Einangrunarfangi getur fengið tíu ár 22. febrúar 2008 00:01 Íslendingurinn sem situr í fangelsi í Færeyjum, grunaður um hlutdeild í Pólstjörnumálinu, getur átt yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsi. Íslenski karlmaðurinn sem situr í einangrun í fangelsi í Færeyjum getur fengið allt að tíu ára fangelsi verði hann dæmdur fyrir fleiri en eitt brot. Þetta segir Linda Margarete Hasselberg, saksóknari í máli mannsins. Íslendingurinn, sem er um þrítugt, var tekinn í tengslum við Pólstjörnumálið með tvö kíló af fíkniefnum sem voru í skottinu á bíl hans. Jafnframt verður hann ákærður fyrir hlutdeild í því máli í heild sinni, þar sem gerð var tilraun til að smygla um fjörutíu kílóum af fíkniefnum með skútu hingað til lands. Skútumennirnir höfðu viðdvöl hjá manninum í Færeyjum á leið sinni hingað. Íslendingurinn hefur verið í einangrunarvist í fangelsinu frá 18. september síðastliðnum, að einum mánuði undanskildum. Þá var hann í opinni gæslu, en var síðan settur aftur í einangrun. Gæsluvarðhaldsvist hans rennur út 7. mars, að sögn saksóknara, en þá verður maðurinn leiddur fyrir dómara á nýjan leik. Hann hefur ætíð kært úrskurð undirdóms, en æðra dómstig staðfest hann. Málsmeðferð hefst 7. apríl. Saksóknari segir ljóst að maðurinn verði að minnsta kosti dæmdur í fjögrra ára fangelsi. Því sé kviðdómur kallaður saman til að úrskurða um sekt hans eða sakleysi. Komist kviðdómur að þeirri niðurstöðu að Íslendingurinn sé sekur um fleiri en eitt lagabrot, vörslu fíkniefna og hlutdeild í öllu smyglmálinu getur hann fengið allt að fimmtán ára fangelsi. Saksóknari kveðst þó ekki hafa trú á að refsidómurinn verði svo þungur, en maðurinn geti hlotið allt að tíu ára fangelsi verði hann sekur fundinn um fleiri en eitt brot gegn lögum. Spurður hvernig fylgst sé með líðan mannsins í þessari löngu einangrunarvist segir saksóknari að starfsmenn á vegum embættisins fylgist með henni. Ekki hafi borist neinar upplýsingar aðrar en þær að allt sé í lagi með hann miðað við að hann sé í einangrun sem vissulega sé álag. Íslendingurinn hefur búið í Færeyjum um skeið og á þar fjölskyldurætur. Hann hefur verið við vinnu en á ekki afbrotaferil að baki þar. Maðurinn á yfir höfði sér brottvísun og innkomubann í Færeyjum eftir afplánun dóms sem kveður á um tveggja ára fangelsisvist eða meira. Pólstjörnumálið Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Íslenski karlmaðurinn sem situr í einangrun í fangelsi í Færeyjum getur fengið allt að tíu ára fangelsi verði hann dæmdur fyrir fleiri en eitt brot. Þetta segir Linda Margarete Hasselberg, saksóknari í máli mannsins. Íslendingurinn, sem er um þrítugt, var tekinn í tengslum við Pólstjörnumálið með tvö kíló af fíkniefnum sem voru í skottinu á bíl hans. Jafnframt verður hann ákærður fyrir hlutdeild í því máli í heild sinni, þar sem gerð var tilraun til að smygla um fjörutíu kílóum af fíkniefnum með skútu hingað til lands. Skútumennirnir höfðu viðdvöl hjá manninum í Færeyjum á leið sinni hingað. Íslendingurinn hefur verið í einangrunarvist í fangelsinu frá 18. september síðastliðnum, að einum mánuði undanskildum. Þá var hann í opinni gæslu, en var síðan settur aftur í einangrun. Gæsluvarðhaldsvist hans rennur út 7. mars, að sögn saksóknara, en þá verður maðurinn leiddur fyrir dómara á nýjan leik. Hann hefur ætíð kært úrskurð undirdóms, en æðra dómstig staðfest hann. Málsmeðferð hefst 7. apríl. Saksóknari segir ljóst að maðurinn verði að minnsta kosti dæmdur í fjögrra ára fangelsi. Því sé kviðdómur kallaður saman til að úrskurða um sekt hans eða sakleysi. Komist kviðdómur að þeirri niðurstöðu að Íslendingurinn sé sekur um fleiri en eitt lagabrot, vörslu fíkniefna og hlutdeild í öllu smyglmálinu getur hann fengið allt að fimmtán ára fangelsi. Saksóknari kveðst þó ekki hafa trú á að refsidómurinn verði svo þungur, en maðurinn geti hlotið allt að tíu ára fangelsi verði hann sekur fundinn um fleiri en eitt brot gegn lögum. Spurður hvernig fylgst sé með líðan mannsins í þessari löngu einangrunarvist segir saksóknari að starfsmenn á vegum embættisins fylgist með henni. Ekki hafi borist neinar upplýsingar aðrar en þær að allt sé í lagi með hann miðað við að hann sé í einangrun sem vissulega sé álag. Íslendingurinn hefur búið í Færeyjum um skeið og á þar fjölskyldurætur. Hann hefur verið við vinnu en á ekki afbrotaferil að baki þar. Maðurinn á yfir höfði sér brottvísun og innkomubann í Færeyjum eftir afplánun dóms sem kveður á um tveggja ára fangelsisvist eða meira.
Pólstjörnumálið Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira