Losað að hluta um samkomubann í Bolungarvík og á Ísafirði Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. apríl 2020 17:21 Frá Ísafirði. Þar hefur verið í gildi fimm samkomubann í tæpan mánuð, líkt og í fleiri bæjarfélögum á norðanverðum Vestfjörðum. Vísir/Egill Frá og með næstkomandi mánudegi, 4. maí, verður að hluta til losað um samkomubannið sem gilt hefur frá því í byrjun apríl í Bolungarvík og á Ísafirði. Nú mega aðeins fimm manns koma saman að hámarki í þessum bæjum og hefur skólastarf alveg legið niðri vegna hópsýkingar sem kom upp af völdum kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum Covid-19. Eftir fund aðgerðastjórnar almannavarna á Vestfjörðum í dag var hins vegar ákveðið að sóttvarnalæknir myndi leggja til við heilbrigðisráðherra að auglýsing ráðherra frá 21. apríl, sem tekur gildi 4. maí, muni einnig gilda fyrir norðanverða Vestfirði, það er Bolungarvíkurkaupstað, Ísafjarðarbæ og Súðavíkurhrepp. Eftirfarandi takmarkanir verða þó frá tímabilinu 4. maí til 10. maí: • Í stað 50 manna samkomubanns verði 20 manna samkomubann, einnig fyrir börn í leik- og grunnskólum. • Starfsemi sem krefst snertingar eða mikillar nálægðar milli fólks verði áfram óheimil. Engin ný smit hafa komið upp á Vestfjörðum síðustu fjóra daga að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum en þar er áréttað að engu að síður er mikilvægt að núverandi aðgerðum verði aflétt hægt. Segir í tilkynningu lögreglu að ekki sé unnt að greina nánar frá fyrirhuguðum takmörkunum að svo stöddu í fyrrnefndum bæjarfélögum en ætla megi að auglýsing ráðherra verði birt á allra næstu dögum. „Auglýsingunni verður fylgt eftir með íbúafundi aðgerðastjórnar á Facebook, sbr. síðari tilkynningu þar um. Í þessu felst að á norðanverðum Vestfjörðum verða tekin tvö skref inn á landslínuna varðandi samkomubann, annars vegar 4. maí og hins vegar 11. maí nk., að því gefnu að útbreiðsla sjúkdómsins verði okkur hagstæð og ekki komi til bakslags,“ segir í tilkynningu lögreglunnar. Í dag féllu úr gildi fyrrnefndar takmarkanir um fimm manna samkomubann og skólahald í Dýrafirði, Önundarfirði, Súgandafirði og Súðavíkurhreppi. Þar gilda nú sömu takmarkanir og á landsvísu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ísafjarðarbær Bolungarvík Súðavíkurhreppur Mest lesið Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Skotvopnin reyndust eftirlíkingar Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Sjá meira
Frá og með næstkomandi mánudegi, 4. maí, verður að hluta til losað um samkomubannið sem gilt hefur frá því í byrjun apríl í Bolungarvík og á Ísafirði. Nú mega aðeins fimm manns koma saman að hámarki í þessum bæjum og hefur skólastarf alveg legið niðri vegna hópsýkingar sem kom upp af völdum kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum Covid-19. Eftir fund aðgerðastjórnar almannavarna á Vestfjörðum í dag var hins vegar ákveðið að sóttvarnalæknir myndi leggja til við heilbrigðisráðherra að auglýsing ráðherra frá 21. apríl, sem tekur gildi 4. maí, muni einnig gilda fyrir norðanverða Vestfirði, það er Bolungarvíkurkaupstað, Ísafjarðarbæ og Súðavíkurhrepp. Eftirfarandi takmarkanir verða þó frá tímabilinu 4. maí til 10. maí: • Í stað 50 manna samkomubanns verði 20 manna samkomubann, einnig fyrir börn í leik- og grunnskólum. • Starfsemi sem krefst snertingar eða mikillar nálægðar milli fólks verði áfram óheimil. Engin ný smit hafa komið upp á Vestfjörðum síðustu fjóra daga að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum en þar er áréttað að engu að síður er mikilvægt að núverandi aðgerðum verði aflétt hægt. Segir í tilkynningu lögreglu að ekki sé unnt að greina nánar frá fyrirhuguðum takmörkunum að svo stöddu í fyrrnefndum bæjarfélögum en ætla megi að auglýsing ráðherra verði birt á allra næstu dögum. „Auglýsingunni verður fylgt eftir með íbúafundi aðgerðastjórnar á Facebook, sbr. síðari tilkynningu þar um. Í þessu felst að á norðanverðum Vestfjörðum verða tekin tvö skref inn á landslínuna varðandi samkomubann, annars vegar 4. maí og hins vegar 11. maí nk., að því gefnu að útbreiðsla sjúkdómsins verði okkur hagstæð og ekki komi til bakslags,“ segir í tilkynningu lögreglunnar. Í dag féllu úr gildi fyrrnefndar takmarkanir um fimm manna samkomubann og skólahald í Dýrafirði, Önundarfirði, Súgandafirði og Súðavíkurhreppi. Þar gilda nú sömu takmarkanir og á landsvísu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ísafjarðarbær Bolungarvík Súðavíkurhreppur Mest lesið Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Skotvopnin reyndust eftirlíkingar Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Sjá meira