Vilja þyngri dóma í mansalsmálum 3. júní 2005 00:01 Kristín Ástgeirsdóttir, sérfræðingur á rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum við Háskóla Íslands, segir nauðsynlegt að taka á öllum málum tengdum mansali, þar sem konur um allan heim eru oftar en ekki fórnarlömb, af ákveðni og hörku. "Ég benti á það þegar þessi mál fóru að koma í vaxandi mæli við sögu hér á landi að það væri nauðsynlegt gefa þau skilaboð til glæpamanna sem að mansali standa, að flutningsleið með fólk um Ísland sé vondur kostur". Kristín dregur í efa að þau fordæmi sem dómar í þessum málum hafi verið nógu sterk skilboð. "Ég gagnrýndi það á sínum tíma hvers vegna ekki væri tekið harðar á þessum málum, líkt og gert er í löndum í kringum okkur, en þá gáfu dómstólar tóninn með því að dæma mann fyrir brot sem tengdist mansali, í fimm mánaða fangelsi". Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastýra UNIFEM á Ísland, þróunarsjóðs Sameinuðu þjóðanna fyrir konur, segir ekki þeirra að dæma um hvort refsingarnar séu nógu harðar en það sé alveg ljóst að Ísland verði að hafa skýra stefnu hvað þessi mál varðar. "Það verður að taka ákveðið á þessum málum hjá dómstólum, en það verður líka að huga að vandanum í víðara samhengi og taka þátt í því alþjóðlega starfi sem unnið er til þess að stemma stigum við þeim djúpstæða og umfangsmikla vanda sem mansalið er". Jónatan Þórmundsson, lagaprófessor við Háskóla Íslands, segir mikilvægt að tekið sé á þessum málum með svipuðum hætti og gert er í löndum í kringum okkur. "Það er óheppilegt að dæmt sé með öðrum hætti hér á Íslandi, heldur en til dæmis í nágrannlöndunum, því þá fara glæpamennirnir að leita eftir því að fara hér í gegn, þar sem hér eru vægari refsingar við þess háttar brotum. Þetta hefur gerst í fíkniefnamálunum annars staðar í heiminum, og það er ekki eftirsóknavert að skapa griðland fyrir þessa starfsemi hér á landi. Samræmi milli ríkja í þessum málum er því afar mikilvægt". Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Kristín Ástgeirsdóttir, sérfræðingur á rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum við Háskóla Íslands, segir nauðsynlegt að taka á öllum málum tengdum mansali, þar sem konur um allan heim eru oftar en ekki fórnarlömb, af ákveðni og hörku. "Ég benti á það þegar þessi mál fóru að koma í vaxandi mæli við sögu hér á landi að það væri nauðsynlegt gefa þau skilaboð til glæpamanna sem að mansali standa, að flutningsleið með fólk um Ísland sé vondur kostur". Kristín dregur í efa að þau fordæmi sem dómar í þessum málum hafi verið nógu sterk skilboð. "Ég gagnrýndi það á sínum tíma hvers vegna ekki væri tekið harðar á þessum málum, líkt og gert er í löndum í kringum okkur, en þá gáfu dómstólar tóninn með því að dæma mann fyrir brot sem tengdist mansali, í fimm mánaða fangelsi". Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastýra UNIFEM á Ísland, þróunarsjóðs Sameinuðu þjóðanna fyrir konur, segir ekki þeirra að dæma um hvort refsingarnar séu nógu harðar en það sé alveg ljóst að Ísland verði að hafa skýra stefnu hvað þessi mál varðar. "Það verður að taka ákveðið á þessum málum hjá dómstólum, en það verður líka að huga að vandanum í víðara samhengi og taka þátt í því alþjóðlega starfi sem unnið er til þess að stemma stigum við þeim djúpstæða og umfangsmikla vanda sem mansalið er". Jónatan Þórmundsson, lagaprófessor við Háskóla Íslands, segir mikilvægt að tekið sé á þessum málum með svipuðum hætti og gert er í löndum í kringum okkur. "Það er óheppilegt að dæmt sé með öðrum hætti hér á Íslandi, heldur en til dæmis í nágrannlöndunum, því þá fara glæpamennirnir að leita eftir því að fara hér í gegn, þar sem hér eru vægari refsingar við þess háttar brotum. Þetta hefur gerst í fíkniefnamálunum annars staðar í heiminum, og það er ekki eftirsóknavert að skapa griðland fyrir þessa starfsemi hér á landi. Samræmi milli ríkja í þessum málum er því afar mikilvægt".
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira