Tekur sæti í dómnefnd Ísland Got Talent Kjartan Atli Kjartansson skrifar 2. október 2015 07:30 Búið er að ákveða að Jakob Frímann Magnússon, Stuðmaður og einn þekktasti tónlistarmaður landsins í áratugaraðir, verði í dómnefndinni í Ísland Got Talent í vetur. Tekur Jakob þær sæti Bubba Morthens, sem hefur mikla reynslu af dómarastörfum í svona þáttum, þar sem hann hefur bæði verið dómari í Ísland Got Talent og Idol stjörnuleit. Jakob segir að vissulega sé það viss áskorun og pressa að taka við af Bubba, án þess að hann ætli sérstaklega að reyna að líkja eftir reynsluboltanum. „Minn stíll verður bara minn stíll. Ég geri mér almennt far um að vera jákvæður og opinn. Stundum hefur verið bent á, bæði í gamni og alvöru, að ég hafi hlotið dýrmæta þjálfun í diplómasíu í utanríkisþjónustunni á sínum tíma “ útskýrir hann en bætir við: „Maður reynir bara að vera sanngjarn og heiðarlegur. Ef niðustaða manns er ekki ávísun á já, þá ber að orða það það af kurteisi og varfærni.“ Jakob Frímann hefur fylgst vel með Ísland Got Talent og segir þáttinn vinsælan á heimilinu. „Þetta var eftirlætis sjónvarpsefni okkar á sunnudagskvöldum. Yngstu dætur mínar, þriggja ára og átta ára, eru afskaplega áhugasamar, einkum sú eldri. Hún hefur mjög sterkar skoðanir á þessu, sem maður fær beint í æð. Því mætti ætla að ég muni leitast við annars vegar að horfa á atriðin með augum hins margreynda og sjóaða sem hefur stýrt upptökum og starfað með mörgum ólíkum listamönnum gegn um tíðina, en jafnframt að ég muni freista þess að horfa og hlusta á atriðin með hliðsjón af hinni ungu og ómenguðu sál, sem er dóttir mín. Ekki það að ég geti haft hana í eyranu á meðan ég geri upp minn hug, heldur mun ég vonandi geta horft til hennar viðmiða og svissað yfir í hennar hugarheim þegar svo ber við.“ Jafnframt hvetur Jakob þá sem taka þátt til þess að mæta vel undirbúnir til leiks. „Með tíu milljónir króna hangandi á spýtunni, vonar maður að fólk taki þátt að vel ígrunduðu máli. Það þarf að huga að því stíga ekki fram fyrr en búið er að ná ákveðnum tökum á því sem ætlast er til að metið verði að verðleikum. Að fá höfnun getur hangið yfir fólki í nokkurn tíma og því er mikilvægt að taka ekki þátt í einhverju bríaríi, heldur að vel ígrunduðu máli og helst með vel þjálfað atriði. Ef þú varst að byrja að læra á gítar í síðasta mánuði eru meiri líkur en minni að þú sért ekki tilbúinn.“ Jakob hlakkar mikið til að setjast í dómarastólinn og taka þátt í þessum vinsæla þætti. „Ég hef heyrt af miklum áhuga og fjölda þátttakenda. Ég vona jafnframt að gullhnappurinn muni freista mín oftar en einu sinni og oftar en tvisvar . Við erum fámenn þjóð, en virðumst samt alltaf eiga gnótt af nýju og fersku hæfileikafólki.” Jakob vonast til þess að sigurvegarinn muni geta nýtt þann meðbyr sem hlýst úr þáttunum til þess að styrkja sig og ná enn lengra á sínu sviði. „Niðurstaðan úr þættinum er auðvitað bara einum í vil í lokin og stundum getur það verið einhverjum tilviljunum háð. Margir geta komið til greina, en aðeins einn mun að lokum verða verðugur handhafi hinna stóru verðlauna. Mín von er að að sá eða sú sem verðlaunin hlýtur muni jafnframt öðlast aukið vængjahaf og svífa til nýrra hæða í lífi og starfi.“ Ísland Got Talent Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Sjá meira
Búið er að ákveða að Jakob Frímann Magnússon, Stuðmaður og einn þekktasti tónlistarmaður landsins í áratugaraðir, verði í dómnefndinni í Ísland Got Talent í vetur. Tekur Jakob þær sæti Bubba Morthens, sem hefur mikla reynslu af dómarastörfum í svona þáttum, þar sem hann hefur bæði verið dómari í Ísland Got Talent og Idol stjörnuleit. Jakob segir að vissulega sé það viss áskorun og pressa að taka við af Bubba, án þess að hann ætli sérstaklega að reyna að líkja eftir reynsluboltanum. „Minn stíll verður bara minn stíll. Ég geri mér almennt far um að vera jákvæður og opinn. Stundum hefur verið bent á, bæði í gamni og alvöru, að ég hafi hlotið dýrmæta þjálfun í diplómasíu í utanríkisþjónustunni á sínum tíma “ útskýrir hann en bætir við: „Maður reynir bara að vera sanngjarn og heiðarlegur. Ef niðustaða manns er ekki ávísun á já, þá ber að orða það það af kurteisi og varfærni.“ Jakob Frímann hefur fylgst vel með Ísland Got Talent og segir þáttinn vinsælan á heimilinu. „Þetta var eftirlætis sjónvarpsefni okkar á sunnudagskvöldum. Yngstu dætur mínar, þriggja ára og átta ára, eru afskaplega áhugasamar, einkum sú eldri. Hún hefur mjög sterkar skoðanir á þessu, sem maður fær beint í æð. Því mætti ætla að ég muni leitast við annars vegar að horfa á atriðin með augum hins margreynda og sjóaða sem hefur stýrt upptökum og starfað með mörgum ólíkum listamönnum gegn um tíðina, en jafnframt að ég muni freista þess að horfa og hlusta á atriðin með hliðsjón af hinni ungu og ómenguðu sál, sem er dóttir mín. Ekki það að ég geti haft hana í eyranu á meðan ég geri upp minn hug, heldur mun ég vonandi geta horft til hennar viðmiða og svissað yfir í hennar hugarheim þegar svo ber við.“ Jafnframt hvetur Jakob þá sem taka þátt til þess að mæta vel undirbúnir til leiks. „Með tíu milljónir króna hangandi á spýtunni, vonar maður að fólk taki þátt að vel ígrunduðu máli. Það þarf að huga að því stíga ekki fram fyrr en búið er að ná ákveðnum tökum á því sem ætlast er til að metið verði að verðleikum. Að fá höfnun getur hangið yfir fólki í nokkurn tíma og því er mikilvægt að taka ekki þátt í einhverju bríaríi, heldur að vel ígrunduðu máli og helst með vel þjálfað atriði. Ef þú varst að byrja að læra á gítar í síðasta mánuði eru meiri líkur en minni að þú sért ekki tilbúinn.“ Jakob hlakkar mikið til að setjast í dómarastólinn og taka þátt í þessum vinsæla þætti. „Ég hef heyrt af miklum áhuga og fjölda þátttakenda. Ég vona jafnframt að gullhnappurinn muni freista mín oftar en einu sinni og oftar en tvisvar . Við erum fámenn þjóð, en virðumst samt alltaf eiga gnótt af nýju og fersku hæfileikafólki.” Jakob vonast til þess að sigurvegarinn muni geta nýtt þann meðbyr sem hlýst úr þáttunum til þess að styrkja sig og ná enn lengra á sínu sviði. „Niðurstaðan úr þættinum er auðvitað bara einum í vil í lokin og stundum getur það verið einhverjum tilviljunum háð. Margir geta komið til greina, en aðeins einn mun að lokum verða verðugur handhafi hinna stóru verðlauna. Mín von er að að sá eða sú sem verðlaunin hlýtur muni jafnframt öðlast aukið vængjahaf og svífa til nýrra hæða í lífi og starfi.“
Ísland Got Talent Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Sjá meira