„Snýst ekki um sálarlíf eða líðan Vigdísar Hauksdóttur“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 30. nóvember 2015 10:50 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Mynd/Landspítalinn Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segist hafa mætt mikilli ókurteisi af hálfu forystu fjárlaganefndar Alþingis. Hann segir mikilvægt að þessi mál séu rædd á faglegum grundvelli – ekki persónulegum. „Þetta mál snýst ekki um ánægju. Þetta er ekki mál á þeim persónulega level. Þetta snýst ekki um sálarlíf eða líðan Vigdísar Hauksdóttur, eða mína eða nokkurs annars. Þetta snýst um miklu stærri hlut, sem er hagur þjóðarsjúkrahússins sem þjóðin skýrt segir að hún vilji fá í forgang,“ sagði Páll í Bítinu í morgun.Páll sagðist í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sleginn yfir þeirri framkomu sem hann hafi mætt - Fjárlanaganefnd Alþingis nánast saki stjórnendur spítalans um stöðugt væl. Vigdís Hauksdóttir, formaður nefndarinnar, líkti orðum hans við andlegt ofbeldi. Í Bítinu var hann spurður út í þessa framkomu. Hann sagðist þó ekki sjá ástæðu til að fara ítarlea út í þau mál. „Þetta er framkoma sem ég myndi ekki vilja sína. Ég vil taka þetta upp af þessu persónulega leveli, því þetta snýst um prinsipp. Þessi umræða á að snúast um þarfir. Við komum fram með gögn og tölur og þá vil ég bara fá eitthvað á móti ef fólk þykist hafa það sem þarf til að afsanna þá fullyrðingu okkar, sem er rétt, að það vanti enn töluvert upp á.“Var þetta ókurteisi? „Já, ég hugsa að amma mín hefði kallað það það,“ svaraði Páll. Hann sagði að mikilvægt væri að hugsa til framtíðar. Ekki sé hægt að bæta stöðu Landspítalans til fulls á einu eða tveimur árum. Óásættanlegt sé að stjórnendur spítalans þurfi nánast að betla svo þeim verði kleift að reka grunnheilbrigðisþjónustu. Aðspurður hvað verði, fái spítalinn ekki það fjármagn sem hann þurfi á að halda, segir Páll að þá þurfi ákveðin verkefni að mæta afgangi. „Þá náttúrulega verður viðhald að bíða, það er bara þannig,“ sagði hann. Raunveruleikinn sé hins vegar sá að starsfólk hrekist á milli húsa sökum raka og myglu. Páll kallar að lokum eftir raunhæfum fjárlögum. „Fólk á Landspítalanum veit hvað þarf til og það eru vonbrigði ef því er mætt með tortryggni, því allur alþjóðlegur samanburður styður okkar málflutning“Hlusta á má viðtalið við Pál í spilaranum hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Segir Vigdísi beita „skítatrikkum“ á nefndarfundum „Það er algert hneyksli að þessi kona hafi fengið að vera formaður í valdamestu þingnefnd landsins jafn lengi og raun ber vitni,“ segir Davíð Stefánsson, fyrrverandi varaþingmaður Vinstri grænna. 29. nóvember 2015 23:42 Forstjóri Landsspítalans segir meirihluta fjárlaganefndar saka stjórnendur spítalans um stöðugt væl Formaður fjárlaganefndar segir mikið þrýst á nefndina við gerð fjárlaga en hún láti ekki undan andlegu ofbeldi. Óréttlát ásökun um stöðugt væl segir forstjóri Landsspítalans. 29. nóvember 2015 19:18 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Sjá meira
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segist hafa mætt mikilli ókurteisi af hálfu forystu fjárlaganefndar Alþingis. Hann segir mikilvægt að þessi mál séu rædd á faglegum grundvelli – ekki persónulegum. „Þetta mál snýst ekki um ánægju. Þetta er ekki mál á þeim persónulega level. Þetta snýst ekki um sálarlíf eða líðan Vigdísar Hauksdóttur, eða mína eða nokkurs annars. Þetta snýst um miklu stærri hlut, sem er hagur þjóðarsjúkrahússins sem þjóðin skýrt segir að hún vilji fá í forgang,“ sagði Páll í Bítinu í morgun.Páll sagðist í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sleginn yfir þeirri framkomu sem hann hafi mætt - Fjárlanaganefnd Alþingis nánast saki stjórnendur spítalans um stöðugt væl. Vigdís Hauksdóttir, formaður nefndarinnar, líkti orðum hans við andlegt ofbeldi. Í Bítinu var hann spurður út í þessa framkomu. Hann sagðist þó ekki sjá ástæðu til að fara ítarlea út í þau mál. „Þetta er framkoma sem ég myndi ekki vilja sína. Ég vil taka þetta upp af þessu persónulega leveli, því þetta snýst um prinsipp. Þessi umræða á að snúast um þarfir. Við komum fram með gögn og tölur og þá vil ég bara fá eitthvað á móti ef fólk þykist hafa það sem þarf til að afsanna þá fullyrðingu okkar, sem er rétt, að það vanti enn töluvert upp á.“Var þetta ókurteisi? „Já, ég hugsa að amma mín hefði kallað það það,“ svaraði Páll. Hann sagði að mikilvægt væri að hugsa til framtíðar. Ekki sé hægt að bæta stöðu Landspítalans til fulls á einu eða tveimur árum. Óásættanlegt sé að stjórnendur spítalans þurfi nánast að betla svo þeim verði kleift að reka grunnheilbrigðisþjónustu. Aðspurður hvað verði, fái spítalinn ekki það fjármagn sem hann þurfi á að halda, segir Páll að þá þurfi ákveðin verkefni að mæta afgangi. „Þá náttúrulega verður viðhald að bíða, það er bara þannig,“ sagði hann. Raunveruleikinn sé hins vegar sá að starsfólk hrekist á milli húsa sökum raka og myglu. Páll kallar að lokum eftir raunhæfum fjárlögum. „Fólk á Landspítalanum veit hvað þarf til og það eru vonbrigði ef því er mætt með tortryggni, því allur alþjóðlegur samanburður styður okkar málflutning“Hlusta á má viðtalið við Pál í spilaranum hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Segir Vigdísi beita „skítatrikkum“ á nefndarfundum „Það er algert hneyksli að þessi kona hafi fengið að vera formaður í valdamestu þingnefnd landsins jafn lengi og raun ber vitni,“ segir Davíð Stefánsson, fyrrverandi varaþingmaður Vinstri grænna. 29. nóvember 2015 23:42 Forstjóri Landsspítalans segir meirihluta fjárlaganefndar saka stjórnendur spítalans um stöðugt væl Formaður fjárlaganefndar segir mikið þrýst á nefndina við gerð fjárlaga en hún láti ekki undan andlegu ofbeldi. Óréttlát ásökun um stöðugt væl segir forstjóri Landsspítalans. 29. nóvember 2015 19:18 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Sjá meira
Segir Vigdísi beita „skítatrikkum“ á nefndarfundum „Það er algert hneyksli að þessi kona hafi fengið að vera formaður í valdamestu þingnefnd landsins jafn lengi og raun ber vitni,“ segir Davíð Stefánsson, fyrrverandi varaþingmaður Vinstri grænna. 29. nóvember 2015 23:42
Forstjóri Landsspítalans segir meirihluta fjárlaganefndar saka stjórnendur spítalans um stöðugt væl Formaður fjárlaganefndar segir mikið þrýst á nefndina við gerð fjárlaga en hún láti ekki undan andlegu ofbeldi. Óréttlát ásökun um stöðugt væl segir forstjóri Landsspítalans. 29. nóvember 2015 19:18