Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætis- og utanríkisráðherra var skipaður sendiherra af Gunnari Braga Sveinssyni, utanríkisráðherra, í dag.
Þá var Árni Þór Sigurðsson, alþingismaður og fyrrverandi formaður utanríkismálanefndar, einnig gerður að sendiherra. Árni Þór er þingmaður Vinstri grænna og Geir H. Haarde var formaður Sjálfstæðisflokksins.
Skipunin mun taka gildi frá og með 1. janúar 2015.
Uppfært 20:45
Ekki liggur fyrir hvar þeir Árni og Geir verða sendiherrar, en frá Utanríkisráðuneytinu fengust þær upplýsingar að það muni ekki vera gefið út fyrr en gistiríki þeirra samþykki þá sem sendiherra.
Ekki náðist í Geir H. Haarde né Árna Þór við vinnslu fréttarinnar.
Geir H. Haarde skipaður sendiherra
