Innlent

Ólafur og Dorrit í drottningarveislu í Buckinghamhöll

Boði Logason skrifar
Ólafur með íslenskum keppendum í Lundúnum í dag.
Ólafur með íslenskum keppendum í Lundúnum í dag. Mynd/Valli
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Dorrit Moussiaeff forsetafrú, verða viðstödd setningu Ólympíuleikanna í Lundúnum á morgun. Síðdegis í dag heimsóttu þau Ólympíuþorpið og heilsuðu upp á íslensku keppendurna, þjálfara og fararstjóra. Þá voru þau viðstödd sérstaka athöfn þar sem Ísland var boðið velkomið á leikanna.

Á morgun munu svo forsetahjónin, ásamt öðrum þjóðhöfðingjum, vera viðstödd veislu í boði Elísabetar II Englandsdrottningar í Buckinghamhöll. Og um helgina mnu þau fylgjast með keppni íslenskra þátttakenda, meðal annars fyrsta leik íslenska handboltalandsliðsins gegn Argentínu á sunnudagsmorgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×