Pálmi, Jón Ásgeir og Shearer vilja kaupa Newcastle 19. ágúst 2007 17:10 Alan Shearer er ein skærasta stjarna Newcastle fyrr og síðar. Eins og greint var frá á Vísi hafa athafnamennirnir Pálmi Haraldsson og Jón Ásgeir Jóhannesson hug á því að gera kauptilboð í enska knattspyrnuliðið Newcastle. Viðræður munu vera langt komnar án þess að skrifað hafi verið undir samning. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var svo greint frá því að Alan Shearer, fyrrverandi leikmaður Newcastle, sé með þeim félögum í liði. Pálmi Haraldsson vildi í samtali við Vísi hvorki játa því né neita að hann ætti í viðræðum við núverandi eiganda um kaup á félaginu. „Newcastle er flottur klúbbur, með flottan stjóra og ég hef haldið lengi með liðinu," sagði Pálmi og hló. Mike Ashley, er eigandi íþróttavöruverslana í Bretlandi og hann keypti Newcastle í júní síðastliðinn. Ekki er ólíklegt að Ashley þekki til þeirra Pálma og Jóns Ásgeirs, enda hafa þeir verið áberandi í smávöruverlsun á Bretlandi síðustu misserin. Ashley keypti meirihluta í Newcastle á 134 milljónir punda í lok maí. Þess má geta að Eggert Magnússon og Björgólfur Guðmundsson keyptu knattspyrnuliðið West Ham í nóvember á síðasta ári fyrir 85 milljónir punda. Jón Ásgeir Jóhannesson. Í síðustu viku greiddi Ashley niður 30 milljónir punda af 80 milljón punda láni sem hvíldi á félaginu. Þetta er talið gefa því undir fótinn að hann sé að reyna að gera félagið söluvænlegra í augum fjárfesta. Newcastle er gríðarlega sterkt knattspyrnufélag, það 13. stærsta í heiminum í dag. Stuðningsmenn félagsins eru mjög hollir sínum mönnum og yfirleitt er yfirfullt á velli félagsins, St. James' Park. Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Sjá meira
Eins og greint var frá á Vísi hafa athafnamennirnir Pálmi Haraldsson og Jón Ásgeir Jóhannesson hug á því að gera kauptilboð í enska knattspyrnuliðið Newcastle. Viðræður munu vera langt komnar án þess að skrifað hafi verið undir samning. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var svo greint frá því að Alan Shearer, fyrrverandi leikmaður Newcastle, sé með þeim félögum í liði. Pálmi Haraldsson vildi í samtali við Vísi hvorki játa því né neita að hann ætti í viðræðum við núverandi eiganda um kaup á félaginu. „Newcastle er flottur klúbbur, með flottan stjóra og ég hef haldið lengi með liðinu," sagði Pálmi og hló. Mike Ashley, er eigandi íþróttavöruverslana í Bretlandi og hann keypti Newcastle í júní síðastliðinn. Ekki er ólíklegt að Ashley þekki til þeirra Pálma og Jóns Ásgeirs, enda hafa þeir verið áberandi í smávöruverlsun á Bretlandi síðustu misserin. Ashley keypti meirihluta í Newcastle á 134 milljónir punda í lok maí. Þess má geta að Eggert Magnússon og Björgólfur Guðmundsson keyptu knattspyrnuliðið West Ham í nóvember á síðasta ári fyrir 85 milljónir punda. Jón Ásgeir Jóhannesson. Í síðustu viku greiddi Ashley niður 30 milljónir punda af 80 milljón punda láni sem hvíldi á félaginu. Þetta er talið gefa því undir fótinn að hann sé að reyna að gera félagið söluvænlegra í augum fjárfesta. Newcastle er gríðarlega sterkt knattspyrnufélag, það 13. stærsta í heiminum í dag. Stuðningsmenn félagsins eru mjög hollir sínum mönnum og yfirleitt er yfirfullt á velli félagsins, St. James' Park.
Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Sjá meira