Borgarstjóri vonar að samstaða skapist um helstu mál í borgarstjórn Heimir Már Pétursson skrifar 19. júní 2018 18:45 Borgarstjóri vonar að framhald verði á því að borgarstjórn láti verkin tala og samstaða náist um fleiri mál en færri þvert á flokka á nýju kjörtímabili sem hófst í dag. Oddvitar tveggja minnihluta flokka leggja hins vegar áherslu á að meirihluti borgarstjórnar sé með minnihluta atkvæða á bakvið sig og boða harða stjórnarandstöðu. Tuttugu og þrír nýkjörnir borgarfulltrúar komu til síns fyrsta borgarstjórnarfundar í dag og stýrði borgarstjóri fundinum til að byrja með. Tólf skipa meirihluta Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna en ellefu minnihluta Sjálfstæðisflokks, Miðflokks, Flokks fólksins og Sósíalistaflokksins. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokks leggur mikið upp úr því að meirihlutaflokkarnir hafi minnihluta atkvæða á bakvið sig. „Það vantar mikið í þennan málefnasamning. Við erum að fylla í þær eyður, meðal annars með tillögum í húsnæðismálum, sem eru í ólestri og fleira. Ég held að borgarstjórn ætti í raun og veru ekki að fara í sumarfrí. Hún ætti að klára þau vandamál sem eru til staðar,“ segir Eyþór. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að reikna megi með að tekist verði á um mál en það hafi verið býsna friðsælt í borgarstjórn undanfarin ár ólíkt landsmálunum. „Ég bind vonir við að það verði framhald af því að borgarstjórnin láti verkin tala. Það verði samstaða um fleiri mál en færri þvert á flokka.“Þannig að þið munið reyna að vinna með þeim flokkum sem ekki eru í formlegu meirihlutasamstarfi?„Já, ég lít á það sem okkar hlutverk að leiða fram niðurstöðu í málum í takti við vilja borgarbúa,“ segir Dagur.Nýr forseti borgarstjórnar hóf ferilinn með því að leggja blómsveig að leiði Bríetar Bjarnhéðinsdóttur.Vísir/Friðrik ÞórVigdís Hauksdóttir oddviti Miðflokksins leggur eins og Eyþór áherslu á að flokkarnir í minnihlutanum hafi meirihluta atkvæða á bakvið sig en líst vel á framhaldið. „Þetta er bara spennandi. En eins og þú kannski manst var ég hætt í pólitík en ég er komin aftur,“ sagði Vigdís og hlær. Dóra Björt Guðjónsdóttir oddviti Pírata var kjörin forseti borgarstjórnar á fundinum yngst allra til að gegna því embætti, en minnihlutaflokkarnir sátu hjá við kjörið. Nýr forseti borgarstjórnar hóf ferilinn með því að leggja blómsveig að leiði Bríetar Bjarnhéðinsdóttur. Kvenréttindakonu sem einnig var meðal fyrstu kvennanna sem sat í borgarstjórn. Sjálf á forseti borgarstjórnar þrítugs afmæli í dag og borgarstjórinn reyndar afmæli í dag líka. En Bríet var árið 1907 ásamt fleiri konum Kvennaframboðsins kjörin fyrst kvenna í borgarstjórn og stóð að stofnun Kvenréttindasamtaka Íslands það sama ár. Tengdar fréttir Dagur og Dóra réttkjörin borgarstjóri og forseti borgarstjórnar óra Björt var í dag réttkjörinn yngsti forseti borgarstjórnar í sögu Reykjavíkurborgar en þess ber að geta að hún fagnar þrítugsafmæli sínu í dag. 19. júní 2018 15:21 Bein útsending: Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar Ný borgarstjórn kemur saman til síns fyrsta fundar klukkan 14.00 í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. 19. júní 2018 13:30 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira
Borgarstjóri vonar að framhald verði á því að borgarstjórn láti verkin tala og samstaða náist um fleiri mál en færri þvert á flokka á nýju kjörtímabili sem hófst í dag. Oddvitar tveggja minnihluta flokka leggja hins vegar áherslu á að meirihluti borgarstjórnar sé með minnihluta atkvæða á bakvið sig og boða harða stjórnarandstöðu. Tuttugu og þrír nýkjörnir borgarfulltrúar komu til síns fyrsta borgarstjórnarfundar í dag og stýrði borgarstjóri fundinum til að byrja með. Tólf skipa meirihluta Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna en ellefu minnihluta Sjálfstæðisflokks, Miðflokks, Flokks fólksins og Sósíalistaflokksins. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokks leggur mikið upp úr því að meirihlutaflokkarnir hafi minnihluta atkvæða á bakvið sig. „Það vantar mikið í þennan málefnasamning. Við erum að fylla í þær eyður, meðal annars með tillögum í húsnæðismálum, sem eru í ólestri og fleira. Ég held að borgarstjórn ætti í raun og veru ekki að fara í sumarfrí. Hún ætti að klára þau vandamál sem eru til staðar,“ segir Eyþór. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að reikna megi með að tekist verði á um mál en það hafi verið býsna friðsælt í borgarstjórn undanfarin ár ólíkt landsmálunum. „Ég bind vonir við að það verði framhald af því að borgarstjórnin láti verkin tala. Það verði samstaða um fleiri mál en færri þvert á flokka.“Þannig að þið munið reyna að vinna með þeim flokkum sem ekki eru í formlegu meirihlutasamstarfi?„Já, ég lít á það sem okkar hlutverk að leiða fram niðurstöðu í málum í takti við vilja borgarbúa,“ segir Dagur.Nýr forseti borgarstjórnar hóf ferilinn með því að leggja blómsveig að leiði Bríetar Bjarnhéðinsdóttur.Vísir/Friðrik ÞórVigdís Hauksdóttir oddviti Miðflokksins leggur eins og Eyþór áherslu á að flokkarnir í minnihlutanum hafi meirihluta atkvæða á bakvið sig en líst vel á framhaldið. „Þetta er bara spennandi. En eins og þú kannski manst var ég hætt í pólitík en ég er komin aftur,“ sagði Vigdís og hlær. Dóra Björt Guðjónsdóttir oddviti Pírata var kjörin forseti borgarstjórnar á fundinum yngst allra til að gegna því embætti, en minnihlutaflokkarnir sátu hjá við kjörið. Nýr forseti borgarstjórnar hóf ferilinn með því að leggja blómsveig að leiði Bríetar Bjarnhéðinsdóttur. Kvenréttindakonu sem einnig var meðal fyrstu kvennanna sem sat í borgarstjórn. Sjálf á forseti borgarstjórnar þrítugs afmæli í dag og borgarstjórinn reyndar afmæli í dag líka. En Bríet var árið 1907 ásamt fleiri konum Kvennaframboðsins kjörin fyrst kvenna í borgarstjórn og stóð að stofnun Kvenréttindasamtaka Íslands það sama ár.
Tengdar fréttir Dagur og Dóra réttkjörin borgarstjóri og forseti borgarstjórnar óra Björt var í dag réttkjörinn yngsti forseti borgarstjórnar í sögu Reykjavíkurborgar en þess ber að geta að hún fagnar þrítugsafmæli sínu í dag. 19. júní 2018 15:21 Bein útsending: Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar Ný borgarstjórn kemur saman til síns fyrsta fundar klukkan 14.00 í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. 19. júní 2018 13:30 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira
Dagur og Dóra réttkjörin borgarstjóri og forseti borgarstjórnar óra Björt var í dag réttkjörinn yngsti forseti borgarstjórnar í sögu Reykjavíkurborgar en þess ber að geta að hún fagnar þrítugsafmæli sínu í dag. 19. júní 2018 15:21
Bein útsending: Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar Ný borgarstjórn kemur saman til síns fyrsta fundar klukkan 14.00 í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. 19. júní 2018 13:30