Innlent

Svona var annar upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir situr fyrir svörum á fundinum líkt og í gær.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir situr fyrir svörum á fundinum líkt og í gær. Vísir/Vilhelm

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og sóttvarnalæknir hafa boðið fjölmiðlum á upplýsingafund í húsakynnum almannavarnadeildar í Skógarhlíð til að fara yfir stöðuna vegna kórónuveirunnar. Fundurinn hefst klukkan 15:30.

Á fundinum mun Margrét Kristín Pálsdóttir, settur vararíkislögreglustjóri, kynna niðurstöðu verkefnahóps ríkislögreglustjóra sem kannað hefur hvort og þá hvernig megi stemma stigu við komu ferðamanna frá áhættusvæðum.

Þá mun Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, fara yfir þróun mála með tilliti til útbreiðslu COVID-19-veirunnar og aðgerða stjórnvalda.

Líkt og í gær er tilefni fundarins fyrst og fremst að stuðla að öflugri upplýsingagjöf til fjölmiðla og þar með til almennings.

Fundurinn verður í beinni útsendingu á Vísi auk þess sem fylgst verður með gangi mála í vaktinni hér að neðan.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira
×