Vonar að nágrannasveitarfélögin taki við sér líka Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. maí 2019 20:45 Fækka á bensínstöðvum í Reykjavík um helming fyrir árið 2025. Þetta samþykkti borgarráð á fundi sínum í morgun líkt og Vísir greindi frá í dag. Borgarstjóri segir að lóðaleigusamningum við olíufélögin verði almennt ekki framlengt til að ná markmiðinu. Hann segist vona að nágrannasveitarfélögin taki við sér líka. Markmiðið er að sporna við loftslagsáhrifum og í staðinn fyrir bensínstöðvar verði byggðar upp íbúðir, hverfisverslanir eða önnur starfsemi. Skilgreindir hafa verið hvatar fyrir olíufélögin til að hraða þessari breytingu í samvinnu við borgina. Einhugur var um málið í borgarstjórn. „Það var ekki bara einhugur heldur sammæltist fólk um að markmið sem áður átti að ná 2030, að fækka bensínstöðvum um helming, það er núna einróma vilji til þess að ná því fyrir 2025,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Hann segir samráð hafa verið haft við fyrirtækin sem eiga í hlut við undirbúninginn. Sjálfur hafi hann átt fundi með forstjórum nokkurra olíufélaganna. „Við sjáum, með því að kortleggja lóðaréttindin, að sumir lóðaleigusamningarnir eru útrunnir, aðrir eru alveg að fara að renna út, við skilgreinum tveggja ára glugga þar sem við erum til í að framlengja samningana um tvö ár ef að félögin vinna með okkur skipulag sem breyta landnotkuninni á þessum lóðum,“ segir Dagur, spurður í hverju hvatarnir felist fyrir olíufélögin. Þá verði gefinn ákveðinn afsláttur af gjöldum. Hugnist félögunum ekki þessir hvatar muni borgin ekki endurnýja lóðaleigusamninga. „Nú vona ég að önnur sveitarfélög taki líka við sér. Ég held að við séum að upplifa mikla hugarfarsbreytingu og bylgju sem undirstrikar vilja Íslendinga til að standa fremst og framarlega með öðrum borgum og löndum sem vilja gera sitt til þess að sporna við loftslagsbreytingum af mannavöldum,“ segir Dagur. Bensín og olía Loftslagsmál Reykjavík Umhverfismál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Stórbruni í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Sjá meira
Fækka á bensínstöðvum í Reykjavík um helming fyrir árið 2025. Þetta samþykkti borgarráð á fundi sínum í morgun líkt og Vísir greindi frá í dag. Borgarstjóri segir að lóðaleigusamningum við olíufélögin verði almennt ekki framlengt til að ná markmiðinu. Hann segist vona að nágrannasveitarfélögin taki við sér líka. Markmiðið er að sporna við loftslagsáhrifum og í staðinn fyrir bensínstöðvar verði byggðar upp íbúðir, hverfisverslanir eða önnur starfsemi. Skilgreindir hafa verið hvatar fyrir olíufélögin til að hraða þessari breytingu í samvinnu við borgina. Einhugur var um málið í borgarstjórn. „Það var ekki bara einhugur heldur sammæltist fólk um að markmið sem áður átti að ná 2030, að fækka bensínstöðvum um helming, það er núna einróma vilji til þess að ná því fyrir 2025,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Hann segir samráð hafa verið haft við fyrirtækin sem eiga í hlut við undirbúninginn. Sjálfur hafi hann átt fundi með forstjórum nokkurra olíufélaganna. „Við sjáum, með því að kortleggja lóðaréttindin, að sumir lóðaleigusamningarnir eru útrunnir, aðrir eru alveg að fara að renna út, við skilgreinum tveggja ára glugga þar sem við erum til í að framlengja samningana um tvö ár ef að félögin vinna með okkur skipulag sem breyta landnotkuninni á þessum lóðum,“ segir Dagur, spurður í hverju hvatarnir felist fyrir olíufélögin. Þá verði gefinn ákveðinn afsláttur af gjöldum. Hugnist félögunum ekki þessir hvatar muni borgin ekki endurnýja lóðaleigusamninga. „Nú vona ég að önnur sveitarfélög taki líka við sér. Ég held að við séum að upplifa mikla hugarfarsbreytingu og bylgju sem undirstrikar vilja Íslendinga til að standa fremst og framarlega með öðrum borgum og löndum sem vilja gera sitt til þess að sporna við loftslagsbreytingum af mannavöldum,“ segir Dagur.
Bensín og olía Loftslagsmál Reykjavík Umhverfismál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Stórbruni í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Sjá meira