„Viljum gjarnan ná góðri sátt um þetta stóra mál hér í þinglok“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. júní 2018 19:08 Lilja Rafney Magnúsdóttir er þingmaður VG og formaður atvinnuveganefndar. Vísir/vilhelm Fundahöld standa enn á yfir á Alþingi þar sem reynt er að ná sátt um afgreiðslu frumvarps meirihluta atvinnuveganefndar um lækkun veiðigjalda. Þingflokksformenn funda nú um málið en formenn flokkanna sem sæti eiga á Alþingi hafa einnig fundað stíft í dag. Rætt var við þær Hönnu Katrínu Friðriksson, þingflokksformann Viðreisnar, og Lilju Rafneyju Magnúsdóttur, formann atvinnuveganefndar, í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Sagði Lilja Rafney að hún vilji ná góðri sátt um málið núna við lok þingsins. Hanna Katrín sagði stöðu málsins enn óljósa. „Það er óhætt að segja að þessi mál hafa sett störf þingsins svolítið í uppnám. Skot úr launsátri hafa tilhneigingu til að gera það. En það hefur verið unnið hörðum höndum að því hér í þinginu í dag að leysa þessi mál. Veiðigjaldamálið sjálft hefur verið á dagskrá hjá formönnum flokka og formönnum þingflokka að einhverju leyti. Síðan þar til hliðar hafa formenn þingflokkanna fundað til að fara yfir önnur mikilvæg þingmál sem mega ekki sitja á hakanum þó að þetta hafi komið svona upp. Þannig að það er verið að reyna að vinna þessi mál en staðan er óljós akkúrat núna,“ sagði Hanna Katrín. Spurð hvort hægt væri að ná sátt um málið núna við þinglok sagði Lilja Rafney: „Já, við viljum gjarnan ná góðri sátt um þetta stóra mál hér í þinglok. Þetta kom vissulega mjög seint inn og ekki skrýtið að stjórnarandstaðan vilji finna einhverja málsmeðferð á málinu sem allir geta sætt sig við og við erum að reyna að vinna að því núna. Við horfum auðvitað á þetta í heildarsamhengi við afgreiðslu annarra mála sem eru til afgreiðslu hér á þinginu og hvað er hægt að afgreiða á þeim dögum sem við höfum til stefnu. Við höfum auðvitað ekki marga daga, við erum komin fram yfir starfsáætlun en þetta mál er stórt og mikið og vonandi tekst okkur að ná niðurstöðu saman í þessu stóra máli. En það bíður okkar þá í haust ef við getum ekki klárað það núna og ég hef vissulega áhyggjur af þessum litlu og meðalstóru fyrirtækjum en við þurfum að leysa þetta mál hvort sem það verður núna eða í haust,“ sagði Lilja Rafney. Tengdar fréttir Alltaf talið að veiðigjöldin ættu að endurspegla afkomuna Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra samdi við atvinnuveganefnd um að leggja fram frumvarp um veiðigjöld vegna tímaskorts. Forsætisráðherra segir gjöldin þurfa að endurspegla afkomu greinarinnar. Skilur gagnrýni stjórnarandstöðunnar 5. júní 2018 07:00 ASÍ mótmælir harðlega lækkun veiðigjalda Alþýðusamband Íslands, ASÍ, mótmælir harðlega fyrirhugaðri lækkun veiðigjalda í umsögn sem sambandið hefur sent inn til Alþingis vegna frumvarps meirihluta atvinnuveganefndar þar sem lagt er til að veiðigjöld verði lækkuð. 5. júní 2018 18:00 Tíu stærstu fá helming lækkunarinnar Heildarlækkun veiðigjalda á næsta ári verður á þriðja milljarð króna, verði frumvarp þess efnis samþykkt. Hagfræðingur gagnrýnir frumvarpið fyrir að hygla stórum fyrirtækjum en forsætisráðherra segir að komið sé til móts við lítil og meðalstór fyrirtæki. 5. júní 2018 06:00 Mest lesið „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Leitað að manni með öxi Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Fleiri fréttir Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Sjá meira
Fundahöld standa enn á yfir á Alþingi þar sem reynt er að ná sátt um afgreiðslu frumvarps meirihluta atvinnuveganefndar um lækkun veiðigjalda. Þingflokksformenn funda nú um málið en formenn flokkanna sem sæti eiga á Alþingi hafa einnig fundað stíft í dag. Rætt var við þær Hönnu Katrínu Friðriksson, þingflokksformann Viðreisnar, og Lilju Rafneyju Magnúsdóttur, formann atvinnuveganefndar, í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Sagði Lilja Rafney að hún vilji ná góðri sátt um málið núna við lok þingsins. Hanna Katrín sagði stöðu málsins enn óljósa. „Það er óhætt að segja að þessi mál hafa sett störf þingsins svolítið í uppnám. Skot úr launsátri hafa tilhneigingu til að gera það. En það hefur verið unnið hörðum höndum að því hér í þinginu í dag að leysa þessi mál. Veiðigjaldamálið sjálft hefur verið á dagskrá hjá formönnum flokka og formönnum þingflokka að einhverju leyti. Síðan þar til hliðar hafa formenn þingflokkanna fundað til að fara yfir önnur mikilvæg þingmál sem mega ekki sitja á hakanum þó að þetta hafi komið svona upp. Þannig að það er verið að reyna að vinna þessi mál en staðan er óljós akkúrat núna,“ sagði Hanna Katrín. Spurð hvort hægt væri að ná sátt um málið núna við þinglok sagði Lilja Rafney: „Já, við viljum gjarnan ná góðri sátt um þetta stóra mál hér í þinglok. Þetta kom vissulega mjög seint inn og ekki skrýtið að stjórnarandstaðan vilji finna einhverja málsmeðferð á málinu sem allir geta sætt sig við og við erum að reyna að vinna að því núna. Við horfum auðvitað á þetta í heildarsamhengi við afgreiðslu annarra mála sem eru til afgreiðslu hér á þinginu og hvað er hægt að afgreiða á þeim dögum sem við höfum til stefnu. Við höfum auðvitað ekki marga daga, við erum komin fram yfir starfsáætlun en þetta mál er stórt og mikið og vonandi tekst okkur að ná niðurstöðu saman í þessu stóra máli. En það bíður okkar þá í haust ef við getum ekki klárað það núna og ég hef vissulega áhyggjur af þessum litlu og meðalstóru fyrirtækjum en við þurfum að leysa þetta mál hvort sem það verður núna eða í haust,“ sagði Lilja Rafney.
Tengdar fréttir Alltaf talið að veiðigjöldin ættu að endurspegla afkomuna Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra samdi við atvinnuveganefnd um að leggja fram frumvarp um veiðigjöld vegna tímaskorts. Forsætisráðherra segir gjöldin þurfa að endurspegla afkomu greinarinnar. Skilur gagnrýni stjórnarandstöðunnar 5. júní 2018 07:00 ASÍ mótmælir harðlega lækkun veiðigjalda Alþýðusamband Íslands, ASÍ, mótmælir harðlega fyrirhugaðri lækkun veiðigjalda í umsögn sem sambandið hefur sent inn til Alþingis vegna frumvarps meirihluta atvinnuveganefndar þar sem lagt er til að veiðigjöld verði lækkuð. 5. júní 2018 18:00 Tíu stærstu fá helming lækkunarinnar Heildarlækkun veiðigjalda á næsta ári verður á þriðja milljarð króna, verði frumvarp þess efnis samþykkt. Hagfræðingur gagnrýnir frumvarpið fyrir að hygla stórum fyrirtækjum en forsætisráðherra segir að komið sé til móts við lítil og meðalstór fyrirtæki. 5. júní 2018 06:00 Mest lesið „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Leitað að manni með öxi Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Fleiri fréttir Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Sjá meira
Alltaf talið að veiðigjöldin ættu að endurspegla afkomuna Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra samdi við atvinnuveganefnd um að leggja fram frumvarp um veiðigjöld vegna tímaskorts. Forsætisráðherra segir gjöldin þurfa að endurspegla afkomu greinarinnar. Skilur gagnrýni stjórnarandstöðunnar 5. júní 2018 07:00
ASÍ mótmælir harðlega lækkun veiðigjalda Alþýðusamband Íslands, ASÍ, mótmælir harðlega fyrirhugaðri lækkun veiðigjalda í umsögn sem sambandið hefur sent inn til Alþingis vegna frumvarps meirihluta atvinnuveganefndar þar sem lagt er til að veiðigjöld verði lækkuð. 5. júní 2018 18:00
Tíu stærstu fá helming lækkunarinnar Heildarlækkun veiðigjalda á næsta ári verður á þriðja milljarð króna, verði frumvarp þess efnis samþykkt. Hagfræðingur gagnrýnir frumvarpið fyrir að hygla stórum fyrirtækjum en forsætisráðherra segir að komið sé til móts við lítil og meðalstór fyrirtæki. 5. júní 2018 06:00