600 skólapláss vantar 21. júní 2004 00:01 Fjárveitingu vantar fyrir að minnsta kosti fimm- til sjöhundruð nemendur sem sótt hafa um framhaldsskólanám næsta haust. Formaður félags íslenskra framhaldsskóla segir að vandinn hafi verið fyrirsjáanlegur, en ekkert hafi verið að gert og úr því sem komið er verði hann líkast til leystur með því að troða í skólana. Ingibjörg Guðmundsdóttir, formaður félags íslenskra framhaldsskóla, segir marga samverkandi þætti valda því að úrlausnir vanti fyrir öll þessi ungmenni. Þrengingar séu á vinnumarkaði og margir kjósi að halda áfram námi af þeim sökum, auk þess sem vilji unglinga til að mennta sig sé einfaldlega að aukast. Þá hafi óvenju lítið brottfall átt sér stað úr framhaldsskólum á síðastliðnu ári og því séu fleiri nemendur fyrir í framhaldsskólum en oftast áður. Ingibjörg segist ekki hafa neinar staðfestar tölur en óformlega er talið að þetta séu um 5-700 nemendur, hugsanlega fleiri með eldri nemum sem vilja komast að. Hún telur málið vera á borðum fjármála- og menntamálaráðuneytis. Til að leysa málin þurfi að víkka fjárlagarammann auk þess sem nauðsynlegt sé að huga að skólabyggingum á Reykjavíkursvæðinu. Ingibjörg segir að vissulega hafi ástandið verið fyrirsjáanlegt og að félagið hafi verið búið að biðja um að hugað yrði að því með meiri fyrirvara enda hefði þurft að vera búið að leysa málið núna. Hún segist þó reyna að vera bjartsýn um að málið leysist. Fréttir Innlent Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Fjárveitingu vantar fyrir að minnsta kosti fimm- til sjöhundruð nemendur sem sótt hafa um framhaldsskólanám næsta haust. Formaður félags íslenskra framhaldsskóla segir að vandinn hafi verið fyrirsjáanlegur, en ekkert hafi verið að gert og úr því sem komið er verði hann líkast til leystur með því að troða í skólana. Ingibjörg Guðmundsdóttir, formaður félags íslenskra framhaldsskóla, segir marga samverkandi þætti valda því að úrlausnir vanti fyrir öll þessi ungmenni. Þrengingar séu á vinnumarkaði og margir kjósi að halda áfram námi af þeim sökum, auk þess sem vilji unglinga til að mennta sig sé einfaldlega að aukast. Þá hafi óvenju lítið brottfall átt sér stað úr framhaldsskólum á síðastliðnu ári og því séu fleiri nemendur fyrir í framhaldsskólum en oftast áður. Ingibjörg segist ekki hafa neinar staðfestar tölur en óformlega er talið að þetta séu um 5-700 nemendur, hugsanlega fleiri með eldri nemum sem vilja komast að. Hún telur málið vera á borðum fjármála- og menntamálaráðuneytis. Til að leysa málin þurfi að víkka fjárlagarammann auk þess sem nauðsynlegt sé að huga að skólabyggingum á Reykjavíkursvæðinu. Ingibjörg segir að vissulega hafi ástandið verið fyrirsjáanlegt og að félagið hafi verið búið að biðja um að hugað yrði að því með meiri fyrirvara enda hefði þurft að vera búið að leysa málið núna. Hún segist þó reyna að vera bjartsýn um að málið leysist.
Fréttir Innlent Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira