Borgarstjóri vonar að samstaða skapist um helstu mál í borgarstjórn Heimir Már Pétursson skrifar 19. júní 2018 18:45 Borgarstjóri vonar að framhald verði á því að borgarstjórn láti verkin tala og samstaða náist um fleiri mál en færri þvert á flokka á nýju kjörtímabili sem hófst í dag. Oddvitar tveggja minnihluta flokka leggja hins vegar áherslu á að meirihluti borgarstjórnar sé með minnihluta atkvæða á bakvið sig og boða harða stjórnarandstöðu. Tuttugu og þrír nýkjörnir borgarfulltrúar komu til síns fyrsta borgarstjórnarfundar í dag og stýrði borgarstjóri fundinum til að byrja með. Tólf skipa meirihluta Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna en ellefu minnihluta Sjálfstæðisflokks, Miðflokks, Flokks fólksins og Sósíalistaflokksins. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokks leggur mikið upp úr því að meirihlutaflokkarnir hafi minnihluta atkvæða á bakvið sig. „Það vantar mikið í þennan málefnasamning. Við erum að fylla í þær eyður, meðal annars með tillögum í húsnæðismálum, sem eru í ólestri og fleira. Ég held að borgarstjórn ætti í raun og veru ekki að fara í sumarfrí. Hún ætti að klára þau vandamál sem eru til staðar,“ segir Eyþór. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að reikna megi með að tekist verði á um mál en það hafi verið býsna friðsælt í borgarstjórn undanfarin ár ólíkt landsmálunum. „Ég bind vonir við að það verði framhald af því að borgarstjórnin láti verkin tala. Það verði samstaða um fleiri mál en færri þvert á flokka.“Þannig að þið munið reyna að vinna með þeim flokkum sem ekki eru í formlegu meirihlutasamstarfi?„Já, ég lít á það sem okkar hlutverk að leiða fram niðurstöðu í málum í takti við vilja borgarbúa,“ segir Dagur.Nýr forseti borgarstjórnar hóf ferilinn með því að leggja blómsveig að leiði Bríetar Bjarnhéðinsdóttur.Vísir/Friðrik ÞórVigdís Hauksdóttir oddviti Miðflokksins leggur eins og Eyþór áherslu á að flokkarnir í minnihlutanum hafi meirihluta atkvæða á bakvið sig en líst vel á framhaldið. „Þetta er bara spennandi. En eins og þú kannski manst var ég hætt í pólitík en ég er komin aftur,“ sagði Vigdís og hlær. Dóra Björt Guðjónsdóttir oddviti Pírata var kjörin forseti borgarstjórnar á fundinum yngst allra til að gegna því embætti, en minnihlutaflokkarnir sátu hjá við kjörið. Nýr forseti borgarstjórnar hóf ferilinn með því að leggja blómsveig að leiði Bríetar Bjarnhéðinsdóttur. Kvenréttindakonu sem einnig var meðal fyrstu kvennanna sem sat í borgarstjórn. Sjálf á forseti borgarstjórnar þrítugs afmæli í dag og borgarstjórinn reyndar afmæli í dag líka. En Bríet var árið 1907 ásamt fleiri konum Kvennaframboðsins kjörin fyrst kvenna í borgarstjórn og stóð að stofnun Kvenréttindasamtaka Íslands það sama ár. Tengdar fréttir Dagur og Dóra réttkjörin borgarstjóri og forseti borgarstjórnar óra Björt var í dag réttkjörinn yngsti forseti borgarstjórnar í sögu Reykjavíkurborgar en þess ber að geta að hún fagnar þrítugsafmæli sínu í dag. 19. júní 2018 15:21 Bein útsending: Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar Ný borgarstjórn kemur saman til síns fyrsta fundar klukkan 14.00 í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. 19. júní 2018 13:30 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Fleiri fréttir Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Sjá meira
Borgarstjóri vonar að framhald verði á því að borgarstjórn láti verkin tala og samstaða náist um fleiri mál en færri þvert á flokka á nýju kjörtímabili sem hófst í dag. Oddvitar tveggja minnihluta flokka leggja hins vegar áherslu á að meirihluti borgarstjórnar sé með minnihluta atkvæða á bakvið sig og boða harða stjórnarandstöðu. Tuttugu og þrír nýkjörnir borgarfulltrúar komu til síns fyrsta borgarstjórnarfundar í dag og stýrði borgarstjóri fundinum til að byrja með. Tólf skipa meirihluta Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna en ellefu minnihluta Sjálfstæðisflokks, Miðflokks, Flokks fólksins og Sósíalistaflokksins. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokks leggur mikið upp úr því að meirihlutaflokkarnir hafi minnihluta atkvæða á bakvið sig. „Það vantar mikið í þennan málefnasamning. Við erum að fylla í þær eyður, meðal annars með tillögum í húsnæðismálum, sem eru í ólestri og fleira. Ég held að borgarstjórn ætti í raun og veru ekki að fara í sumarfrí. Hún ætti að klára þau vandamál sem eru til staðar,“ segir Eyþór. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að reikna megi með að tekist verði á um mál en það hafi verið býsna friðsælt í borgarstjórn undanfarin ár ólíkt landsmálunum. „Ég bind vonir við að það verði framhald af því að borgarstjórnin láti verkin tala. Það verði samstaða um fleiri mál en færri þvert á flokka.“Þannig að þið munið reyna að vinna með þeim flokkum sem ekki eru í formlegu meirihlutasamstarfi?„Já, ég lít á það sem okkar hlutverk að leiða fram niðurstöðu í málum í takti við vilja borgarbúa,“ segir Dagur.Nýr forseti borgarstjórnar hóf ferilinn með því að leggja blómsveig að leiði Bríetar Bjarnhéðinsdóttur.Vísir/Friðrik ÞórVigdís Hauksdóttir oddviti Miðflokksins leggur eins og Eyþór áherslu á að flokkarnir í minnihlutanum hafi meirihluta atkvæða á bakvið sig en líst vel á framhaldið. „Þetta er bara spennandi. En eins og þú kannski manst var ég hætt í pólitík en ég er komin aftur,“ sagði Vigdís og hlær. Dóra Björt Guðjónsdóttir oddviti Pírata var kjörin forseti borgarstjórnar á fundinum yngst allra til að gegna því embætti, en minnihlutaflokkarnir sátu hjá við kjörið. Nýr forseti borgarstjórnar hóf ferilinn með því að leggja blómsveig að leiði Bríetar Bjarnhéðinsdóttur. Kvenréttindakonu sem einnig var meðal fyrstu kvennanna sem sat í borgarstjórn. Sjálf á forseti borgarstjórnar þrítugs afmæli í dag og borgarstjórinn reyndar afmæli í dag líka. En Bríet var árið 1907 ásamt fleiri konum Kvennaframboðsins kjörin fyrst kvenna í borgarstjórn og stóð að stofnun Kvenréttindasamtaka Íslands það sama ár.
Tengdar fréttir Dagur og Dóra réttkjörin borgarstjóri og forseti borgarstjórnar óra Björt var í dag réttkjörinn yngsti forseti borgarstjórnar í sögu Reykjavíkurborgar en þess ber að geta að hún fagnar þrítugsafmæli sínu í dag. 19. júní 2018 15:21 Bein útsending: Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar Ný borgarstjórn kemur saman til síns fyrsta fundar klukkan 14.00 í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. 19. júní 2018 13:30 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Fleiri fréttir Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Sjá meira
Dagur og Dóra réttkjörin borgarstjóri og forseti borgarstjórnar óra Björt var í dag réttkjörinn yngsti forseti borgarstjórnar í sögu Reykjavíkurborgar en þess ber að geta að hún fagnar þrítugsafmæli sínu í dag. 19. júní 2018 15:21
Bein útsending: Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar Ný borgarstjórn kemur saman til síns fyrsta fundar klukkan 14.00 í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. 19. júní 2018 13:30