Brekkuskóli í deilum við bæjaryfirvöld Sveinn Arnarsson skrifar 9. maí 2019 07:15 Skólanefnd Brekkuskóla og frístundaráð bæjarins deila um fyrirkomulag íþróttakennslu. Fréttablaðið/Pjetur Skólaráð Brekkuskóla hefur sent Akureyrarbæ bréf þar sem ráðið mótmælir því harðlega að menntaskóla- og grunnskólanemendum séu ætlaðir íþróttatímar á sama tíma í Íþróttahöllinni á Akureyri á næsta ári. Fer skólaráðið fram á það að deildarstjóri íþróttamála endurskoði tafarlaust ákvörðun sína um skipulag íþróttakennslu á næsta skólaári. „Skólaráðið fer fram á að nemendur í Brekkuskóla fái að stunda nám í íþróttum við bestu mögulegu aðstæður með tilliti til öryggis nemenda og kennsluaðstæðna,“ segir í bréfi skólaráðsins. Formaður skólaráðsins er skólastjórinn Jóhanna María Agnarsdóttir. „Við vísum þarna til hljóðvistar og að þá séu of margir í salnum í einu. Við teljum samkeyrslu af þessum toga ekki góða og viljum hana ekki. Okkur er ekkert illa við menntaskólanemendur heldur er hér aðeins verið að skerða okkar kennsluaðstæður með því að vera með hluta salarins á móti okkur,“ segir Jóhanna. Fréttablaðið greindi frá því fyrir nokkrum árum að Jóhannes Gunnar Bjarnason, íþróttakennari á Akureyri til þriggja áratuga, hafi þurft að hætta störfum vegna álags á raddbönd. Jóhannes er íþróttakennari í Brekkuskóla og situr í skólaráði fyrir hönd kennara. Þáverandi fræðslustjóri bæjarins sagði það áfall að kennarar væru að hætta störfum vegna álags og sagði bæinn þurfa að skoða það hvernig bærinn dældi allt að sjötíu börnum inn í húsið í einu. Frístundaráð Akureyrarbæjar tók málið fyrir á síðasta fundi sínum. Telur frístundaráð þessa umleitan skólaráðs fráleita. „Íþróttamannvirki Akureyrarbæjar þjóna öllum bæjarbúum og öllum skólastigum. Það er hlutverk íþróttadeildar að koma til móts við óskir þeirra sem vilja nýta mannvirkin og sjá til þess að nýting þeirra sé sem best,“ segir í ályktun ráðsins. „Frístundaráð getur ekki með neinu móti séð að þessi skipting og nýting á salnum muni skerða kennsluaðstæður nemenda Brekkuskóla og því síður ógna öryggi þeirra.“ Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Skólaráð Brekkuskóla hefur sent Akureyrarbæ bréf þar sem ráðið mótmælir því harðlega að menntaskóla- og grunnskólanemendum séu ætlaðir íþróttatímar á sama tíma í Íþróttahöllinni á Akureyri á næsta ári. Fer skólaráðið fram á það að deildarstjóri íþróttamála endurskoði tafarlaust ákvörðun sína um skipulag íþróttakennslu á næsta skólaári. „Skólaráðið fer fram á að nemendur í Brekkuskóla fái að stunda nám í íþróttum við bestu mögulegu aðstæður með tilliti til öryggis nemenda og kennsluaðstæðna,“ segir í bréfi skólaráðsins. Formaður skólaráðsins er skólastjórinn Jóhanna María Agnarsdóttir. „Við vísum þarna til hljóðvistar og að þá séu of margir í salnum í einu. Við teljum samkeyrslu af þessum toga ekki góða og viljum hana ekki. Okkur er ekkert illa við menntaskólanemendur heldur er hér aðeins verið að skerða okkar kennsluaðstæður með því að vera með hluta salarins á móti okkur,“ segir Jóhanna. Fréttablaðið greindi frá því fyrir nokkrum árum að Jóhannes Gunnar Bjarnason, íþróttakennari á Akureyri til þriggja áratuga, hafi þurft að hætta störfum vegna álags á raddbönd. Jóhannes er íþróttakennari í Brekkuskóla og situr í skólaráði fyrir hönd kennara. Þáverandi fræðslustjóri bæjarins sagði það áfall að kennarar væru að hætta störfum vegna álags og sagði bæinn þurfa að skoða það hvernig bærinn dældi allt að sjötíu börnum inn í húsið í einu. Frístundaráð Akureyrarbæjar tók málið fyrir á síðasta fundi sínum. Telur frístundaráð þessa umleitan skólaráðs fráleita. „Íþróttamannvirki Akureyrarbæjar þjóna öllum bæjarbúum og öllum skólastigum. Það er hlutverk íþróttadeildar að koma til móts við óskir þeirra sem vilja nýta mannvirkin og sjá til þess að nýting þeirra sé sem best,“ segir í ályktun ráðsins. „Frístundaráð getur ekki með neinu móti séð að þessi skipting og nýting á salnum muni skerða kennsluaðstæður nemenda Brekkuskóla og því síður ógna öryggi þeirra.“
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira