Innlent

Öryggiseftirlit tekið í gegn eftir að laumufarþegar fundust í flugvél

BBI skrifar
Öryggiseftirlit með starfssemi á Keflavíkurflugvelli verður yfirfarið í kjölfar þess að tveir hælisleitendur komust inn á öryggissvæðið og fundust um borð í vél Icelandair um helgina.

Í tilkynningu frá Isavia, sem annast rekstur Keflavíkurflugvallar, kemur fram að hælisleitendurnir hafi verið vel skipulagðir þar sem þeir komust fram hjá starfsmönnum Isavia. Ljóst er að mennirnir fóru ekki í gegnum öryggishlið inn á flugvallarsvæðið né í gegnum Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Fóru þeir yfir girðingu inn á svæðið og þaðan inn á flughlaðið við Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Isavia lítur mjög alvarlegum augum á atvikið en bendir á að að öryggiskerfið hafi virkað þar sem að áhöfn Icelandair hafi fylgt forskrifuðum verklagsreglum í hvívetna og fundið mennina áður en vélin fór í loftið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×