Glötuðu tækifæri til að losna við bragga Garðar Örn Úlfarsson skrifar 11. janúar 2013 06:00 Gamli flugturninn er friðaður og minjavernd telur að braggann við hliðina og flugskýlið þar á bak við eigi að vernda líka. Flugvallarmenn vildu nota plássið til að reisa stóra tækjageymslu. Fréttablaðið/Vilhelm Isavia féll á tíma og missti af tækifæri til að losna við bragga sem félagið mátti rífa til að rýma fyrir vélaskemmu á Reykjavíkurflugvelli. Bragginn er nú sagður stríðsminjar. Á þeirri forsendu ætti að friða flugvöllinn sjálfan, segir talsmaður Isavia. Byggingarfulltrúinn í Reykjavík hefur hafnað að endurnýja áður útgefið leyfi fyrir niðurrifi herbragga við hlið gamla flugturnsins í Reykjavík. Isavia, sem rekur Reykjavíkurflugvöll, fékk fyrir nokkrum árum heimild til að rífa umræddan bragga og byggja tækjaskemmu í staðinn. Ekkert varð úr niðurrifinu þá og þegar loks átti að hefjast handa var það um seinan. „Leyfið fyrir niðurrifinu gilti aðeins í eitt ár og því þurfti að byrja umsóknarferlið upp á nýtt," útskýrir Friðþór Eydal, talsmaður Isavia. Synjun byggingarfulltrúa nú byggir á umsögnum Húsafriðunarnefndar og borgarminjavarðar, sem kveður braggann ásamt gamla flugturninum og flugskýli 1 þar á bak við mynda heild frá hernámsárunum. Engir braggar frá þessum tíma standi nú í Reykjavík utan flugvallarsvæðisins. „Nálægð við minjasvæði í Öskjuhlíð gerir það að verkum að þessar byggingar myndu henta vel fyrir safn og sem sýningarstaður fyrir flugminjar og sögu hernámsáranna í Reykjavík," segir í umsögn borgarminjavarðar. Friðþór segir að ætlunin hafi verið að reisa stóra vélaskemmu á reitnum sem bragginn stendur á og þar til hliðar. „Við erum komnir með ný, fullkomin og rándýr snjóhreinsunar- og hálkueyðingartæki sem þola illa að standa úti í öllum veðrum þegar ekki er verið að nota þau. Þetta þýðir að ending tækjanna verður minni og viðhald þeirra mun kostnaðarsamara," segir Friðþór. Nú verði vélageymslunni einfaldlega fundinn annar staður. Friðþór minnir á að forsendur synjunar á niðurrifi braggans séu tilvísun til minja frá stríðsárunum. „Þá finnst mér persónulega skjóta skökku við að ekki skuli vera gengið skrefið til fulls og flugvallarmannvirkið sjálft friðað á sömu forsendum," segir hann. Reykjavíkurflugvöllur og Keflavíkurflugvöllur séu stærstu minjar frá stríðsárunum á Íslandi. „Þetta eru ekki minjar vegna þess að hér hafi skapast eitthvert „ástand" milli íslenskra kvenna og erlendra hermanna – sem er gjarnan það sem heitast þykir í þessari sögu, því miður – heldur vegna þess að héðan var rekin starfsemi sem átti þátt í því að bjarga tugþúsundum mannslífa á hafinu suður af Íslandi í skipalestum bæði á leiðinni til Rússlands og frá Bandaríkjunum til Bretlands," segir Friðþór Eydal. Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Isavia féll á tíma og missti af tækifæri til að losna við bragga sem félagið mátti rífa til að rýma fyrir vélaskemmu á Reykjavíkurflugvelli. Bragginn er nú sagður stríðsminjar. Á þeirri forsendu ætti að friða flugvöllinn sjálfan, segir talsmaður Isavia. Byggingarfulltrúinn í Reykjavík hefur hafnað að endurnýja áður útgefið leyfi fyrir niðurrifi herbragga við hlið gamla flugturnsins í Reykjavík. Isavia, sem rekur Reykjavíkurflugvöll, fékk fyrir nokkrum árum heimild til að rífa umræddan bragga og byggja tækjaskemmu í staðinn. Ekkert varð úr niðurrifinu þá og þegar loks átti að hefjast handa var það um seinan. „Leyfið fyrir niðurrifinu gilti aðeins í eitt ár og því þurfti að byrja umsóknarferlið upp á nýtt," útskýrir Friðþór Eydal, talsmaður Isavia. Synjun byggingarfulltrúa nú byggir á umsögnum Húsafriðunarnefndar og borgarminjavarðar, sem kveður braggann ásamt gamla flugturninum og flugskýli 1 þar á bak við mynda heild frá hernámsárunum. Engir braggar frá þessum tíma standi nú í Reykjavík utan flugvallarsvæðisins. „Nálægð við minjasvæði í Öskjuhlíð gerir það að verkum að þessar byggingar myndu henta vel fyrir safn og sem sýningarstaður fyrir flugminjar og sögu hernámsáranna í Reykjavík," segir í umsögn borgarminjavarðar. Friðþór segir að ætlunin hafi verið að reisa stóra vélaskemmu á reitnum sem bragginn stendur á og þar til hliðar. „Við erum komnir með ný, fullkomin og rándýr snjóhreinsunar- og hálkueyðingartæki sem þola illa að standa úti í öllum veðrum þegar ekki er verið að nota þau. Þetta þýðir að ending tækjanna verður minni og viðhald þeirra mun kostnaðarsamara," segir Friðþór. Nú verði vélageymslunni einfaldlega fundinn annar staður. Friðþór minnir á að forsendur synjunar á niðurrifi braggans séu tilvísun til minja frá stríðsárunum. „Þá finnst mér persónulega skjóta skökku við að ekki skuli vera gengið skrefið til fulls og flugvallarmannvirkið sjálft friðað á sömu forsendum," segir hann. Reykjavíkurflugvöllur og Keflavíkurflugvöllur séu stærstu minjar frá stríðsárunum á Íslandi. „Þetta eru ekki minjar vegna þess að hér hafi skapast eitthvert „ástand" milli íslenskra kvenna og erlendra hermanna – sem er gjarnan það sem heitast þykir í þessari sögu, því miður – heldur vegna þess að héðan var rekin starfsemi sem átti þátt í því að bjarga tugþúsundum mannslífa á hafinu suður af Íslandi í skipalestum bæði á leiðinni til Rússlands og frá Bandaríkjunum til Bretlands," segir Friðþór Eydal.
Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira