Ásmundur Einar: „Framsóknarmenn úti um allt land hafa áhyggjur“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. apríl 2016 19:53 Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að flokksmenn um allt land finni fyrir þrýstingi og skynji þau áhrif sem Panamaskjölin hafa á stöðu stjórnarflokkanna. Þetta kom fram í viðtali við þingmanninn í kvöldfréttum Stöðvar 2. Flokkurinn hafi fundað fyrir og eftir hádegi í dag þar sem niðurstaðan hafi verið sú að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fengi tækifæri til að koma með sína hlið á málinu. „Staðreyndin er sú að við finnum auðvitað það sama og er hér úti á Austurvelli, Framsóknarmenn úti um allt land hafa áhyggjur. Við höfum eyru eins og allir aðrir.“ Ásmundur Einar segir flokkinn munu ræða vantrauststillöguna stjórnarandstöðunnar á hendur ríkisstjórninni og forsætisráðherra í þingflokknum. Enins og staðan sé nú þá styðji allir flokksmenn forystu Framsóknar og ríkisstjórnina sem hafi unnið góð verk á mörgum sviðum. „Ég væri óheiðarlegur ef ég segði það ekki hreint út að auðvitað hefur það áhrif hvernig við skynjum, hvernig hljóðið er í Framsóknarmönnum úti um allt land, hvenrig hljóðið er hér á Austurvelli og það er auðvitað eitthvað sem verður rætt í okkar þingflokki þegar rætt verður hvernig við bregðumst við vantrauststillögunni,“ segir Ásmundur Einar. „Forysta flokksins og núverandi ríkisstjórn hefur eins og staðan er í dag fullan stuðning.“Viðtalið við Ásmundur Einar má sjá eftir fimm mínútur í spilaranum að ofan. Panama-skjölin Tengdar fréttir Segir mótmælin ekki snúast um Sigmund Brynjar Níelsson segir mótmælin snúast um hvort Íslendingar geti sætt sig við að menn eigi peninga á eyjum á borð við Tortóla. 4. apríl 2016 19:06 Heimdallur mun ekki styðja ríkisstjórn undir forsæti Sigmundar Davíðs Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, lýsir vantrausti á Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra í ljósi upplýsinga sem hafa komið fram um eignarhald hans í aflandsfélagi á Bresku Jómfrúaeyjunum. 4. apríl 2016 14:50 Forsetaframbjóðendur felmtri slegnir vegna skattaskjólsumræðu Margir afdráttarlausir í garð ráðamanna. Einn vill ræða andleg veikindi við ráðherra en annar var með flugvél skráða á Cayman-eyjum. 4. apríl 2016 15:05 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að flokksmenn um allt land finni fyrir þrýstingi og skynji þau áhrif sem Panamaskjölin hafa á stöðu stjórnarflokkanna. Þetta kom fram í viðtali við þingmanninn í kvöldfréttum Stöðvar 2. Flokkurinn hafi fundað fyrir og eftir hádegi í dag þar sem niðurstaðan hafi verið sú að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fengi tækifæri til að koma með sína hlið á málinu. „Staðreyndin er sú að við finnum auðvitað það sama og er hér úti á Austurvelli, Framsóknarmenn úti um allt land hafa áhyggjur. Við höfum eyru eins og allir aðrir.“ Ásmundur Einar segir flokkinn munu ræða vantrauststillöguna stjórnarandstöðunnar á hendur ríkisstjórninni og forsætisráðherra í þingflokknum. Enins og staðan sé nú þá styðji allir flokksmenn forystu Framsóknar og ríkisstjórnina sem hafi unnið góð verk á mörgum sviðum. „Ég væri óheiðarlegur ef ég segði það ekki hreint út að auðvitað hefur það áhrif hvernig við skynjum, hvernig hljóðið er í Framsóknarmönnum úti um allt land, hvenrig hljóðið er hér á Austurvelli og það er auðvitað eitthvað sem verður rætt í okkar þingflokki þegar rætt verður hvernig við bregðumst við vantrauststillögunni,“ segir Ásmundur Einar. „Forysta flokksins og núverandi ríkisstjórn hefur eins og staðan er í dag fullan stuðning.“Viðtalið við Ásmundur Einar má sjá eftir fimm mínútur í spilaranum að ofan.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Segir mótmælin ekki snúast um Sigmund Brynjar Níelsson segir mótmælin snúast um hvort Íslendingar geti sætt sig við að menn eigi peninga á eyjum á borð við Tortóla. 4. apríl 2016 19:06 Heimdallur mun ekki styðja ríkisstjórn undir forsæti Sigmundar Davíðs Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, lýsir vantrausti á Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra í ljósi upplýsinga sem hafa komið fram um eignarhald hans í aflandsfélagi á Bresku Jómfrúaeyjunum. 4. apríl 2016 14:50 Forsetaframbjóðendur felmtri slegnir vegna skattaskjólsumræðu Margir afdráttarlausir í garð ráðamanna. Einn vill ræða andleg veikindi við ráðherra en annar var með flugvél skráða á Cayman-eyjum. 4. apríl 2016 15:05 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira
Segir mótmælin ekki snúast um Sigmund Brynjar Níelsson segir mótmælin snúast um hvort Íslendingar geti sætt sig við að menn eigi peninga á eyjum á borð við Tortóla. 4. apríl 2016 19:06
Heimdallur mun ekki styðja ríkisstjórn undir forsæti Sigmundar Davíðs Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, lýsir vantrausti á Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra í ljósi upplýsinga sem hafa komið fram um eignarhald hans í aflandsfélagi á Bresku Jómfrúaeyjunum. 4. apríl 2016 14:50
Forsetaframbjóðendur felmtri slegnir vegna skattaskjólsumræðu Margir afdráttarlausir í garð ráðamanna. Einn vill ræða andleg veikindi við ráðherra en annar var með flugvél skráða á Cayman-eyjum. 4. apríl 2016 15:05