Báru út póst á aðfangadagskvöld 16. janúar 2005 00:01 Nú fyrir jólin kom út bókin "Póstsaga Íslands 1873-1935" eftir Heimi Þorleifsson sagnfræðing. Bókin er á fimmta hundrað síður og fjallar um það tímabil, þegar raunveruleg póstþjónusta verður til í landinu. Heimir sendi fyrir nokkrum árum frá sér bók um póstsöguna 1776 - 1873. Þótt menn telji pósþjónustu hafa hafist hér 1776, þá var fyrst og fremst um embættisbréf að ræða, og embættismenn önnuðust þjónustuna sem aukaverk frá öðrum störfum. Sjaldgæft var að almenningur notaði sér þessa póstþjónustu þótt dæmi séu til þess og raunveruleg almenn og sjálfstæð póstþjónusta er ekki til á þessum tíma. 1873 er skipaður póstmeistari hér, frímerki eru tekin í notkun og menn ráðnir til bréfhirðingar og póstflutninga. Tímamótin náðu tali af Heimi Þorleifssyni og spurðu hann um efni bókarinnar og tilurð. "Ég hóf að vinna að þessu 1986, fyrir Póst og Síma og fyrsta verkið var bókin "Söguþræðir símans". Þá vann ég þetta með öðru, var kennari í Menntaskólanum í Reykjavík. En nú hef ég getað sinnt þessu í fullu starfi í nokkur ár og þá unnið að póstsögunni. Seinustu árin, eftir breytingarnar í eignarhaldi og rekstri póstsins hef ég unnið að þessu á vegum samgönguráðuneytisins. En Íslandspóstur hefur stutt þetta dyggilega." Af hverju miðarðu við 1873? "Þá verður til hin eiginlega, sjálfstæða póstþjónusta í landinu. Frímerki eru prentuð, pósthús er opnað í Reykjavík og menn ráðnir sérstaklega til þess að taka við pósti og flytja hann. Þetta er í raun stórkostleg breyting á starfsmannahaldi hins opinbera. Áður eru bara nokkrir embættismenn við störf, sýslumenn, dómarar, örfáir læknar og nokkur fjöldi presta. En nú bætast við tugir og hundruð manna ef allir eru taldir. Raunar er það svo að heimildir mínar um fyrstu ár póstþjónustunnar eru ekki síst úr bréfum þessara manna. Oftast eru þeir að kvarta um kjör sín og lýsa um leið aðstæðum og atvikum við störfin." En er ekki líka mikil samgöngusaga í þessu verki? "Jú. Ísland hefur þá sérstöðu meðal þjóðanna að hér voru engar almannasamgöngur fyrir. Í öðrum löndum voru t.a.m skipulegar ferðir járnbrauta. Á Íslandi er þessu ekki til að dreifa og því verða póstyfirvöldin að sjá um og skipuleggja þessar ferðir. Nú, samkvæmt stöðulögunum frá 1871 bar Dönum skylda til þess að halda uppi samgöngum við Ísland og þessar ferðir eru nýttar fyrir póst. Það kom í ljós í þessum aathgunum mínum að miklu fleiri ferðir voru farnar milli landa en áður hefur verið talið. Íslendingar taka á hinn bóginn sjálfir að kosta strandsiglingar með póst, farþega og flutning nánast um leið og þeir verða sjálfs sín ráðandi í fjárhagsmálum 1875. Og þessar strandferðir og flóasiglingar eru miklu meiri og mikilvægari en margir halda. Ég fann ágætar heimildir um þetta í skjölum Póstssamgönguráðuneytisins og ég held að ekki hafi fyrr verið tekið saman jafn mikið efni um þetta á einum stað. Nú og svo eru í bókinni fjölmargar myndir, sem sumar hverjar hafa ekki birst áður. Er eitthvað sem kom þér á óvart? "Það var í sjálfu sér margt. En ég get nefnt að ég vissi ekki að Íslendingar hefðu átt póst í hinu fræga skipi Titanic sem fórst 1912. En þarna voru íslensk bréf og póststjórnin varð að greiða mönnum smáræði í bætur fyrir. Annað sem kom mér á óvart var hin geysilega vinnuharka sem tíðkaðist hjá póstmeistaranum. Sem dæmi um þetta má nefna auglýsingu frá Sigurði Briem póstmeistara 1912. Þar kemur fram að menn gátu sett bréf í póst rétt fyrir hádegi á aðfangadag og merkt þau "jólakvöld" og voru bréfin þá borin út á aðfangadagskvöld eftir klukkan sex. Þess má geta að annar tveggja bréfbera í bænum þetta ár var Erlendur í Unuhúsi." Menning Mest lesið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið Margir foreldrar „haugar“ sem leyfa sér að ala upp símafíkla Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fleiri fréttir Margir foreldrar „haugar“ sem leyfa sér að ala upp símafíkla Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Sjá meira
Nú fyrir jólin kom út bókin "Póstsaga Íslands 1873-1935" eftir Heimi Þorleifsson sagnfræðing. Bókin er á fimmta hundrað síður og fjallar um það tímabil, þegar raunveruleg póstþjónusta verður til í landinu. Heimir sendi fyrir nokkrum árum frá sér bók um póstsöguna 1776 - 1873. Þótt menn telji pósþjónustu hafa hafist hér 1776, þá var fyrst og fremst um embættisbréf að ræða, og embættismenn önnuðust þjónustuna sem aukaverk frá öðrum störfum. Sjaldgæft var að almenningur notaði sér þessa póstþjónustu þótt dæmi séu til þess og raunveruleg almenn og sjálfstæð póstþjónusta er ekki til á þessum tíma. 1873 er skipaður póstmeistari hér, frímerki eru tekin í notkun og menn ráðnir til bréfhirðingar og póstflutninga. Tímamótin náðu tali af Heimi Þorleifssyni og spurðu hann um efni bókarinnar og tilurð. "Ég hóf að vinna að þessu 1986, fyrir Póst og Síma og fyrsta verkið var bókin "Söguþræðir símans". Þá vann ég þetta með öðru, var kennari í Menntaskólanum í Reykjavík. En nú hef ég getað sinnt þessu í fullu starfi í nokkur ár og þá unnið að póstsögunni. Seinustu árin, eftir breytingarnar í eignarhaldi og rekstri póstsins hef ég unnið að þessu á vegum samgönguráðuneytisins. En Íslandspóstur hefur stutt þetta dyggilega." Af hverju miðarðu við 1873? "Þá verður til hin eiginlega, sjálfstæða póstþjónusta í landinu. Frímerki eru prentuð, pósthús er opnað í Reykjavík og menn ráðnir sérstaklega til þess að taka við pósti og flytja hann. Þetta er í raun stórkostleg breyting á starfsmannahaldi hins opinbera. Áður eru bara nokkrir embættismenn við störf, sýslumenn, dómarar, örfáir læknar og nokkur fjöldi presta. En nú bætast við tugir og hundruð manna ef allir eru taldir. Raunar er það svo að heimildir mínar um fyrstu ár póstþjónustunnar eru ekki síst úr bréfum þessara manna. Oftast eru þeir að kvarta um kjör sín og lýsa um leið aðstæðum og atvikum við störfin." En er ekki líka mikil samgöngusaga í þessu verki? "Jú. Ísland hefur þá sérstöðu meðal þjóðanna að hér voru engar almannasamgöngur fyrir. Í öðrum löndum voru t.a.m skipulegar ferðir járnbrauta. Á Íslandi er þessu ekki til að dreifa og því verða póstyfirvöldin að sjá um og skipuleggja þessar ferðir. Nú, samkvæmt stöðulögunum frá 1871 bar Dönum skylda til þess að halda uppi samgöngum við Ísland og þessar ferðir eru nýttar fyrir póst. Það kom í ljós í þessum aathgunum mínum að miklu fleiri ferðir voru farnar milli landa en áður hefur verið talið. Íslendingar taka á hinn bóginn sjálfir að kosta strandsiglingar með póst, farþega og flutning nánast um leið og þeir verða sjálfs sín ráðandi í fjárhagsmálum 1875. Og þessar strandferðir og flóasiglingar eru miklu meiri og mikilvægari en margir halda. Ég fann ágætar heimildir um þetta í skjölum Póstssamgönguráðuneytisins og ég held að ekki hafi fyrr verið tekið saman jafn mikið efni um þetta á einum stað. Nú og svo eru í bókinni fjölmargar myndir, sem sumar hverjar hafa ekki birst áður. Er eitthvað sem kom þér á óvart? "Það var í sjálfu sér margt. En ég get nefnt að ég vissi ekki að Íslendingar hefðu átt póst í hinu fræga skipi Titanic sem fórst 1912. En þarna voru íslensk bréf og póststjórnin varð að greiða mönnum smáræði í bætur fyrir. Annað sem kom mér á óvart var hin geysilega vinnuharka sem tíðkaðist hjá póstmeistaranum. Sem dæmi um þetta má nefna auglýsingu frá Sigurði Briem póstmeistara 1912. Þar kemur fram að menn gátu sett bréf í póst rétt fyrir hádegi á aðfangadag og merkt þau "jólakvöld" og voru bréfin þá borin út á aðfangadagskvöld eftir klukkan sex. Þess má geta að annar tveggja bréfbera í bænum þetta ár var Erlendur í Unuhúsi."
Menning Mest lesið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið Margir foreldrar „haugar“ sem leyfa sér að ala upp símafíkla Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fleiri fréttir Margir foreldrar „haugar“ sem leyfa sér að ala upp símafíkla Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Sjá meira