Segja framkomu Vigdísar í garð Páls setja blett á Alþingi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. nóvember 2015 15:45 Páll Matthíasson og Vigdís Hauksdóttir vísir Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu Vigdísi Hauksdóttur, þingmann Framsóknarflokksins og formann fjárlaganefndar, við upphaf þingfundar í dag vegna orða hennar um það að meirihluti fjárlaganefndar sé beittur andlegu ofbeldi, meðal annars af Páli Matthíassyni, forstjóra Landspítalans. Páll sagðist í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sleginn yfir þeirri framkomu sem hann hafi mætt - fjárlanaganefnd Alþingis nánast saki stjórnendur spítalans um stöðugt væl. Vigdís líkti orðum Páls við andlegt ofbeldi. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði að forstjóri Landspítalans ætti ekki að þurfa að sæta því að formaður fjárlaganefndar fari út með opinberar yfirlýsingar um andlegt ofbeldi.Vilja að forseti beiti sér í málinu „Framganga formanns fjárlaganefndar gagnvart forstjóra Landspítalans er með öllu óþolandi. Þetta er ekki hægt, virðulegur forseti,“ sagði Helgi. Hann sagði það grundvallaratriði að hægt væri að ræða málin á nefndarfundum á málefnalegan hátt þótt skoðanir væru skiptar. „En að sú umræða sé dregin niður á þetta plan, og ég vil leyfa mér að segja persónulega skítkast, það setur blett á þingið allt og störf þess.“ Undir orð hans tók Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. Hún biðlaði til forseta þingsins um að taka á málinu með viðeigandi hætti því virðing Alþingis væri í húfi. Þingið setti niður svo eftir væri tekið með ummælum Vigdísar. Þá kom Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, einnig í pontu og kallaði eftir því að forseti þingsins tæki á málinu. „Mér finnst það mjög alvarlegt þegar formaður fjárlaganefndar tjáir sig á þennan hátt. [...] Hún tjáir sig um að þetta hafi verið andlegt ofbeldi og mér finnst það svo alvarlegt að ég á eiginlega ekki til orð,“ sagði Birgitta.„Mjög hættulegt að verðfella hugtak eins og ofbeldi“ Óttar Proppé, þingmaður Bjartrar framtíðar, sagði það margítrekað hafa komið fram að þjóðin vilji átak og sátt í heilbrigðismálum hér á landi. Þá hefðu jafnframt komið fram þverpólitískar yfirlýsingar á Alþingi í þá veru og því væri mikilvægt að samtalið milli þingsins og heilbrigðiskerfisins væri uppbyggilegt og á réttum nótum. „Ég vil taka undir með öðrum þingmönnum að það er mjög hættulegt að verðfella hugtak eins og ofbeldi eða andlegt ofbeldi vegna þess að nóg er nú af því í samfélaginu, og ef að við alþingismenn, sem höfum verið kjörin af samfélaginu, þolum ekki okkar atlæti, þá held ég að það sé ekki mikil eftirspurn eftir þeirri skoðun.“ Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, tók undir orð annarra þingmanna í stjórnarandstöðunni. Hún sagði Vigdísi Hauksdóttur ekki aðeins draga embættið sem hún gegnir niður í svaðið heldur þingið allt. „Við öll erum sett niður við svona háttalag. Það er ekki verið að fara til fjárlaganefndar til að gera grein fyrir erfiðri stöðu Landspítalans út af engu. Það er auðvitað bara grafalvarleg staða sem menn geta ekki leyft sér að vera svo með í framhaldinu svona skæting eins og háttvirtur formaður fjárlaganefndar hefur gert.“ Tengdar fréttir Segir Vigdísi beita „skítatrikkum“ á nefndarfundum „Það er algert hneyksli að þessi kona hafi fengið að vera formaður í valdamestu þingnefnd landsins jafn lengi og raun ber vitni,“ segir Davíð Stefánsson, fyrrverandi varaþingmaður Vinstri grænna. 29. nóvember 2015 23:42 „Snýst ekki um sálarlíf eða líðan Vigdísar Hauksdóttur“ Páll Matthíasson ræðir framkomu fjárlaganefndar. 30. nóvember 2015 10:50 Forstjóri Landsspítalans segir meirihluta fjárlaganefndar saka stjórnendur spítalans um stöðugt væl Formaður fjárlaganefndar segir mikið þrýst á nefndina við gerð fjárlaga en hún láti ekki undan andlegu ofbeldi. Óréttlát ásökun um stöðugt væl segir forstjóri Landsspítalans. 29. nóvember 2015 19:18 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu Vigdísi Hauksdóttur, þingmann Framsóknarflokksins og formann fjárlaganefndar, við upphaf þingfundar í dag vegna orða hennar um það að meirihluti fjárlaganefndar sé beittur andlegu ofbeldi, meðal annars af Páli Matthíassyni, forstjóra Landspítalans. Páll sagðist í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sleginn yfir þeirri framkomu sem hann hafi mætt - fjárlanaganefnd Alþingis nánast saki stjórnendur spítalans um stöðugt væl. Vigdís líkti orðum Páls við andlegt ofbeldi. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði að forstjóri Landspítalans ætti ekki að þurfa að sæta því að formaður fjárlaganefndar fari út með opinberar yfirlýsingar um andlegt ofbeldi.Vilja að forseti beiti sér í málinu „Framganga formanns fjárlaganefndar gagnvart forstjóra Landspítalans er með öllu óþolandi. Þetta er ekki hægt, virðulegur forseti,“ sagði Helgi. Hann sagði það grundvallaratriði að hægt væri að ræða málin á nefndarfundum á málefnalegan hátt þótt skoðanir væru skiptar. „En að sú umræða sé dregin niður á þetta plan, og ég vil leyfa mér að segja persónulega skítkast, það setur blett á þingið allt og störf þess.“ Undir orð hans tók Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. Hún biðlaði til forseta þingsins um að taka á málinu með viðeigandi hætti því virðing Alþingis væri í húfi. Þingið setti niður svo eftir væri tekið með ummælum Vigdísar. Þá kom Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, einnig í pontu og kallaði eftir því að forseti þingsins tæki á málinu. „Mér finnst það mjög alvarlegt þegar formaður fjárlaganefndar tjáir sig á þennan hátt. [...] Hún tjáir sig um að þetta hafi verið andlegt ofbeldi og mér finnst það svo alvarlegt að ég á eiginlega ekki til orð,“ sagði Birgitta.„Mjög hættulegt að verðfella hugtak eins og ofbeldi“ Óttar Proppé, þingmaður Bjartrar framtíðar, sagði það margítrekað hafa komið fram að þjóðin vilji átak og sátt í heilbrigðismálum hér á landi. Þá hefðu jafnframt komið fram þverpólitískar yfirlýsingar á Alþingi í þá veru og því væri mikilvægt að samtalið milli þingsins og heilbrigðiskerfisins væri uppbyggilegt og á réttum nótum. „Ég vil taka undir með öðrum þingmönnum að það er mjög hættulegt að verðfella hugtak eins og ofbeldi eða andlegt ofbeldi vegna þess að nóg er nú af því í samfélaginu, og ef að við alþingismenn, sem höfum verið kjörin af samfélaginu, þolum ekki okkar atlæti, þá held ég að það sé ekki mikil eftirspurn eftir þeirri skoðun.“ Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, tók undir orð annarra þingmanna í stjórnarandstöðunni. Hún sagði Vigdísi Hauksdóttur ekki aðeins draga embættið sem hún gegnir niður í svaðið heldur þingið allt. „Við öll erum sett niður við svona háttalag. Það er ekki verið að fara til fjárlaganefndar til að gera grein fyrir erfiðri stöðu Landspítalans út af engu. Það er auðvitað bara grafalvarleg staða sem menn geta ekki leyft sér að vera svo með í framhaldinu svona skæting eins og háttvirtur formaður fjárlaganefndar hefur gert.“
Tengdar fréttir Segir Vigdísi beita „skítatrikkum“ á nefndarfundum „Það er algert hneyksli að þessi kona hafi fengið að vera formaður í valdamestu þingnefnd landsins jafn lengi og raun ber vitni,“ segir Davíð Stefánsson, fyrrverandi varaþingmaður Vinstri grænna. 29. nóvember 2015 23:42 „Snýst ekki um sálarlíf eða líðan Vigdísar Hauksdóttur“ Páll Matthíasson ræðir framkomu fjárlaganefndar. 30. nóvember 2015 10:50 Forstjóri Landsspítalans segir meirihluta fjárlaganefndar saka stjórnendur spítalans um stöðugt væl Formaður fjárlaganefndar segir mikið þrýst á nefndina við gerð fjárlaga en hún láti ekki undan andlegu ofbeldi. Óréttlát ásökun um stöðugt væl segir forstjóri Landsspítalans. 29. nóvember 2015 19:18 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Sjá meira
Segir Vigdísi beita „skítatrikkum“ á nefndarfundum „Það er algert hneyksli að þessi kona hafi fengið að vera formaður í valdamestu þingnefnd landsins jafn lengi og raun ber vitni,“ segir Davíð Stefánsson, fyrrverandi varaþingmaður Vinstri grænna. 29. nóvember 2015 23:42
„Snýst ekki um sálarlíf eða líðan Vigdísar Hauksdóttur“ Páll Matthíasson ræðir framkomu fjárlaganefndar. 30. nóvember 2015 10:50
Forstjóri Landsspítalans segir meirihluta fjárlaganefndar saka stjórnendur spítalans um stöðugt væl Formaður fjárlaganefndar segir mikið þrýst á nefndina við gerð fjárlaga en hún láti ekki undan andlegu ofbeldi. Óréttlát ásökun um stöðugt væl segir forstjóri Landsspítalans. 29. nóvember 2015 19:18