Innlent

Veðurblíðan dregur úr hraðakstri

Minna hefur verið um hraðakstur á helstu ferðamannaleiðum suðvestanlands í sumar en undanfarin sumur, að mati lögreglumanna.

Rekja þeir það til óvenju mikillar veðurblíðu, en við þær aðstæður virðast ökumenn vera rólegri og njóta tilverunnar með allt örðum hætti en þegar veður er verra.

Til dæmis virðist rigningarsuddi leggjast sérstaklega illa í ökumenn, sem vilji við þær aðstæður haska sér á milli staða og slái þá ótæpilega í farskjóta sína til að ná því markmiði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×