Einangrunarfangi getur fengið tíu ár 22. febrúar 2008 00:01 Íslendingurinn sem situr í fangelsi í Færeyjum, grunaður um hlutdeild í Pólstjörnumálinu, getur átt yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsi. Íslenski karlmaðurinn sem situr í einangrun í fangelsi í Færeyjum getur fengið allt að tíu ára fangelsi verði hann dæmdur fyrir fleiri en eitt brot. Þetta segir Linda Margarete Hasselberg, saksóknari í máli mannsins. Íslendingurinn, sem er um þrítugt, var tekinn í tengslum við Pólstjörnumálið með tvö kíló af fíkniefnum sem voru í skottinu á bíl hans. Jafnframt verður hann ákærður fyrir hlutdeild í því máli í heild sinni, þar sem gerð var tilraun til að smygla um fjörutíu kílóum af fíkniefnum með skútu hingað til lands. Skútumennirnir höfðu viðdvöl hjá manninum í Færeyjum á leið sinni hingað. Íslendingurinn hefur verið í einangrunarvist í fangelsinu frá 18. september síðastliðnum, að einum mánuði undanskildum. Þá var hann í opinni gæslu, en var síðan settur aftur í einangrun. Gæsluvarðhaldsvist hans rennur út 7. mars, að sögn saksóknara, en þá verður maðurinn leiddur fyrir dómara á nýjan leik. Hann hefur ætíð kært úrskurð undirdóms, en æðra dómstig staðfest hann. Málsmeðferð hefst 7. apríl. Saksóknari segir ljóst að maðurinn verði að minnsta kosti dæmdur í fjögrra ára fangelsi. Því sé kviðdómur kallaður saman til að úrskurða um sekt hans eða sakleysi. Komist kviðdómur að þeirri niðurstöðu að Íslendingurinn sé sekur um fleiri en eitt lagabrot, vörslu fíkniefna og hlutdeild í öllu smyglmálinu getur hann fengið allt að fimmtán ára fangelsi. Saksóknari kveðst þó ekki hafa trú á að refsidómurinn verði svo þungur, en maðurinn geti hlotið allt að tíu ára fangelsi verði hann sekur fundinn um fleiri en eitt brot gegn lögum. Spurður hvernig fylgst sé með líðan mannsins í þessari löngu einangrunarvist segir saksóknari að starfsmenn á vegum embættisins fylgist með henni. Ekki hafi borist neinar upplýsingar aðrar en þær að allt sé í lagi með hann miðað við að hann sé í einangrun sem vissulega sé álag. Íslendingurinn hefur búið í Færeyjum um skeið og á þar fjölskyldurætur. Hann hefur verið við vinnu en á ekki afbrotaferil að baki þar. Maðurinn á yfir höfði sér brottvísun og innkomubann í Færeyjum eftir afplánun dóms sem kveður á um tveggja ára fangelsisvist eða meira. Pólstjörnumálið Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Fleiri fréttir „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Sjá meira
Íslenski karlmaðurinn sem situr í einangrun í fangelsi í Færeyjum getur fengið allt að tíu ára fangelsi verði hann dæmdur fyrir fleiri en eitt brot. Þetta segir Linda Margarete Hasselberg, saksóknari í máli mannsins. Íslendingurinn, sem er um þrítugt, var tekinn í tengslum við Pólstjörnumálið með tvö kíló af fíkniefnum sem voru í skottinu á bíl hans. Jafnframt verður hann ákærður fyrir hlutdeild í því máli í heild sinni, þar sem gerð var tilraun til að smygla um fjörutíu kílóum af fíkniefnum með skútu hingað til lands. Skútumennirnir höfðu viðdvöl hjá manninum í Færeyjum á leið sinni hingað. Íslendingurinn hefur verið í einangrunarvist í fangelsinu frá 18. september síðastliðnum, að einum mánuði undanskildum. Þá var hann í opinni gæslu, en var síðan settur aftur í einangrun. Gæsluvarðhaldsvist hans rennur út 7. mars, að sögn saksóknara, en þá verður maðurinn leiddur fyrir dómara á nýjan leik. Hann hefur ætíð kært úrskurð undirdóms, en æðra dómstig staðfest hann. Málsmeðferð hefst 7. apríl. Saksóknari segir ljóst að maðurinn verði að minnsta kosti dæmdur í fjögrra ára fangelsi. Því sé kviðdómur kallaður saman til að úrskurða um sekt hans eða sakleysi. Komist kviðdómur að þeirri niðurstöðu að Íslendingurinn sé sekur um fleiri en eitt lagabrot, vörslu fíkniefna og hlutdeild í öllu smyglmálinu getur hann fengið allt að fimmtán ára fangelsi. Saksóknari kveðst þó ekki hafa trú á að refsidómurinn verði svo þungur, en maðurinn geti hlotið allt að tíu ára fangelsi verði hann sekur fundinn um fleiri en eitt brot gegn lögum. Spurður hvernig fylgst sé með líðan mannsins í þessari löngu einangrunarvist segir saksóknari að starfsmenn á vegum embættisins fylgist með henni. Ekki hafi borist neinar upplýsingar aðrar en þær að allt sé í lagi með hann miðað við að hann sé í einangrun sem vissulega sé álag. Íslendingurinn hefur búið í Færeyjum um skeið og á þar fjölskyldurætur. Hann hefur verið við vinnu en á ekki afbrotaferil að baki þar. Maðurinn á yfir höfði sér brottvísun og innkomubann í Færeyjum eftir afplánun dóms sem kveður á um tveggja ára fangelsisvist eða meira.
Pólstjörnumálið Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Fleiri fréttir „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Sjá meira