Innlent

Sækja slasaðan vél­sleða­mann á Sprengi­sands­leið

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Þyrla Landhelgisgæslunnar er rétt ókomin á vettvang slyssins.
Þyrla Landhelgisgæslunnar er rétt ókomin á vettvang slyssins. Vísir/Vilhelm

Björgunarsveitir á Norðurlandi eystra og þyrla Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út rétt fyrir klukkan fjögur í dag vegna vélsleðaslyss sem varð við Gvendarhjúk nyrst á Sprengisandsleið.

Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni er þyrlan rétt ókomin á vettvang og er gert ráð fyrir því að einn verði fluttur með henni á slysadeild.

Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að björgunarsveitarmenn, sjúkraflutningamenn, lögregla og læknir séu einnig á leið á vettvang úr nokkrum áttum. Talið er að einn vélsleðamaður hafi slasast en hann var á ferð í litlum hóp.

Davíð segir að maðurinn sé á afskekktum stað á svæðinu og því ekki vitað hvernig best sé að komast að honum og svo koma honum af staðnum. Þar af leiðandi hafi þótt réttast að kalla bæði út björgunarsveitarfólk og þyrluna vegna slyssins. Veður er gott á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×