Draumóramenn sem láta draumana rætast Friðrika Benónýsdóttir skrifar 16. maí 2014 16:30 "Ferðalagið í gegnum hvalinn varpar ljósi á sögu og menningu þessara landa og karakteranna sem þar búa,“segir Tinna Ottesen, leikmyndahönnuður sýningarinnar. Fantastar er samvinnuverkefni listamanna frá Íslandi, Grænlandi, Færeyjum og Danmörku og verður sýnt í Brimhúsinu við Geirsgötu á Listahátíð í Reykjavík. Við byrjuðum að vinna að þessu verkefni árið 2010,“ segir Tinna Ottesen, leikmyndahönnuður Fantastar. „Árið 2012 vorum við svo með smiðju þar sem komu listamenn frá Færeyjum og Grænlandi þar sem við unnum konseptið saman og ákváðum nafnið.“ Hvað þýðir orðið Fantastar? „Fantast er orð sem notað er í dönsku og ensku og það íslenska orð sem kemst næst merkingunni er sennilega athafnaskáld,“ segir Tinna. „Fantastinn er draumóramaður með rosalega athafnagleði sem framkvæmir ótrúlegustu hluti sem venjulegu fólki detta aldrei í hug. Það eru svona týpur í öllum litlum samfélögum, menn sem hrinda einhverju í framkvæmd bara til að geta sagt söguna af því.“ Leikmyndin sem Tinna hannaði er engin smásmíði því hún er heill hvalur sem leggur undir sig Brimhúsið við Geirsgötu. „Ég held þetta séu um 1.500 fermetrar,“ segir Tinna. „Þessi hvalur er líka sérstakur að því leyti að hann er 25 herbergi og hvert herbergi táknar eitthvert líffæri eða hefur skírskotun í sameiginlega sögu þessara þriggja þjóða. Áhorfendur ganga í gegnum þessi 25 rými sem er hvalurinn, byrja í munninum og enda með að renna sér út um sporðinn. Í hverju rými er einhver viðburður, gjörningur, hljóðverk eða listaverk, og saman myndar þetta einhvers konar sögu.“ Ævintýrinu er þó ekki lokið eftir gönguna í gegnum hvalinn því fljótandi hljóðfæri í formi risakræklings liggur við bryggju þegar út er komið. „Úr kræklingnum ómar tónlist sem tekur á móti gestum þegar þeir koma út um sporðinn,“ segir Tinna. „Þannig að fólk getur staldrað við og melt það sem það gekk í gegnum í hvalnum á meðan það nýtur þess að horfa og hlusta á kræklinginn.“ Það er Margrét Vilhjálmsdóttir leikkona sem hefur forystu fyrir hópi listamanna frá Grænlandi, Færeyjum, Íslandi og Danmörku sem vinna saman að þessum listviðburði sem byggist á hugmyndum og ranghugmyndum þjóðanna og misskilinni sjálfsmynd þeirra. „Ferðalagið í gegnum hvalinn varpar ljósi á sögu og menningu þessara landa og karakteranna sem þar búa, sjálfa fantastana,“ segir Tinna. Sýningin er hluti af Listahátíð í Reykjavík og verður frumsýningin þann 22. maí. Aðeins verða sjö sýningar hérlendis en í haust mun sýningin verða sett upp í Grænlandi og Færeyjum. Menning Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Fleiri fréttir Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Sjá meira
Fantastar er samvinnuverkefni listamanna frá Íslandi, Grænlandi, Færeyjum og Danmörku og verður sýnt í Brimhúsinu við Geirsgötu á Listahátíð í Reykjavík. Við byrjuðum að vinna að þessu verkefni árið 2010,“ segir Tinna Ottesen, leikmyndahönnuður Fantastar. „Árið 2012 vorum við svo með smiðju þar sem komu listamenn frá Færeyjum og Grænlandi þar sem við unnum konseptið saman og ákváðum nafnið.“ Hvað þýðir orðið Fantastar? „Fantast er orð sem notað er í dönsku og ensku og það íslenska orð sem kemst næst merkingunni er sennilega athafnaskáld,“ segir Tinna. „Fantastinn er draumóramaður með rosalega athafnagleði sem framkvæmir ótrúlegustu hluti sem venjulegu fólki detta aldrei í hug. Það eru svona týpur í öllum litlum samfélögum, menn sem hrinda einhverju í framkvæmd bara til að geta sagt söguna af því.“ Leikmyndin sem Tinna hannaði er engin smásmíði því hún er heill hvalur sem leggur undir sig Brimhúsið við Geirsgötu. „Ég held þetta séu um 1.500 fermetrar,“ segir Tinna. „Þessi hvalur er líka sérstakur að því leyti að hann er 25 herbergi og hvert herbergi táknar eitthvert líffæri eða hefur skírskotun í sameiginlega sögu þessara þriggja þjóða. Áhorfendur ganga í gegnum þessi 25 rými sem er hvalurinn, byrja í munninum og enda með að renna sér út um sporðinn. Í hverju rými er einhver viðburður, gjörningur, hljóðverk eða listaverk, og saman myndar þetta einhvers konar sögu.“ Ævintýrinu er þó ekki lokið eftir gönguna í gegnum hvalinn því fljótandi hljóðfæri í formi risakræklings liggur við bryggju þegar út er komið. „Úr kræklingnum ómar tónlist sem tekur á móti gestum þegar þeir koma út um sporðinn,“ segir Tinna. „Þannig að fólk getur staldrað við og melt það sem það gekk í gegnum í hvalnum á meðan það nýtur þess að horfa og hlusta á kræklinginn.“ Það er Margrét Vilhjálmsdóttir leikkona sem hefur forystu fyrir hópi listamanna frá Grænlandi, Færeyjum, Íslandi og Danmörku sem vinna saman að þessum listviðburði sem byggist á hugmyndum og ranghugmyndum þjóðanna og misskilinni sjálfsmynd þeirra. „Ferðalagið í gegnum hvalinn varpar ljósi á sögu og menningu þessara landa og karakteranna sem þar búa, sjálfa fantastana,“ segir Tinna. Sýningin er hluti af Listahátíð í Reykjavík og verður frumsýningin þann 22. maí. Aðeins verða sjö sýningar hérlendis en í haust mun sýningin verða sett upp í Grænlandi og Færeyjum.
Menning Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Fleiri fréttir Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Sjá meira