Innlent

Pilturinn úrskurðaður í gæsluvarðhald

Sylvía Hall skrifar
Pilturinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 30. apríl.
Pilturinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 30. apríl. Vísir/vilhelm

Sautján ára piltur var úrskurðaður í sex daga gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. 

Pilturinn er grunaður um að hafa ráðist að öðrum með hníf og stungið hann í tvígang. Sá sem varð fyrir árásinni er einnig sautján ára og er nú á batavegi.

Árásin átti sér stað í Breiðholti síðdegis í gær og var fórnarlambið flutt á slysadeild.

Pilturinn er í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar málið.


Tengdar fréttir

Meintur árásarmaður og þolandi ungir að árum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur nú til rannsóknar tvær mjög alvarlegar líkamsárásir, eina í Breiðholti síðdegis í gær og aðra sem gerð var í Kópavogi skömmu fyrir miðnætti.

Tvær alvarlegar líkamsárásir á borði lögreglu

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hefur nú til rannsóknar tvær alvarlegar líkamsárásir, eina í Breiðholti síðdegis í gær og aðra sem gerð var í Kópavogi skömmu fyrir miðnætti.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×