Allt logar í málaferlum 18. október 2004 00:01 Það virðist ekki fjarri lagi að kalla megi komandi forsetakosningar í Bandaríkjunum kosningar hinna miklu málaferla. Aldrei áður í sögunni hafa jafn mörg mál verið höfðuð í tengslum við kosningar og aldrei hafa jafn margir lögmenn verið fengnir til að fylgjast með framgangi kosninganna að því er fram kemur í The New York Times. Úrslit kosninganna fyrir fjórum árum réðust ekki fyrr en löngu eftir kosningar þegar Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi endanlegan dóm sinn. Þá höfðu lögmenn átt sviðið um langt skeið. Barátta lögmannanna vegna þessara kosninga er löngu hafin. Demókratar hafa höfðað mál á hendur repúblikönum, repúblikanar hafa höfðað mál gegn demókrötum og demókratar hafa höfðað mál til að koma í veg fyrir að óháði frambjóðandinn Ralph Nader fái nafn sitt prentað á kjörseðlana í nokkrum ríkjum. Nú er baráttan í algleymingi að því er fram kemur í The New York Times. Repúblikanar í Nýju Mexíkó töpuðu á dögunum máli gegn demókratanum sem er innanríkisráðherra Nýju Mexíkó, þeir vildu að nýir kjósendur þyrftu að sýna skilríki á kjörstað en það vildi ráðherrann ekki. Demókratar í Flórída hafa höfðað tíu málshöfðanir gegn repúblikönum í kjörstjórnum. Í Colorado deila svo kosnir fulltrúar, innanríkisráðherrann úr Repúblikanaflokknum hefur sakað ríkissaksóknarann, sem er demókrati, um að rannsaka ekki nægilega vel ásakanir um svindl við skráningu. Þetta eru þó smámunir miðað við undirbúninginn fyrir sjálfar kosningarnar. Repúblikanar hafa fengið þúsundir lögmanna til liðs við sig til að fylgjast með framkvæmd kosninganna og segja undirbúninginn þann víðtækasta í sögu flokksins. Demókratar segjast hafa gert enn betur og eru með tíu þúsund lögmenn á skrá. Að auki hafa ýmis samtök fengið þúsundir lögmanna til að hjálpa kjósendum sem kunna að lenda í vandræðum á kjördag. Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Fleiri fréttir Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sjá meira
Það virðist ekki fjarri lagi að kalla megi komandi forsetakosningar í Bandaríkjunum kosningar hinna miklu málaferla. Aldrei áður í sögunni hafa jafn mörg mál verið höfðuð í tengslum við kosningar og aldrei hafa jafn margir lögmenn verið fengnir til að fylgjast með framgangi kosninganna að því er fram kemur í The New York Times. Úrslit kosninganna fyrir fjórum árum réðust ekki fyrr en löngu eftir kosningar þegar Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi endanlegan dóm sinn. Þá höfðu lögmenn átt sviðið um langt skeið. Barátta lögmannanna vegna þessara kosninga er löngu hafin. Demókratar hafa höfðað mál á hendur repúblikönum, repúblikanar hafa höfðað mál gegn demókrötum og demókratar hafa höfðað mál til að koma í veg fyrir að óháði frambjóðandinn Ralph Nader fái nafn sitt prentað á kjörseðlana í nokkrum ríkjum. Nú er baráttan í algleymingi að því er fram kemur í The New York Times. Repúblikanar í Nýju Mexíkó töpuðu á dögunum máli gegn demókratanum sem er innanríkisráðherra Nýju Mexíkó, þeir vildu að nýir kjósendur þyrftu að sýna skilríki á kjörstað en það vildi ráðherrann ekki. Demókratar í Flórída hafa höfðað tíu málshöfðanir gegn repúblikönum í kjörstjórnum. Í Colorado deila svo kosnir fulltrúar, innanríkisráðherrann úr Repúblikanaflokknum hefur sakað ríkissaksóknarann, sem er demókrati, um að rannsaka ekki nægilega vel ásakanir um svindl við skráningu. Þetta eru þó smámunir miðað við undirbúninginn fyrir sjálfar kosningarnar. Repúblikanar hafa fengið þúsundir lögmanna til liðs við sig til að fylgjast með framkvæmd kosninganna og segja undirbúninginn þann víðtækasta í sögu flokksins. Demókratar segjast hafa gert enn betur og eru með tíu þúsund lögmenn á skrá. Að auki hafa ýmis samtök fengið þúsundir lögmanna til að hjálpa kjósendum sem kunna að lenda í vandræðum á kjördag.
Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Fleiri fréttir Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sjá meira