Erlent

Sádi-Arabía af­nemur hýðingar sem refsunar­form

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Raif Badawi var dæmdur fyrir tölvuglæpi og að hafa smánað Íslam og átti að fá 1.000 svipuhögg fyrir glæpina.
Raif Badawi var dæmdur fyrir tölvuglæpi og að hafa smánað Íslam og átti að fá 1.000 svipuhögg fyrir glæpina. EPA/PATRICK SEEGER

Sádirabía mun afnema hýðingar sem refsunarform, samkvæmt lagafrumvarpi sem fréttamiðlar þar í landi hafa í höndum. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins.

Tilmæli sem gefin voru út af hæstarétti Sádi-Arabíu segja að í stað hýðinga verði fangelsun eða sektum beitt. Þá segir að breytingarnar séu hluti af mannréttindaúrbótum sem Salman konungur og sonur hans, Mohammed bin Salman krónprins, hafa staðið fyrir.

Sádi-Arabía hefur verið harðlega gagnrýnd vegna fangelsunar og dauðfalls blaðamannsins Jamal Khashoggi.

Síðasta hýðingin í Sádi-Arabíu vakti mikla athygli árið 2015 þegar bloggarinn Raif Badawi var hýddur á almannafæri eftir að hafa verið sakfelldur fyrir tölvuglæpi og að hafa smánað Íslam.

Hann var dæmdur til að vera hýddur þúsund sinnum í heildina og átti að hýða hann vikulega en vegna alþjóðlegrar fordæmingar á dómnum og frétta sem bárust um að hann hafi nærri dáið var sá hluti refsingarinnar felldur niður.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.