Innlent

Óskaði eftir aðstoð vegna farþega sem neitaði að yfirgefa strætisvagn

Eiður Þór Árnason skrifar
Nokkuð rólegt var hjá lögreglunni í gærkvöld og nótt.
Nokkuð rólegt var hjá lögreglunni í gærkvöld og nótt. Vísir/Vilhelm

Á fjórða tímanum í nótt var óskað eftir aðstoð lögreglu á slysadeild Landspítalans vegna einstaklings sem var til vandræða í biðstofu en einstaklingurinn hafði skemmt húsgögn á biðstofunni.

Einstaklingurinn sem var í annarlegu ástandi var handtekinn og vistaður í fangaklefa, er fram kemur í dagbók lögreglu.

Klukkan ellefu í gærkvöld óskaði vagnstjóri hjá Strætó eftir aðstoð lögreglu vegna farþega sem neitaði að yfirgefa vagninn. Mun sá mun hafa verið til vandræða í vagninum og var honum vísað út.

Í nótt óskaði leigubílstjóri einnig eftir aðstoð vegna farþega sem gat ekki borgað fyrir umbeðinn akstur.

Að lokum var tilkynnt um þjófnað úr verslun í Garðabæ.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.