Nýtt jökulsker skýtur upp kollinum á Breiðamerkurjökli Kjartan Kjartansson skrifar 30. apríl 2020 09:00 Jökulsker sem er komið undan ís við Mávabyggðarrönd á Breiðamerkurjökli. Myndin var tekin þriðjudaginn 28. apríl 2020. Náttúrustofa Suðausturlands/Snævarr Guðmundsson Um kílómetra langur kambur utan í Mávabyggðarrönd er nýjasta jökulskerið í Breiðamerkurjökli. Skerið hefur smám saman verið að birtast undanfarin þrjú til fjögur ár en það mun að öllum líkindum enda á að kljúfa jökulinn í tvo strauma á þessari öld. Nokkur svonefnd jökulsker hafa birst á Breiðamerkurjökli síðustu öldina. Kárasker er talið hafa komið fram upp úr ísnum á milli 1930 og 1940 en síðar skutu Bræðrasker, Systrasker og Maríusker upp kollinum. Ástæðan er sú að Breiðamerkujökull er að minnka, rýrna og þynnast eins og aðrir íslenskir jöklar vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Aron Franklín Jónsson, annar eiganda jöklaleiðsögufyrirtækisins Local Guide í Freysnesi, var á leið upp í Esjufjöll á sunnudag þegar hann varð var við klettanibbu vestanmegin við Mávabyggðarrönd sem hann hafði ekki tekið eftir áður á ferðum sínum þar. Þar sem Aron vinnur meðal annars við það að finna íshella hugsaði hann sér gott til glóðarinnar að einn slíkur gæti myndast við hliðina á klettinum. Hann kom dróna á loft og kom þá í ljós að nibban var í raun risastór klettur. Vestan við hann var svo uppistöðulón sem Aron áætlar að séu um 400 metra langt. Hugboð hans um að íshelli væri að finna þar sem vatn rennur meðfram klettinum reyndist á rökum reist. Með Aroni í för var félagi hans Hlynur Axelsson. Þeir hafa báðir farið með börnin sín upp á jökulinn undanfarin ár og ákváðu þeir að nefna jökulskerið Krakkakamb. „Þetta er mjög stórt. Þegar þú ert búinn að standa á þessu þá geturðu auðveldlega séð þetta frá þjóðveginum frá vissum sjónarhornum,“ segir Aron og nefnir til dæmis afleggjarann að Fjallsárlóni. Loftmynd af jökulskerinu og lóni vestan við það á Breiðamerkurjökli sem Aron Franklín og Hlynur tóku á sunnudag.Aron Franklín Jónsson Hefur verið illsjáanlegt í röndinni Snævarr Guðmundsson, náttúrulandfræðingur hjá Náttúrustofu Suðausturlands sem hefur fylgst með Breiðamerkurjökli um árabil, segir að merkja hafi mátt jökulskerið á loftmyndum frá árinu 2016. Það hafi þó verið illsjáanlegt vegna þess að það er utan í urðarrananum í jöklinum sem nefnist Mávabyggðarrönd og fellur inn í hana. Röndin er bergurð ofan á ísnum sem jökullinn rífur með sér úr klettum. „Það sem hefur gerst núna er þegar jökullinn rýrnar frekar hækkar kamburinn og þá fer að sjást í klöppina og þá verður þetta auðvitað miklu skýrara að þarna sé um land að ræða en ekki urðarrana í jöklinum,“ segir Snævarr. Nýja jökulskerið er kambslaga samhliða Mávabyggðarrönd vestan við hana og um þrjá til fjóra kílómetra frá jaðri jökulsins. Það er nú um 1,1 kílómetri að lengd og um 150 metrar á breidd, að sögn Snævarr sem fór og skoðaði hana á þriðjudag. Aron og Hlynur áætluðu að kamburinn væri um 60 metrar á hæð. Líklegt er að kamburinn hafi síðast litið dagsins ljós fyrir nokkrum öldum, mögulega á 17. eða 18. öld, að mati Snævars. Lónið við skerið er um hektari að flatarmáli. Snævarr segir ekki hægt að segja hversu lengi það verði til staðar. Það eigi mögulega eftir að tæma sig. Aron Franklín Jónsson (t.v.) og Hlynur Axelsson (t.h.) á Breiðamerkurjökli sunnudaginn 26. apríl 2020.Aron Franklín Jónsson Mun skipta jöklinum upp í tvær tungur Breiðamerkurjökull hopar nú um 70-80 metra að meðaltali á ári og enn meira við Jökulsárlón. Því hefur verið spáð að með tímanum muni fjallsranar skipta honum upp í aðskildar tungur. Nýja jökulskerið mun þannig að líkindum skilja að tvo jökulstrauma einn daginn. „Kannski má segja að kambur eins og þessi sem er svona neðarlega í jöklinum eigi kannski fyrr eftir að aðskilja jökulinn í tungur,“ segir Snævarr. Hversu langt er í að það gerist er erfitt að segja. Miðað við hophraðann undanfarin tíu ár eru að minnsta kosti einhverjir áratugir og jafnvel hundrað ár í það, að mati Snævars. Sjálfur spáir hann því að skerið gæti skipt jöklinum upp eftir um fimmtíu ár. „En þegar maður spáir einhverju þá stenst það aldrei þannig að það er ekki gott að segja frá því,“ segir Snævarr kíminn. Loftslagsmál Hornafjörður Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
Um kílómetra langur kambur utan í Mávabyggðarrönd er nýjasta jökulskerið í Breiðamerkurjökli. Skerið hefur smám saman verið að birtast undanfarin þrjú til fjögur ár en það mun að öllum líkindum enda á að kljúfa jökulinn í tvo strauma á þessari öld. Nokkur svonefnd jökulsker hafa birst á Breiðamerkurjökli síðustu öldina. Kárasker er talið hafa komið fram upp úr ísnum á milli 1930 og 1940 en síðar skutu Bræðrasker, Systrasker og Maríusker upp kollinum. Ástæðan er sú að Breiðamerkujökull er að minnka, rýrna og þynnast eins og aðrir íslenskir jöklar vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Aron Franklín Jónsson, annar eiganda jöklaleiðsögufyrirtækisins Local Guide í Freysnesi, var á leið upp í Esjufjöll á sunnudag þegar hann varð var við klettanibbu vestanmegin við Mávabyggðarrönd sem hann hafði ekki tekið eftir áður á ferðum sínum þar. Þar sem Aron vinnur meðal annars við það að finna íshella hugsaði hann sér gott til glóðarinnar að einn slíkur gæti myndast við hliðina á klettinum. Hann kom dróna á loft og kom þá í ljós að nibban var í raun risastór klettur. Vestan við hann var svo uppistöðulón sem Aron áætlar að séu um 400 metra langt. Hugboð hans um að íshelli væri að finna þar sem vatn rennur meðfram klettinum reyndist á rökum reist. Með Aroni í för var félagi hans Hlynur Axelsson. Þeir hafa báðir farið með börnin sín upp á jökulinn undanfarin ár og ákváðu þeir að nefna jökulskerið Krakkakamb. „Þetta er mjög stórt. Þegar þú ert búinn að standa á þessu þá geturðu auðveldlega séð þetta frá þjóðveginum frá vissum sjónarhornum,“ segir Aron og nefnir til dæmis afleggjarann að Fjallsárlóni. Loftmynd af jökulskerinu og lóni vestan við það á Breiðamerkurjökli sem Aron Franklín og Hlynur tóku á sunnudag.Aron Franklín Jónsson Hefur verið illsjáanlegt í röndinni Snævarr Guðmundsson, náttúrulandfræðingur hjá Náttúrustofu Suðausturlands sem hefur fylgst með Breiðamerkurjökli um árabil, segir að merkja hafi mátt jökulskerið á loftmyndum frá árinu 2016. Það hafi þó verið illsjáanlegt vegna þess að það er utan í urðarrananum í jöklinum sem nefnist Mávabyggðarrönd og fellur inn í hana. Röndin er bergurð ofan á ísnum sem jökullinn rífur með sér úr klettum. „Það sem hefur gerst núna er þegar jökullinn rýrnar frekar hækkar kamburinn og þá fer að sjást í klöppina og þá verður þetta auðvitað miklu skýrara að þarna sé um land að ræða en ekki urðarrana í jöklinum,“ segir Snævarr. Nýja jökulskerið er kambslaga samhliða Mávabyggðarrönd vestan við hana og um þrjá til fjóra kílómetra frá jaðri jökulsins. Það er nú um 1,1 kílómetri að lengd og um 150 metrar á breidd, að sögn Snævarr sem fór og skoðaði hana á þriðjudag. Aron og Hlynur áætluðu að kamburinn væri um 60 metrar á hæð. Líklegt er að kamburinn hafi síðast litið dagsins ljós fyrir nokkrum öldum, mögulega á 17. eða 18. öld, að mati Snævars. Lónið við skerið er um hektari að flatarmáli. Snævarr segir ekki hægt að segja hversu lengi það verði til staðar. Það eigi mögulega eftir að tæma sig. Aron Franklín Jónsson (t.v.) og Hlynur Axelsson (t.h.) á Breiðamerkurjökli sunnudaginn 26. apríl 2020.Aron Franklín Jónsson Mun skipta jöklinum upp í tvær tungur Breiðamerkurjökull hopar nú um 70-80 metra að meðaltali á ári og enn meira við Jökulsárlón. Því hefur verið spáð að með tímanum muni fjallsranar skipta honum upp í aðskildar tungur. Nýja jökulskerið mun þannig að líkindum skilja að tvo jökulstrauma einn daginn. „Kannski má segja að kambur eins og þessi sem er svona neðarlega í jöklinum eigi kannski fyrr eftir að aðskilja jökulinn í tungur,“ segir Snævarr. Hversu langt er í að það gerist er erfitt að segja. Miðað við hophraðann undanfarin tíu ár eru að minnsta kosti einhverjir áratugir og jafnvel hundrað ár í það, að mati Snævars. Sjálfur spáir hann því að skerið gæti skipt jöklinum upp eftir um fimmtíu ár. „En þegar maður spáir einhverju þá stenst það aldrei þannig að það er ekki gott að segja frá því,“ segir Snævarr kíminn.
Loftslagsmál Hornafjörður Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira