„Mannvonska“ að loka fólk með þroskahömlun og geðraskanir inni í fangelsum Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 1. nóvember 2015 20:00 Bryndís Snæbjörnsdóttir formaður Þroskahjálpar segir mannvonsku að loka fólk með þroskahömlun og geðfatlanir inni í fangelsum árið 2015. Maður frá Hollandi sem er með þroskahömlun er nú í einangrun á Litla Hrauni grunaður um stórfellt fíkniefnasmygl. Bryndís segir að Páll Winkel fangelsismálastjóri hafi verið að lýsa meðferð á fólki sem bönnuð sé samkvæmt lögum, í viðtali við Stöð 2 í gær. Þar sagði Páll að ástandið væri óásættanlegt. Það væru um 2 til 4 einstaklingar á hverjum tíma í fangelsi án þess að eiga heima þar. Síðast á þriðjudagur hefði verið neyðarfundur vegna mikið geðsjúks og ofbeldisfulls fanga sem væri haldið í einangrun og undir 24 tíma eftirliti myndavéla. Hann sagði að fangaverðir þekktu muninn á afbrotamönnum og veiku fólki sem talaði við veggi svo dögum skipti eða makaði saur um allt. Ekki þýddi að kerfiskallar væru að rífast um hvar ábyrgðin lægi. Það verði að leysa málið.Skammast mín fyrir að búa í þessu samfélagi Bryndís Snæbjörnsdóttir bendir á að það þurfi sérstakt leyfi nefndar sem starfi innan heilbrigðisráðuneytisins til að beita fatlað fólk nauðung eða þvingunum, ef ástæður kalli á slíkt. Hún spyrji sig hvort fangelsismálayfirvöld hafi fengið slíkt leyfi. Anna Gunnhildur Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Geðhjálpar tekur í sama streng og segir óþolandi að mannréttindi séu brotin á fötluðu fólki í fangelsum til að spara ríkinu einhverjar krónur. Hún minnir á að yfirvöld hafi lofað úrbótum fyrir tíu mánuðum þegar ljóst var að alvarlega geðsjúkur maður fengi ekki reynslulausn, þar sem honum væri ekki treyst út úr fangelsinu. Núna greini fangelsisstjóri frá því að öðrum geðsjúkum manni sé haldið í einangrun undir eftirliti myndavéla af því annað úrræði sé ekki til. Hún segist skammast sín fyrir að búa í samfélagi sem koma svona fram við sjúka og fatlaða. Tengdar fréttir Páll Winkel: Við kerfiskallarnir getum ekki verið þekktir fyrir að rífast um ábyrgðina Þroskaheftur maður er í einangrun vegna gruns um fíkniefnasmygl. Tveir til fjórir fangar að jafnaði afplána í íslenskum fangelsum án þess að eiga neitt erindi inn á slíkar stofnanir. 31. október 2015 18:56 Greindarskertur í einangrun á Íslandi án vitneskju fjölskyldu Fjölskylda 27 ára þroskahamlaðs hollensks manns fékk ekki upplýsingar um hvar hann var í heilan mánuð. Maðurinn er í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni vegna gruns um fíkniefnasmygl. 31. október 2015 07:00 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira
Bryndís Snæbjörnsdóttir formaður Þroskahjálpar segir mannvonsku að loka fólk með þroskahömlun og geðfatlanir inni í fangelsum árið 2015. Maður frá Hollandi sem er með þroskahömlun er nú í einangrun á Litla Hrauni grunaður um stórfellt fíkniefnasmygl. Bryndís segir að Páll Winkel fangelsismálastjóri hafi verið að lýsa meðferð á fólki sem bönnuð sé samkvæmt lögum, í viðtali við Stöð 2 í gær. Þar sagði Páll að ástandið væri óásættanlegt. Það væru um 2 til 4 einstaklingar á hverjum tíma í fangelsi án þess að eiga heima þar. Síðast á þriðjudagur hefði verið neyðarfundur vegna mikið geðsjúks og ofbeldisfulls fanga sem væri haldið í einangrun og undir 24 tíma eftirliti myndavéla. Hann sagði að fangaverðir þekktu muninn á afbrotamönnum og veiku fólki sem talaði við veggi svo dögum skipti eða makaði saur um allt. Ekki þýddi að kerfiskallar væru að rífast um hvar ábyrgðin lægi. Það verði að leysa málið.Skammast mín fyrir að búa í þessu samfélagi Bryndís Snæbjörnsdóttir bendir á að það þurfi sérstakt leyfi nefndar sem starfi innan heilbrigðisráðuneytisins til að beita fatlað fólk nauðung eða þvingunum, ef ástæður kalli á slíkt. Hún spyrji sig hvort fangelsismálayfirvöld hafi fengið slíkt leyfi. Anna Gunnhildur Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Geðhjálpar tekur í sama streng og segir óþolandi að mannréttindi séu brotin á fötluðu fólki í fangelsum til að spara ríkinu einhverjar krónur. Hún minnir á að yfirvöld hafi lofað úrbótum fyrir tíu mánuðum þegar ljóst var að alvarlega geðsjúkur maður fengi ekki reynslulausn, þar sem honum væri ekki treyst út úr fangelsinu. Núna greini fangelsisstjóri frá því að öðrum geðsjúkum manni sé haldið í einangrun undir eftirliti myndavéla af því annað úrræði sé ekki til. Hún segist skammast sín fyrir að búa í samfélagi sem koma svona fram við sjúka og fatlaða.
Tengdar fréttir Páll Winkel: Við kerfiskallarnir getum ekki verið þekktir fyrir að rífast um ábyrgðina Þroskaheftur maður er í einangrun vegna gruns um fíkniefnasmygl. Tveir til fjórir fangar að jafnaði afplána í íslenskum fangelsum án þess að eiga neitt erindi inn á slíkar stofnanir. 31. október 2015 18:56 Greindarskertur í einangrun á Íslandi án vitneskju fjölskyldu Fjölskylda 27 ára þroskahamlaðs hollensks manns fékk ekki upplýsingar um hvar hann var í heilan mánuð. Maðurinn er í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni vegna gruns um fíkniefnasmygl. 31. október 2015 07:00 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira
Páll Winkel: Við kerfiskallarnir getum ekki verið þekktir fyrir að rífast um ábyrgðina Þroskaheftur maður er í einangrun vegna gruns um fíkniefnasmygl. Tveir til fjórir fangar að jafnaði afplána í íslenskum fangelsum án þess að eiga neitt erindi inn á slíkar stofnanir. 31. október 2015 18:56
Greindarskertur í einangrun á Íslandi án vitneskju fjölskyldu Fjölskylda 27 ára þroskahamlaðs hollensks manns fékk ekki upplýsingar um hvar hann var í heilan mánuð. Maðurinn er í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni vegna gruns um fíkniefnasmygl. 31. október 2015 07:00