Innlent

Penninn og Habitat mega renna saman

MYND/Páll Bergmann

Samkeppniseftirlitið telur ekki ástæðu til að aðhafast sérstaklega vegna samruna Pennans og eignarhaldsfélagsins Smára sem rekur Habitat.

Tilkynnt var um samrunann skömmu fyrir jól. Habitat selur húsgögn en Penninn selur bækur og ritföng en einnig skrifstofuhúsgögn og fleira. Samkeppniseftirlitið bendir á að hér sé um svokallaðan láréttan samruna að ræða í skilningi samkeppnisréttar þar sem starfsemi beggja aðila er á sama sölustigi.

Samlegðaráhrifa vegna samrunans mun að mati Samkeppniseftirlitsins einkum gæta hjá Habitat, en ef til vill einnig að nokkru hjá Pennanum og tengdum fyrirtækjum.

Eftir að hafa rætt við nokkra aðila á markaði og aflað upplýsinga hjá Ríkisskattstjóra komst eftirlitið að því að ekki myndi myndast markaðsráðandi staða í kjölfar samrunans og samkeppni ekki raskast. Því var fallist á samrunann af hálfu Samkeppniseftirlitsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×