Óásættanleg bið vegna álags Sigurður Mikael Jónsson skrifar 5. júní 2018 06:00 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala. „Eðli bráðastarfsemi er að það eru miklar sveiflur í henni og álag getur verið þannig að það er handagangur í öskjunni og þá er fólki forgangsraðað eftir bráðleika. Þá eru þeir teknir fyrst sem síst geta beðið en aðrir lent í að þurfa að bíða lengur en við teljum ásættanlegt,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, um mikið álag á Hjartagáttinni sem Fréttablaðið fjallaði um í gær. Páll kveðst ekki tjá sig um einstaka mál en staðfestir, líkt og yfirlæknir Hjartagáttarinnar í samtali við Fréttablaðið í gær, að mál viðkomandi sjúklings sé til skoðunar innan Landspítalans. Líkt og greint hefur verið frá verður Hjartagáttin lokuð í fjórar vikur í júlí og bráðaþjónusta hennar færð yfir á bráðamóttökuna í Fossvogi vegna skorts á hjúkrunarfræðingum.Sjá einnig: Páll telur sjúklinginn ekki hafa gleymst Páll fjallaði fyrir helgi um mikinn skort á sérhæfðum hjúkrunarfræðingum í forstjórapistli sínum og hvernig sumarið nú væri sérstaklega erfitt. En þarf ekki bara að fara að hækka launin hjá hjúkrunarfræðingum til að sækja aftur þá hjúkrunarfræðinga sem gefist hafa upp og fjölga þeim sem námið sækja? Páll segir vandann og lausnirnar margþættar eins og svo margt, starfsumhverfi, starfsaðstæður og vissulega launin. „Sem er verkefni ríkisins að leysa.“ Páll segir lokun Hjartagáttarinnar í sumar krísulausn til að komast í gegnum sumarið og allir voni að næsta sumar verði betra. „En til að svo verði þarf næga mönnun, sem er okkar stærsta áskorun.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mannekla veldur kvíða Alvarleg staða er komin upp í heimahjúkrun í Reykjavík þar sem illa hefur gengið að manna stöður fyrir sumarið. Fólki tilkynnt um minni stuðning. 2. júní 2018 07:00 Páll telur sjúklinginn ekki hafa gleymst Forstjóri Landspítalans segist ekki telja að sjúklingur hafi gleymst á hjartagátt spítalans eins og segir í Fréttablaðinu í dag, heldur hafi biðin verið óvenju löng vegna manneklu. Ekki fást sérhæfðir hjúkrunarfræðingar í sumarafleysingar á deildina og er starfsfólk að fresta sumarfríum til að halda skertri þjónustu gangandi. 4. júní 2018 20:30 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Jarðskjálfti olli flóðbylgju á Grænlandi Erlent Halli Reynis látinn Innlent Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Erlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
„Eðli bráðastarfsemi er að það eru miklar sveiflur í henni og álag getur verið þannig að það er handagangur í öskjunni og þá er fólki forgangsraðað eftir bráðleika. Þá eru þeir teknir fyrst sem síst geta beðið en aðrir lent í að þurfa að bíða lengur en við teljum ásættanlegt,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, um mikið álag á Hjartagáttinni sem Fréttablaðið fjallaði um í gær. Páll kveðst ekki tjá sig um einstaka mál en staðfestir, líkt og yfirlæknir Hjartagáttarinnar í samtali við Fréttablaðið í gær, að mál viðkomandi sjúklings sé til skoðunar innan Landspítalans. Líkt og greint hefur verið frá verður Hjartagáttin lokuð í fjórar vikur í júlí og bráðaþjónusta hennar færð yfir á bráðamóttökuna í Fossvogi vegna skorts á hjúkrunarfræðingum.Sjá einnig: Páll telur sjúklinginn ekki hafa gleymst Páll fjallaði fyrir helgi um mikinn skort á sérhæfðum hjúkrunarfræðingum í forstjórapistli sínum og hvernig sumarið nú væri sérstaklega erfitt. En þarf ekki bara að fara að hækka launin hjá hjúkrunarfræðingum til að sækja aftur þá hjúkrunarfræðinga sem gefist hafa upp og fjölga þeim sem námið sækja? Páll segir vandann og lausnirnar margþættar eins og svo margt, starfsumhverfi, starfsaðstæður og vissulega launin. „Sem er verkefni ríkisins að leysa.“ Páll segir lokun Hjartagáttarinnar í sumar krísulausn til að komast í gegnum sumarið og allir voni að næsta sumar verði betra. „En til að svo verði þarf næga mönnun, sem er okkar stærsta áskorun.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mannekla veldur kvíða Alvarleg staða er komin upp í heimahjúkrun í Reykjavík þar sem illa hefur gengið að manna stöður fyrir sumarið. Fólki tilkynnt um minni stuðning. 2. júní 2018 07:00 Páll telur sjúklinginn ekki hafa gleymst Forstjóri Landspítalans segist ekki telja að sjúklingur hafi gleymst á hjartagátt spítalans eins og segir í Fréttablaðinu í dag, heldur hafi biðin verið óvenju löng vegna manneklu. Ekki fást sérhæfðir hjúkrunarfræðingar í sumarafleysingar á deildina og er starfsfólk að fresta sumarfríum til að halda skertri þjónustu gangandi. 4. júní 2018 20:30 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Jarðskjálfti olli flóðbylgju á Grænlandi Erlent Halli Reynis látinn Innlent Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Erlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Mannekla veldur kvíða Alvarleg staða er komin upp í heimahjúkrun í Reykjavík þar sem illa hefur gengið að manna stöður fyrir sumarið. Fólki tilkynnt um minni stuðning. 2. júní 2018 07:00
Páll telur sjúklinginn ekki hafa gleymst Forstjóri Landspítalans segist ekki telja að sjúklingur hafi gleymst á hjartagátt spítalans eins og segir í Fréttablaðinu í dag, heldur hafi biðin verið óvenju löng vegna manneklu. Ekki fást sérhæfðir hjúkrunarfræðingar í sumarafleysingar á deildina og er starfsfólk að fresta sumarfríum til að halda skertri þjónustu gangandi. 4. júní 2018 20:30