Barcelona náði þar með tveggja stiga forskoti á Atletico Madrid og fimm stiga forskoti á Real Madrid en bæði Madridar-liðin eiga leik inni sem þau spila seinna í kvöld.
Neymar (tvisvar) og Lionel Messi fengu færi hjá Barcelona í fyrri hálfleiknum en Espanyol-menn áttu að fá víti í hálfleiknum sem þeir fengu ekki.
Sigurmarkið hjá Börsungum kom ekki fyrr á 77. mínútu þegar það var dæmd hendi á leikmann Espanyol og Lionel Messi skoraði af öryggi. Þetta var 36. mark Messi á leiktíðinni.
Barcelona er búið að vinna fjóra deildarleiki í röð og Messi hefur skorað í þeim öllum. Messi hefur alls skorað átta mörk í þessum fjórum leikjum en þrjú þeirra hafa komið úr vítum.

