Spá fækkun ferðamanna fyrstu mánuði næsta árs Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 22. desember 2018 19:00 Bráðabirgðaspá Isavia gerir ráð fyrir að farþegum á Keflavíkurflugvelli fækki um tæplega tíu prósent fyrstu þrjá mánuði næsta árs. Hins vegar stefnir í metfjölda á landinu í desember. Forstöðumaður hjá Íslandsstofu segir að Ísland njóti sífellt meiri vinsælda yfir þennan árstíma. Samkvæmt Isavia hefur gefið út bráðabirgðaspá fyrir fyrstu þrjá mánuði á næsta ári. Þar kemur fram að gert er ráð fyrir að farþegum fækki alls um níu komma sex prósent á næsta ári. Vefurinn turisti.is sagði fyrst frá málinu. Ef það verður tilfellið fækkar um allt að 1800 farþega á degi hverjum. Tölurnar segja alls ekkert til um hvernig málin þróast út árið að sögn Guðjóns Helgasonar upplýsingafulltrúa Isavia. Inga Hlín Pálsdóttir forstöðumaður hjá Íslandsstofu segir ekki ástæðu til að hafa miklar áhyggjur af stöðunni. „Þetta er spá sem ber að taka þannig. Það var t.d. búist við ákveðinni fækkun á þessu ári sem stóðst svo ekki. Yfirleitt gefur Isavia út spá fyrir allt árið en nú nær hún aðeins til þriggja mánaða því það er svo mikil hreyfing í flugmálum hér á landi og þetta hefur allt áhrif. Við fylgjumst með en höfum ekki gríðarlegar áhyggjur,“ segir Inga Hlín. Desember kemur hins vegar afar vel út og enn eitt árið verður slegið met í fjölda ferðamanna yfir jólin. Enda hefur Reykjavík nokkrum sinnum verið útnefnd einn af bestu áfangastöðum yfir jólin af bandaríska fjölmiðlinum CNN. „Það er gríðarlega ánægjulegt að sjá að þetta er orðinn áfangastaður sem fólk hugsar til um jól og áramót. Hugsar til okkar vegna jólahefðanna og nú eru jólabækurnar okkar að vekja sífellt meiri eftirtekt erlendis,“ segir Inga Hlín. Ferðamenn sem ætla að dveljast hér á landi um jólin voru í skýjunum með þá ákvörðun þegar fréttastofa ræddi við þá í dag og ræddu um hversu fallegt landið væri, friðsælt og ein bar það saman við einhvers konar leikfangalandi úr bandarískri kvikmynd. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Bráðabirgðaspá Isavia gerir ráð fyrir að farþegum á Keflavíkurflugvelli fækki um tæplega tíu prósent fyrstu þrjá mánuði næsta árs. Hins vegar stefnir í metfjölda á landinu í desember. Forstöðumaður hjá Íslandsstofu segir að Ísland njóti sífellt meiri vinsælda yfir þennan árstíma. Samkvæmt Isavia hefur gefið út bráðabirgðaspá fyrir fyrstu þrjá mánuði á næsta ári. Þar kemur fram að gert er ráð fyrir að farþegum fækki alls um níu komma sex prósent á næsta ári. Vefurinn turisti.is sagði fyrst frá málinu. Ef það verður tilfellið fækkar um allt að 1800 farþega á degi hverjum. Tölurnar segja alls ekkert til um hvernig málin þróast út árið að sögn Guðjóns Helgasonar upplýsingafulltrúa Isavia. Inga Hlín Pálsdóttir forstöðumaður hjá Íslandsstofu segir ekki ástæðu til að hafa miklar áhyggjur af stöðunni. „Þetta er spá sem ber að taka þannig. Það var t.d. búist við ákveðinni fækkun á þessu ári sem stóðst svo ekki. Yfirleitt gefur Isavia út spá fyrir allt árið en nú nær hún aðeins til þriggja mánaða því það er svo mikil hreyfing í flugmálum hér á landi og þetta hefur allt áhrif. Við fylgjumst með en höfum ekki gríðarlegar áhyggjur,“ segir Inga Hlín. Desember kemur hins vegar afar vel út og enn eitt árið verður slegið met í fjölda ferðamanna yfir jólin. Enda hefur Reykjavík nokkrum sinnum verið útnefnd einn af bestu áfangastöðum yfir jólin af bandaríska fjölmiðlinum CNN. „Það er gríðarlega ánægjulegt að sjá að þetta er orðinn áfangastaður sem fólk hugsar til um jól og áramót. Hugsar til okkar vegna jólahefðanna og nú eru jólabækurnar okkar að vekja sífellt meiri eftirtekt erlendis,“ segir Inga Hlín. Ferðamenn sem ætla að dveljast hér á landi um jólin voru í skýjunum með þá ákvörðun þegar fréttastofa ræddi við þá í dag og ræddu um hversu fallegt landið væri, friðsælt og ein bar það saman við einhvers konar leikfangalandi úr bandarískri kvikmynd.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira