Pólítíkin: Aukið gegnsæi dregur úr spillingu Höskuldur Kári Schram skrifar 29. mars 2014 08:30 Halldór Auðar Svansson, oddviti Pírata í Reykjavík, vill auka íbúalýðræði í borginni og opna stjórnsýsluna. Hann segir að með auknu gegnsæi sé hægt að draga úr spillingu og koma í veg fyrir sóun á peningum skattgreiðenda. „Í núgildandi kerfi liggja upplýsingar ekki á borðinu heldur þarf að sækja sérstaklega um þær. Draumaumhverfið er þannig að þetta verði allt saman sett út á Netið fyrir utan viðkvæm persónugögn. Það eru engin vitræn rök gegn því að halda upplýsingum frá fólki. Svo geta einhverjir komið og unnið úr þessum gögnum. Gert eitthvað við þau. Ég á t.d. vin sem er með vefsíðu þar sem hann birtir upplýsingar um leiguhúsnæði. Þar er hægt að leita og flokka og fá skilaboð þegar eitthvað kemur upp sem maður hefur áhuga á. Þetta er bara gert með því að sækja upplýsingar af öðrum síðum og taka þær saman. Þetta er hluti af þessari pælingu að dreifa upplýsingum og dreifa valdinu þannig að þetta sé ekki allt á höndum hins opinbera,“ segir Halldór. Hann nefnir Orkuveituna einnig sem dæmi um aukið gegnsæi. „Við erum með þá stefnu að gera bókhald opinbert, þar með talið fyrirtækja í eigu borgarinnar. Það myndi opna fyrir aðhald og skapa hvata til þess að hagræða því þá gætu allir séð hvar menn væru að eyða peningum.“Nýr í pólitík Píratar á Íslandi buðu fyrst fram í síðustu alþingiskosningum og margir í hreyfingunni hafa aldrei komið nálægt stjórnmálum áður. „Ég hef ekki verið virkur áður í einhverju pólitísku starfi. Það vildi bara þannig til að ég heillaðist af því sem Píratar voru að gera fyrir síðustu kosningar. Ég þekkti fólk sem var þarna og núna er ég kominn hingað,“ segir Halldór. Hann segir að reynsluleysi Pírata hafi bæði góð og slæm áhrif á flokkinn. „Góðu áhrifin eru að fólk er ekki með fyrirframgefnar hugmyndir. Það hristir sig saman og er óhrætt við að vera það sjálft. Læra á meðan það gerir þessa hluti og finna sig í þessu starfi. Það slæma birtist kannski í pínu agaleysi en það er líka gott að sumu leyti,“ segir Halldór. „Við vinnum [málefnavinnu] í sameiningu í mjög opnu ferli þar sem allir sem vilja fá að vera með.“Vill kjósa borgarstjóra sérstaklega Halldór vill að borgarstjóri verði kosinn í beinni kosningu. „Borgarstjóri myndi þá sækja umboð sitt beint til allra borgarbúa. Miðað við núverandi sveitarstjórnarlög þá er þetta staða framkvæmdastjóra og æðsta yfirmanns stjórnsýslunnar. Það er hann sem ber ábyrgð á því að ákvörðunum sé fylgt eftir. Miðað við þetta er eðlilegt að okkar mati að hann sæki umboð sitt beint til borgarbúa í sérstökum kosningum,“ segir Halldór.Vinsælir meðal yngri kjósenda Píratar sækja mikið fylgi til yngri kjósenda og virðast höfða sérstaklega til þess aldurshóps. „Við erum ekki endilega að höfða markvisst til þessa aldurshóps. En það virðist vera að okkar áherslur höfði betur til þessa hóps. Þetta er fólk sem er ekki alið upp í því að fylgja hinum eða þessum flokkum eða ríkjandi kerfi í einhverri blindni. Okkar áherslur eru hins vegar að höfða til allra aldurshópa og til allra landsmanna. Það er okkar markmið,“ segir Halldór. Viðtalið við Halldór er hægt að sjá í þættinum Pólitíkin á vísir.is Forsetakosningar 2016 video kassi Kosningar 2014 fréttir Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Halldór Auðar Svansson, oddviti Pírata í Reykjavík, vill auka íbúalýðræði í borginni og opna stjórnsýsluna. Hann segir að með auknu gegnsæi sé hægt að draga úr spillingu og koma í veg fyrir sóun á peningum skattgreiðenda. „Í núgildandi kerfi liggja upplýsingar ekki á borðinu heldur þarf að sækja sérstaklega um þær. Draumaumhverfið er þannig að þetta verði allt saman sett út á Netið fyrir utan viðkvæm persónugögn. Það eru engin vitræn rök gegn því að halda upplýsingum frá fólki. Svo geta einhverjir komið og unnið úr þessum gögnum. Gert eitthvað við þau. Ég á t.d. vin sem er með vefsíðu þar sem hann birtir upplýsingar um leiguhúsnæði. Þar er hægt að leita og flokka og fá skilaboð þegar eitthvað kemur upp sem maður hefur áhuga á. Þetta er bara gert með því að sækja upplýsingar af öðrum síðum og taka þær saman. Þetta er hluti af þessari pælingu að dreifa upplýsingum og dreifa valdinu þannig að þetta sé ekki allt á höndum hins opinbera,“ segir Halldór. Hann nefnir Orkuveituna einnig sem dæmi um aukið gegnsæi. „Við erum með þá stefnu að gera bókhald opinbert, þar með talið fyrirtækja í eigu borgarinnar. Það myndi opna fyrir aðhald og skapa hvata til þess að hagræða því þá gætu allir séð hvar menn væru að eyða peningum.“Nýr í pólitík Píratar á Íslandi buðu fyrst fram í síðustu alþingiskosningum og margir í hreyfingunni hafa aldrei komið nálægt stjórnmálum áður. „Ég hef ekki verið virkur áður í einhverju pólitísku starfi. Það vildi bara þannig til að ég heillaðist af því sem Píratar voru að gera fyrir síðustu kosningar. Ég þekkti fólk sem var þarna og núna er ég kominn hingað,“ segir Halldór. Hann segir að reynsluleysi Pírata hafi bæði góð og slæm áhrif á flokkinn. „Góðu áhrifin eru að fólk er ekki með fyrirframgefnar hugmyndir. Það hristir sig saman og er óhrætt við að vera það sjálft. Læra á meðan það gerir þessa hluti og finna sig í þessu starfi. Það slæma birtist kannski í pínu agaleysi en það er líka gott að sumu leyti,“ segir Halldór. „Við vinnum [málefnavinnu] í sameiningu í mjög opnu ferli þar sem allir sem vilja fá að vera með.“Vill kjósa borgarstjóra sérstaklega Halldór vill að borgarstjóri verði kosinn í beinni kosningu. „Borgarstjóri myndi þá sækja umboð sitt beint til allra borgarbúa. Miðað við núverandi sveitarstjórnarlög þá er þetta staða framkvæmdastjóra og æðsta yfirmanns stjórnsýslunnar. Það er hann sem ber ábyrgð á því að ákvörðunum sé fylgt eftir. Miðað við þetta er eðlilegt að okkar mati að hann sæki umboð sitt beint til borgarbúa í sérstökum kosningum,“ segir Halldór.Vinsælir meðal yngri kjósenda Píratar sækja mikið fylgi til yngri kjósenda og virðast höfða sérstaklega til þess aldurshóps. „Við erum ekki endilega að höfða markvisst til þessa aldurshóps. En það virðist vera að okkar áherslur höfði betur til þessa hóps. Þetta er fólk sem er ekki alið upp í því að fylgja hinum eða þessum flokkum eða ríkjandi kerfi í einhverri blindni. Okkar áherslur eru hins vegar að höfða til allra aldurshópa og til allra landsmanna. Það er okkar markmið,“ segir Halldór. Viðtalið við Halldór er hægt að sjá í þættinum Pólitíkin á vísir.is
Forsetakosningar 2016 video kassi Kosningar 2014 fréttir Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira