í Bandaríkjunum. Hann starfaði um tíma á Vestfjörðum sem sérfræðingur og héraðslæknir en sem sérfræðingur við Landspítalann frá árinu 2000 áður en hann sneri sér að pólitíkinni 2006.

Álag hefur verið á Landakoti undanfarnar vikur eftir að Covid-19 smit greindist hjá sjúklingum á tíræðisaldri. Um tíma var lokað fyrir innlagnir en forstjóri Landspítalans tilkynnti á blaðamannafundi á þriðjudag að búið væri að opna fyrir innlagnir á nýjan leik.

Þá standa starfsmenn á Landakoti fyrir söfnun fyrir spjaldtölvum fyrir sjúklingana og gekk söfnun vonum framar síðast þegar fréttist

„Núna þegar ekki eru reglubundnir þingfundir þá get ég skotist hingað upp á Landkot og sinnt afmörkuðum verkefnum þar. Það er voða gaman og gott að geta hjálpað til,“ sagði Ólafur Þór í samtali við Stundina í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×