Búin að missa allt traust á þjónustu við fatlaða dóttur sína Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. febrúar 2020 19:00 Móðir fatlaðrar konu sem býr á sambýli í Garðabæ gagnrýnir sveitarfélagið fyrir skeytingaleysi í garð dóttur sinnar. Þrátt fyrir að hafa beðið í næstum tíu ár eftir að komast í íbúðakjarna fyrir fatlaða sé hún enn á biðlista. Þá hafi engin viðbrögð komið þaðan eftir að hún gleymdist í tvígang út í bæ. Katrín Selby býr í London ásamt eiginmanni sínum en dóttir þeirra hefur frá árinu 2006 verið á sambýli fyrir fatlaða einstaklinga á Sigurhæð í Garðabæ. Katrín segir að fyrir næstum áratug hafi þau sótt um fyrir dóttur þeirra í íbúðakjarna fyrir fatlaða. „Ég byrjaði að sækja um á bilinu 2009-2010 í Garðabæ og hef aðeins fengið þau svör þaðan allan tímann að hún sé á biðlista. Samkvæmt lögum þá á það svar ekki að gilda. Þá hefur gengið mjög illa að fá svör frá sveitarfélaginu,“ segir Katrín. Katrín segir að í lögum um fatlaða komi m.a. fram að fatlað fólk eigi rétt á því að velja sér búsetustað og hvar og með hverjum það býr, til jafns við aðra. Hún segist svo hafa misst allt traust sitt á þjónustunni við dóttur sína eftir hún gleymdist í tvígang út í bæ. „Það hafa nýlega komið upp tvö atvik þar sem dóttir mín var skilin eftir á stöðum út í bæ í yfir klukkustund þar sem hún átti að vera sótt. Í fyrra skiptið gleymdist að ná í hana og í síðara skiptið var hún keyrð í tómstund á vitlausum degi og skilin eftir í einn og hálfan tíma. Ég hef miklar áhyggjur af þessu og er búin að missa allt traust á þjónustunni,“ segir Katrín. Katrín telur að dóttir sín hafi verið í hættu. „Hún getur ekki tjáð sig og hún var ekki með neitt á sér hver hún er eða hvar hún á heima þannig að ég tel að þetta hafi verið mjög hættulegt,“ segir Katrín. Hún segir að bæði hún og faðir konunnar hafi án árangurs beðið Garðabæ um svör. „Við fáum engin svör frá Garðabæ þrátt fyrir að hafa bæði sent þangað tölvupósta. Mér finnst vera farið illa með fatlaða í dag og ég vona að stjórnmálamenn fari að taka þetta til sín að það verður að fara að hrista eitthvað upp í þessu kerfi,“ segir Katrín. Ekki náðist í bæjarstjóra Garðabæjar vegna málsins í dag sem er staddur erlendis. Félagsmál Garðabær Heilbrigðismál Húsnæðismál Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Móðir fatlaðrar konu sem býr á sambýli í Garðabæ gagnrýnir sveitarfélagið fyrir skeytingaleysi í garð dóttur sinnar. Þrátt fyrir að hafa beðið í næstum tíu ár eftir að komast í íbúðakjarna fyrir fatlaða sé hún enn á biðlista. Þá hafi engin viðbrögð komið þaðan eftir að hún gleymdist í tvígang út í bæ. Katrín Selby býr í London ásamt eiginmanni sínum en dóttir þeirra hefur frá árinu 2006 verið á sambýli fyrir fatlaða einstaklinga á Sigurhæð í Garðabæ. Katrín segir að fyrir næstum áratug hafi þau sótt um fyrir dóttur þeirra í íbúðakjarna fyrir fatlaða. „Ég byrjaði að sækja um á bilinu 2009-2010 í Garðabæ og hef aðeins fengið þau svör þaðan allan tímann að hún sé á biðlista. Samkvæmt lögum þá á það svar ekki að gilda. Þá hefur gengið mjög illa að fá svör frá sveitarfélaginu,“ segir Katrín. Katrín segir að í lögum um fatlaða komi m.a. fram að fatlað fólk eigi rétt á því að velja sér búsetustað og hvar og með hverjum það býr, til jafns við aðra. Hún segist svo hafa misst allt traust sitt á þjónustunni við dóttur sína eftir hún gleymdist í tvígang út í bæ. „Það hafa nýlega komið upp tvö atvik þar sem dóttir mín var skilin eftir á stöðum út í bæ í yfir klukkustund þar sem hún átti að vera sótt. Í fyrra skiptið gleymdist að ná í hana og í síðara skiptið var hún keyrð í tómstund á vitlausum degi og skilin eftir í einn og hálfan tíma. Ég hef miklar áhyggjur af þessu og er búin að missa allt traust á þjónustunni,“ segir Katrín. Katrín telur að dóttir sín hafi verið í hættu. „Hún getur ekki tjáð sig og hún var ekki með neitt á sér hver hún er eða hvar hún á heima þannig að ég tel að þetta hafi verið mjög hættulegt,“ segir Katrín. Hún segir að bæði hún og faðir konunnar hafi án árangurs beðið Garðabæ um svör. „Við fáum engin svör frá Garðabæ þrátt fyrir að hafa bæði sent þangað tölvupósta. Mér finnst vera farið illa með fatlaða í dag og ég vona að stjórnmálamenn fari að taka þetta til sín að það verður að fara að hrista eitthvað upp í þessu kerfi,“ segir Katrín. Ekki náðist í bæjarstjóra Garðabæjar vegna málsins í dag sem er staddur erlendis.
Félagsmál Garðabær Heilbrigðismál Húsnæðismál Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira